Öldin - 01.07.1894, Blaðsíða 2
98
ÖLDIN.
ar hún var nú orðin svo fríð og fögur eins
og þið sjáið, fór liún til svensku herbúð-
anna og gaf konunginum ástadrykk svo að
hann í samfleyttar sjö vikur heyrði hvorki
né sá annað en hana. Það þótti hershöfð-
ingjum hans hæði skaði og skömm, þar
sem óvinalierinn þröngdi þá mest að þeim;
tóku þeir hana því um nótt og sendu hing-
að, og skal hún nú eyða sínurn sjö fegurð-
arárum hér í Krosshólmi.”
“Heflr konungurinn elskað liana ?”
spurði Emma skjálfandi.
“Það ábyrgist ég,” sagði sjómaðurinn
stuttlega.
“Elskar hún líka konunginn ?”
“Nú, forvitnari skepnur eru ekki til en
kvenfólkið. Hvernig í skrattanum geturðu
ætlast til að ég viti það ? Fjandinn er
brögðóttaiú en annað fólk, það er áreiðan-
legt. Hún heflr gefið konunginum kopar-
hring.........
“Með sjö hringum livern utan yfir ann-
an og þrjá stafl grafna í stéttina.”
“Hver skrattinn, þú heflr þá heyrt
það. Stéttina hefl ég ekki heyrt um, held-
ur um hringana sjö.”
Ennna varpaði öndinni mæðilcga.
“Hann ber hann enn þá,” sagði hún lágt
með leynilegri gleði. Emma var hjátrú-
arfull eins og öll hennar samtíð. Henni
kom ekki til liugar að efast um, að til væri
galdur og galdrakonur, allskonar töfrar og
ástadrykkir, en þcssi útlenda stúlka, scm
elskaði konunginn og sem hann unni....
gat liún ekki verið sýkn og saklaus af þeim
hryllilegu glæpum, sem á hana voru born-
ir ? Auminginn yfirgefni fann til brenn-
andi löngunar eftir að hitta þessa dular-
fullu aðkomukonu, sem hafði verið svo ná-
lægt konunginum mikla. Hver stundin
var henni dýrmæt, innan fárra tímaskyldi
hún hverfa heim aftur til Stórkyro, Hún
herti því upp hugann og fylgdi eftir hinni
ókunuu konu til Krosshólms.
Hinn gamli aðseturstaður innan virk-
isins, var fremur dauflegur, þótt útsýnið
væri hið hýrasta. Ilöfðu þar orðið sífeld
hirðstjðraskifti og hafði því lítil rækt verið
lögð við steinhúsið, sem var tvíloftað, með
vængjum cða lengjum til beggja enda fyr-
ir fangana; leit því byggingin ellilega út,
og líkari fangelsi eu hallargarði voldugs
höfðingja. Þessi ellimörk gjörðu íbúar
kastalans þá enn þá meiri, en þeir voru :
hin stranga frú Marta með gamalli þernu,
nokkrir uppgjafa hermenn og skeggjaðir
fangaverðir. Hefði Gústaf konungur mun-
að eftir ástaudi kastalans, er óvíst að hann
hefði vísað hinum unga fanga sínum til svo
óyndislegs samastaðar.
Frú Marta var viðbúin að taka á móti
gesti sínum; haíði Regínu verið lýst fyrir
hcnni svo, að hún væri háskagripur, ung
að aldri, en gjörspilt, svo að enginn lás
væri öruggur og'enginn múrveggur trygg-
ur fyrir henni. Hún hafði því látið búa
handa henni dimman klefa inn af svefn-
herbergi hennar sjálfrar og ætlaði síðan
sjálf með Argus augum að vaka yflr hverri
hrcyfing þessarar óstýrilátu skepnu. Frú
Marta var í rauninni hin heiðarlegasta
kona, en hörð var hún og einræn á gamlan
hátt, hafði uppalið öll sín börn með vendin-
um, og haft þá föstu skoðun, að aldrei yrðu
þau vaxin upp úr tilhlýðilegum aga.
Ilenni kom ekki til hugar, að einmana,
yfirgefin og munaðarlaus stúlka, fjærri fóst-
urjörð sinni, þyrfti og þráði hughreystandi
hönd og móðurlega umhyggju. Frú Marta
hugsaði, að aginn temdi best illa vanið
barn, enda væri þá síðar meir nægur tími
til að hugsa fyrir mildari meðferð.
Jungfrú Itegína, sem orðin v:ir vön
við liið frjálsa líf á hafinu, steig nú inn yflr
þrepskjöld hins dapra liúss, og gekk þá ó-
vart hrollur gegn um hennar grönnu limi.
Bætti ekki um, þegar hún í tröppunum
mætti gömlu frúnni með þrönga línhúfu á
höfði og í svartri síðhempu úr vaðmáli.
Vera má að hneiging jungfrúarinnar
hafi verið heldur stutt ög stirð, og alt fasið
nokkuð svo stærilátt, þegar hún var að