Öldin - 01.07.1894, Blaðsíða 16

Öldin - 01.07.1894, Blaðsíða 16
112 ÖLDIN. Bækur þessar eru ritaðar á Sanskrit-tungu- máli, og eru nú á dögum lítt lesnar af Hind- úum. Sir William Jonos snéri þeim fyrst- ur manna á cnska tungu. Helgibækur þær, cr Ilindúar lesa mest nú á dögum, heita Purana, Eamayana og Mahabharata. Þær bækur allar eru nokkru yngri en Veda-bækurnar og álitið að þær lýsi tímabili því, er næst fer á eftir því er lýst er í Vedabókunum. Purana-bókin er ritverk ákafiega mikið og cr skift í 18 floklca eða hefti. Efnið er framsett í sam- talsformi, og guðirnir, sem í henni eru dýrkaðir, heita Siva og Vishnu. Hinar bækurnar, Ramayana og Mahabharata, era drápur eða söguljóð, og er sagt að jafn stðr- kostleg söguljóð séu hvergi til annarstaðar í heiminum. A því tímabili, cr þessar bækur ná yfir, lýsa þær nákvæmlega öll- um lífshreyfingum á Indlandi. Eamayana hefir mann einn, Eama að nafni, að sögu- hetju. Er hann að öllum inannkostum sönn ímynd guðsins Vishnu. Lýsa sögu- Ijóðin honum frá því hann var unglingur alt til dauðadags, og rekja þrautir hans í útlegðarástandi í miðhluta Indlands. Er svo ætlað, að saga þcssi sö bygð á sannri styrjaldarsögu, lýsi í skáldskaparformi ein- hverri herferð aríönsku þjóðflokkanna til Indlands. Mahabharata-bókin (í 18 flokk- um) hefir fyrir söguhetjur » bræður, af- komendur Bharata, og ganga þrír fjórðu hlutir kviðunnur út á að lýsa æfiferli þeirra. Eftir þessum söguljóðum að dæma, hafa tvær konungaættir verið ríkjandi á Indlandi á tímabilinu, er þær ná yfir, sól- konunga-ætt og tunglkonunga-ætt. Til- heyrði Rama sólkonunga-ættinni, en Bhar- ata tunglkonunga-ættinni. Söguljóð þessi bæði, eins og Purana-bókin, dýrka sömu aðalguðina, Siva og Vislinu, og af þeim má ráða að guðsþjónustu-form öli hafi í lieild sinni verið eitt og hið sama. En nákvæm- ar lýsir Purana-bókin öllum goða og guða- sögum, heldur en söguljóðin gera. Um stærð og orðmergð þessara bóka má dæma af því, að á frummálinu, á stór- um blaðsíðum, er Eamayana-bókin um fimmtíuþúsund línur, Mahabharatabókin um tvö hundruð og tuttugu þúsund linur, og Purana-bókin um ein miljón og sex hundi’uð þúsund línur ad lengtl. SÁPU—FÓNÓGRAFI. Á fundi í Electro-Chemical-félaginu í Berlín nú iivlega, lýsti herra A. Koeltzow fónógrafa, sem er breytilegur að því leyti, að möndullinn, er ritar og geymir hljóðið, er gerður úr nokkurs konar harðri sápu. Hver möndull kostar ekki meira 'en svarar 75 centum, en getur tekið á móti 250,000 orðum, því svo er um búið, að pjara má burtu lag eftir lag af möndlinum, þegar yfirborð hringsins er fullsett orðið. Má þannig halda áfram lag eftir lag, eða liring eftir hring, til þess möndullinner uppgeng- . inn. Með þessu móti verður fónógrafinn að sögn ekki kostbærara verkfæri en er pappír og ritáhöld til að rita jafnmörg orð. Rafmagnsfræðingueinn Nikola Tesla álítur, að úr því mynd hlut- anna, sem fyrir augun bera, lcemur fram í heilanum fyrir aðstoð sjáaldurshímnunnar og sjóntaugarinnar, sé liugsanlegt, að mynd þeirra hugsjóna, sem algerlega koma innanað frá, gcti lcomið fram á sjáaldurs- liimnu augans, og þar af leiðandi mundi með nákvæmri eftirtekt vera mögulegt að lesa hugsanir manna á augunum. E F N I : Topelius : Sögur herlæknisins. — Kristur á Indlandi. — Gamlar og nýjar uppgötvanir. — Indversku bæk- urnar helgu. — Smávegis. Ritstjóri : Eggert Jóhannsson. Útgefandi: Hkr. Prtg. & Publ. Co.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.