Öldin - 01.07.1894, Blaðsíða 14
110
ÖLDIN.
hvern mann sekan þangað til hann er sann-
aður saklaus. , Þó þeir þcss vegna þori
ekki að segja handritið liæfulausan spuna,
afdráttarlaust, neita þeir að viðurkenna
það annað en skáldskap, þangað til þeir f'á
fullkomnustu sannanir. Eins og stendur,
liggur rit þetta þannig á milli hluta.
Margar útgáfur af handritinu eru nú
komnar á prcnt. Ein slík er nú ný-útkom-
in hjá Eand, McNally & Co., Chicago, 111.,
og lieitir : The unknown life of Jesus
Cpirist.” Kostar í kápu 25 cents.
GAMLAR OG NÝAR
UPPGÖTVANIR.
(Þýðing;).
Menn stæra. sig cinatt af þessari vís-
dóms og uppfindinga-öld — 19. öldinni, og
kenna í brjóst um fornaldamennina, af því
þeir voru uppi á vanþekkingar og myrkra-
öldum. En mikið af slíku cr ástæðulaust.
Sannleikurinn virðist vera sá, að fornmenn
haíx vitað alt að því eins mikið eins og vér.
Munurinn var mestur fólginn í því, að
fræðimcnnirnir þá voru svo fáir en fjöldinn
aigerlega óupplýstur. Fyrir 2000—3000
árum síðan voru lærðu mennirnir svo langt
á undan iýðnum, að þeir voru skoðaðir
göldróttir. Þess vegna varðveitti hver
fræðimaður sína þekking eins og sjáaldur
auga síns, til þess bæði að firra sig tjóni og
halda áfrain að vera langt hafinn yfir al-
þýðuna.
Undirstöðuatriði mælingafræðinnar, er
Euclid ritaði fyrir 2200 árum síðan, eru
kend í skólum nútiðarinnar breytingalaust.
Euclid ritaði líka um siingfræði og umsjón
mannsins og leiddi fram margt, scm vér
stærum oss af að sé seinni tíma uppfinding.
Augna- eða sjón-fræði hefir hlotið að vera
á háu stigi á hans dögum,.því það er kunn-
ugt, að Alexander mikli átti Uionskviðu
svo smáritaða, að hún komst fyrir í hnotu-
hulstri. Það gefur að skilja, að sjónauka-
laust hefir jafnlöng drápa ekki verið ritað
á svo lítið blað. í Nincveh-rústunum fann
Layard það, sem Sir David Brewster full-
yrti að væri stækkunargler. Það eru nær
4000 ár síðan Egyptar og Assyríu-menn
rannsökuðu stjörnúrnar og hvelfinguna
með vcrkfæri, er þcir kölluðu Tenni-pípur’
og er ástæða til að ætla, að þær liafi verið
það sem menn nú ncfna stjörnukíkira.
Því verður ekki neitað að nútíðarmenn
búa tii stilta og góða skegghnífa og annað
eggjárn. En enginn nútíðarmaður getur
cnn búið tii bctra stál eða beittara eggjárn
en voru Damaskus-sverðin og hnífarnir, er
fornmcnn báru fyrir fleiri þúsundum ára
síðan. Um það leyti voru Tírusar-menn
svo vel að sér í litblöndun, að nútíðarmenn
hafa ekki enn fundið betri liti en fjólulít.
Tírusarmanna. Sá litur er óviðjafnanleg-
ur enn. Um sama leyti lituðu Egyptar
einnig svo vel, að liturinn var óslítandi,
lét sig aldrei, nokkuð som nútíðarliturinn
er ófús til að gera. Þá voru þcssir forn-
mcnn ekki síður frægir fyrir glergerð.
Þcir gerðu gler, sem þoldi að slegið væri í
ýmsar myndir með hamri, nokkuð scm nú-
tíðannenn hafa ekki enn þá lært. Eins og
nútlðarmennirnir frægustu spunnu þeir
þráð úr gleri og gerðu klæðnað úr og lit-
uðu með öllum litum rcgnbogans. Þá
voru þeir og frábærlega lystfengir í því,
að rita á gler og draga alls lconar myndir.
Tvö þúsund árum áður sn Watt kom til
sögunnar, lýsti Hero ‘Vá Alexandrlu vél,
sem knúin var með gufuafli. Hero fann
og upp á að búa til dælu mikia, er hagnýtt
var til að slökkva stórelda — sams konar
uppfinding og slökkviliðsvélar nútíðarinn-
ar. Þá fann hann og upp á að búa til
vatnshjól* nútíðarinnar, þó mynd þess sé
nokkuð breytt orðin. Þá vél nefndi hann
“Neolphilé.” Kafmagn þektu menn 600
árum fyrir Ivrists daga, frá því gríski vís-
indamaðurinn Thales uppgötvaði það, að
*) Hér er átt við þá teguncl vatnslijóla í
mylnum, er liggj.a flöt, cn rfsa ekki á rönd, og
sem á Islandi munu hafa verið kölluð spjalda-
karl. Þýð.