Öldin - 01.07.1894, Blaðsíða 5

Öldin - 01.07.1894, Blaðsíða 5
ÖLDIN. 101 hann á alstaðar yini, einn einasta ég, hann á alstaðar borgir og lönd ; en ég kasta perlum á koldimman veg, og kveð fyrir bárur og strönd. Og smáfuglinn svífur á suðræna grund og situr hjá vinar míns borg, þá kvöldmáninn rennur með kyrð yfir lund liann kveður um einveru og sorg. Og riddarinn hlustar á liljóð hans og söng, og hjartað svo kynlega slær, en kveldið er stutt eins og gæfunnar göng og gleðin, sem ástin oss ljær. Því lengur sem jungfrú Regína hlust- aði á þennan einfalda söng, sem i iæði var henni óvanalegur og þó svo alkunnur sak- ir hans innilegu angurblíðu, því dýpra greip hana sá hugtrcgi, sem lá í kvæðinu, og hún líka bjó sjálf yfir. Hún fann ó- stöðvandi löngun hjá sér til að opnaglugg- ann og anda að sér fersku kveldloftinu. Lengi stríddi liún við gluggann að geta losað hann; en öll varkárni frú Mörtu hafði ekki séð fyrir, að krókarnir voru nálega í sundur lcomnir af ryði, og létu þvi loks undan átökum hinnar ungu meyjar. Hún var varla búin að vera tvo cða þrjá tíma í þessu fangelsi, en þó drakk hún lífsloftið eins þyrst eins og lífsfanginn frelsisins loft. Hjarta heifnar fékk útþens’u, augu hennar kveyktu eld sinn upp aftur, og hugsun hennar hitti aftur sina Ieiðslu-drauma, og hún hóf upp söng, með lágum hljóðum, svo gæzlukonan- ekki skyldi heyra, en samt með hreinum og dillandi rómi; var þetta meiningin í söng liennar, því kvæði henn- ar er torvelt að þýða vci : Hugsjúk eg hnegi höfnð og segi: Heilaga guðsmóðir, sár er minn tregi; kenn mér að stríða, styrk mig að líða, styð mig og reis mig úr dauðans kvíða. Sveinn minn er sjóli, slikur á stóli séður var aldrei á jarðarbóli, stór þegar hræðir, stór þegar æðir stærstur þá brotlegum líknar og græðir. Þó hlaut ég heita hiklaust að leita hjarta míns vinar og morðstáli beita. — Guðsmóðir vægðu ! Guðs reiði iægðu ; guðsmóðir, háska frá lííi því bægðu ! Lát þú hann læra lof þér að færa, þá skal ég aldregi önnur mein kæra. Heyr, drottning alda, heill hans margfalda ; leyf þú mér skuld hans með lífinu gjalda. Konan hin einförla, sem sungiS hafði hinn fyrri sönginn, nálgaðist smámsaman og var nú ltomin .undir kastalavegginn. Það var alþýðukona, föl í sjón, en sem hafði verið kvenna fríðust, og skein gæzka mikil af svip hennar. Hún girntist mjög að skilja söng aðkomustúlkunnar, en henni tókst það ekki sakir þess, hve tónarnir voru lágir, enda var ómur málsins henni ókennilegur. Hún settist á stein skamt frá múrunum og horfði sinum mildu aug- um upp á fangann í hallargluggunum. Regína starði 1 íka sínum dökku og livössu augum á hana; hefðu menn mátt halda, að þær skildu vel hvor aðra, því tungumál söngsius þarf ekki aðra orðabók en hjartað. Eða sagði þeim einhver grunur, hinni sautján ára gömlu mey og hinni hálffertugu konu, að þær ynni saina manni, að báðar syngju um skipbrot láns og iukku á fjar- lægri strönd, en þó á svo kynja-ólíkan hátt ? Þar í norðrinu eru sumarnæturnar bjartar fram til þcss cr ÁgústmSnuður byrjar; þá cr það, að gagnsæ hula fer cftir sólarlagið að breiðast yflr strönd og voga. í miðjum Ágústmánuði er þessi hula orðin allþétt og liylur lauf og lund mildum og mjúkum skugga. Þegar máninn rís yfir hinum bládimma grænviði, á náttúran fátt til fegurra að vekja með angurbííðu hug- ans en slíkt Ágústus-rökkur, þegar augað, sem vanist hefir sífeldri dagsbirtu í þrjá mánuði, kvíðir þessu myrkri, og þó mætir þetta myrkur í sinni allra mildustu mynd,

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.