Öldin - 01.07.1894, Blaðsíða 15
ÖLDIN.
111
rafur (amber) dregur að sér þurra og létta
líkami þegar það er núið. A 12. öld
kunnu hinir lærðu prestar í Etrúríu að
draga rafmagn úr skýunum meðjárnstöng.
Öll aðal-smíðatól nútíðarinnar þektu forn-
menn þessir og brúkuðu þau á hverjum
degi. Húsasmiðir voru þeir ekki síðri en
nútíðarmenn og bera byggingaleifar þeirra
Ijósan vott um það. Fornmenn á Frakk-
landi áttu og hagnýttu kornskurðarvélar.
Hobbs fann hurðarloku í grafhvolfl í
Egyptalandi, bjó svo til aðrar eins og aðrir
á eftir honum, og eru þær lokur álitnar fvr-
irmynd allra læsinga sem til eru nú. Jarð-
gas var þekt og leitt langar leiðir í bamb-
usreir-pípum í Kínaveldi fyrir mörgum öld-
um síðan. Kínverskur rithöfundur frá
fyrri öldum lýsir nokkurs konar kistu, er
geymi og endurtaki er menn vilji orð og
rödd löngu framliðinna manna. Hefir þar
óneitanlega verið einhver líking af hljóð-
bera Edisons (The phonograph). Indversk-
ir læknar höfðu bólusetning til sóttvarnar
fyrir þúsund árum. Svefnméðöl voru til á
dögum Homers og fyrir 2000 árum við-
höfðu Kínverskir læknar lyftegund nokkra
braggaða af hampi, er þeir nefndu “Una
yo” og á svisptundu eyddi öllum þjáning-
um. Peningar voru mótaðir með sams-
konar áliöldum og nú, svo langt fram í öld-
um, að menn hafa enn ekki getað fundið
upphafið. Prcntletur líkt því er nú er við-
haft, var að sögn kunnugt forn Rómverj-
um, þó ekki verði það sannað eins vel og
margt annað. Um málverk og marmara-
högg er þarflaust að tala, því allir viður.
kenna, að listamenn nútíðarinnar komist
fáir eins langt og engir lcngra en fornu
snillingarnir. Þeirra meistaraverk eru fyr-
irmynd listamanna enn.
Þegar á alt þetta og miklu fleira er
litið, má með sanni segja, að hin mikla
. þekking vor nú sé í rauninni ekki annað
en það, að vér höfum á ný kveikt á liálf-
brannum kertum forfeðranna, er langar
aldir liafa legið ónotuð í rústunum. Á
þeim tíma, þegar þessir einstöku snilling-
ar voru uppi, var herfrægð, einveldi og
kúgun aðal markmiðið. Af því leiddi að
uppfinnarinn þorði ekki að sýna uppfind-
ingarnar. Annað var það, að lýðurinn,
allslaus og hrakinn í eilífum styrjöldum,
hafði hvorki efni á að kaupa né tómstund
til að hagnýta vinnuvélar eða aðrar slíkar
uppfindingar, enda að líkum skort þekk-
ing til að meta gagn þeirra. Það var ekki
praktisk öld og þekkingin, ekki síður en
auður og afl, var í fárra manna höndum.
Það er aðal-mismunurinn. í nútíðinni er
alt þctta öðru visi. Fregnin um livaða
uppfinding sem er flýgur eins og elding
um allan hinn mentaða heim. Þekkingin
er útbreidd svo allir liafa vit á að meta
slíkt, og af því leiðir, að uppfinding ekki
merkari hlutar, en eldspítu t. d., er heim-
inum til meiri hagnaðar nú, en voru allar
hinar merku uppfindingar fornmanna til
samans.
INDVERSKU BÆKURNAR HELGU.
Hindúa bækurnar helgu eru um 3000
ára gamlar, svo eru og fleiri rit þeirra, er
öll snerta guðfræði mcira og minna. Sög-
ur eða annála eiga þeir samt engar. Hin
elzta af þessum lielgu bókum inniheldur
opinberanir Brahma, er voru varðveittar
sem munnmælasögur mann fram af manni
þangað til Vyasa= ritari, skráðiþær. Þess-
ar opinberanir gerðust, eftir þv£ er næst
verður komist, á tímabilinu* er svarar til
15. aldar fyrir Krist.
Veda-bækurnar (spekinnar bækur) eru
þrjár. Heitir hin clztaþeirra Rig-Vedaog
innihéldur sálma og dularfullar bænir.
Hin önnur lieitir Yajur-Veda og inniheldur
lögmálið um guðsþjónustu siði. Þriðja
bókin hcitir Sama-Vcda og innihcldar bæn-
ir í bundnu máli, til að syngja eða tóna.