Öldin - 01.07.1894, Blaðsíða 10
106
ÖLDIN.
Kristur á Indlandi.
NEMUll ÞAR FRÆÐI BUDDIIA.
Eigi alls fyrir Iðngu licfir rússneskur
vísindamaður, Nicolas Notovitch að nafni,
fundið sðgurit eitt um vcru Krists í Bud-
distaklaustri cinu í Tibet á Indlandi. Þeg-
ar fundur þessi fór að vcrða hljóðbær
urðu vísindamenn Evrópu óðir og uppvæg
ir, svo mikið þótti þeim til fundarins
koma, og áttu í deilum miklum, hvort rit
þetta væri gamalt, ekta eða óekta, hvort
það væri í raun og veru frá því litlu eftir
Krists daga, sem allar líkur benda á.
Bráðlega verður rit þetta gefið út í bókar-
formi, cn hér er lítill útdráttur úr því.
Jðrðin hefir skolfið, en himininn grát-
ið yflr glæp þeim, sem forðum var unninn
í Gyðingalandi. Þar liafa menn kveðið
og sungið ii inum réttláta Issa, f hverjum
alheimssólin var niðurlögð. Kaupmenn,
sem komið liafa þaðan, hafa sagt trá at-
burðum á þessa leið : fsraelsþjóð byggir
frjósamt land, sem gefur af sér tvær upp-
skerur á ári, og beitiland er þar gott og
mikið fyrir fjðlda af nauturn og sauðum.
En með syndum sínum bakaði ísraelsþjóð
sér reiði guðs. Fyrir það hegndi guð
þeim með því, að láta liinn ríka og vold-
uga i'liarao Egyftalands flytja þá í þræl-
dóm. Var þar farið mcð þá svo sem
skepnur væru. Þeir voru stöðugt látnir
vinna þunga vinnu; voru líkamir þein-a
kaunum og sárum þaktir, og kvaldir voru
þeir af sulti, svo að þeir voru nær því
hungurmorða. En er þeir revndu mæðu
þessa, fóru þeir að snúa sér að guði sínum,
krupu á kné og báðu um líkn. Á þcim
tímum var Pharao Egyftalands orðlagður
fyrir sigurvinningar sínar, fyrir auðæfl
sín og fyrir hinar risavöxnu byggingar,
er liann hafði smíða látið. Hann átti sonu
tvo og hét hinn yngri Mossu. Allir elsk-
uðu Mossa á Fgyftalandi fyrir manrgxðsku
hans og lítillæti við vesalinga. Hann sat
tíðum að fótum spekinga þeirra Egyft-
anna og nam fræði þeirra. En er Mossa
sá það, að þrátt fyrir kenningar þeirra
höfðu Gyðingar ekki yflrgeflð guð sinn, og
neitað því, að þjóna guðum Egypta, er til
búnir voru með manna höndum, þá fékk
hann einnig trú á hinum ósýnilega guði
þeirra, gekk til föður síns og bað hann að
létta byrðar þessarar ólánsömu þjóðar. En
“Pharaoninn” varð óður af reiði og skipaði
fyrir að kvelja Gyðinga enn meira. Svo
kom plágan og fórst þá mikill fjöldi manna
og gripa. Aftr gengur Mossa fyrir föður
sinn og segir honum, að það hafi verið guð
Gyðinganna, sem hafi hegnt Egyftalandi.
Bauð þá “Phara” Mossa syni sínum að
safna saman öllum hinum ísraelistisku
þrælum, fara úr landi með þá, og stofna
einhverstaðar borg, er hann gæti drotnað
yflr þeim. Mossa hélt burt úr Egyptalandi
með Gyðinga og fór með þá aftur til landa
þeirra, er tekin höfðu verið frá þeim fyrir
syndir þeirra. Þar gaf hann þeim góð lög
og kendi þeim að biðja til guðs hins ósýni-
lega og öllum vinveitta skapara. Eftir
dauða Mossa urðu Gyðingar voldugir og
lifðu lcngi í allsnægtum. Seinna gleymdu
þeir þó guði sínum og lögum hans, svo að
hann liegndi þcim í annað sinn. Miklir
herflokkar ókunnugra þjóða óðu yflr land-
ið, og loks komu heiðingjar frá landi
“Romeless.” Lögðu þcir undir sig þjóðina
og urðu herforingjar þeirra hinir
nýju höfðingjar Gyðinga. Þeir eyðilögu
musterið og neyddu Gyðinga til þess, að
tilbiðja guði hinna heiðnu sigurvegara.
Þeir myrtu börn þeirra og tóku marga
þeirra og seldu í þrældóm. Þá grétu Gyð-
ingar og báðu guð sinn miskunar. Þetta
var timi sá, er guð hafði lcosið til þess, að
taka á sig mannlega mynd og sýna hinni
viltu þjóð veg réttlætisins. Meðal Gj'ðinga
voru hjón ein heiðarleg og vönduð. Guð
blessaði frumburð þeirra og gerði hann að
yerkfæri sinu. Þcgar á unga aldri hóf