Kvennablaðið - 07.05.1915, Síða 2

Kvennablaðið - 07.05.1915, Síða 2
i8 KVENNABLADIB tæki. Og börnin eru framtíðin. Og þeg- ar bæði nútíð og framtið fylkja sér um þetta mál, þá vonum vér að þvi sé vel borgið. En konurnar hafa einnig sýnt að þær eru þess verðar að menn noti sér fylgi þeirra. Þetta er fyrsla stórmálið, sem þær hafa fylgt með Iifandi áhuga, og mundu tillög þeirra hafa orðið þar rífari, ef þær hefðu alment haft meira fé undir höndum en þær hafa nú. En vonandi lýkur þá þessi áhugi og hluttaka þeirra upp augum karlmannanna fyrir þeim sannleika, að þá fyrst er um pjódarfyrirtœki að ræða, þegar konurnai; taka sameiginlegan þátt í þeim. Og engir geta gert meira að því að greiða framtiðarbraut áhugamála vorra en kon- urnar, sem mestu áhrifin hafa til að skapa áhuga og trú barna sinna á þeim, og með því tryggja málunum óhult og eindregið fylgi i framtíðinni. Utan úr heimi. Kvenréttindamálin. Þrátt fyrir styrjöld og blóðsúthellingar hætta konurnar ekki að vinna að sínum eigin málum. Einkum eru þ'að Ameríkukonurnar, sem hert hafa á agitationinni fyrir kosningarrétti kvenna. Þess hefir áður verið getið í Kvbl. að io ríki af 48 Bandaríkjunum hefðu veitt konum tull pólitisk réttindi. Nú í haust sem leið, bættust 2 sam- bandsrlki við, og eitt stórt hérað (»territory«) sem enn þá er ekki orðjð að sambandsríki. En auk þessara 12 ríkja hafa nú í vetur 10 önnur ríki haft meðterðis breytingar á stjórnarskrám stnum, sem hafa veitt konum sömu pólitísk réttindi og karlmönnum, og verið samþyktar af báðuin deildum þingsins, Sjö þeirra hafa fengið þá 2la atkvæða þingsins, sem stjórnarskráin fyrirskipar, svo þar verður hún lögð undir þjóðaratkvæði í haust, í einu rlkinu verður frumvarpið að btða til 1916, og tvö fengu ekki fulla s/o atkvæða í annari málstof. unni, en þar verða breytingarnar teknar upp aftur. Sem stendur eru stjórnarskrárbreytingar og kosn- ngarlög til sveita- og bæjarstjórna á ferðinni í 23 ríkium og hafa þær allar kosningarrétt kvenna sem aðalbreytingu. í New-York samþyktu báðar þingdeildirnar kosningarbreytinguna 1 einu hljóði. Enskar konur halda jafnt og þétt áfram baráttu sinni, samhliða öðrum störfum í þarfir þjóðarinn- ar. Stærsta landsfélag kvenna ákvað á aðalfundi að gera alt, sem því væri unt, til að halda uppi stöðugri »agitation« fyrir kosningarrétti kvenna. En einbeittust í »agitation« sinni, og aðfinsl- um við stjórnina, er gamla Mrs. Despard ritstjóri »The Vote«. Hún er systirFrench yfirherforingja Bretahersins. Þegar enska stjótnin nú fyrir nokkru lét áskorun útganga til kvenna að taka sem flest af embættum og stöðum karlmanna að sér, þær sem væru útlærðar í sérstökum greinum yrðu þegar settar í stöðurnar, en hinar fengju vissan tíma til undirbúnings, — þá héldu konur feiknastóran fund með fulltrúum frá fjölda lands- félaga, og tóku nokkrir af þingmönnum og ráð- herrum þátt í fundinum. Kröfðust þær sömu jaunakjara handa konunum í þessum nýju stöð- um. Kváðu gott að stjórnin léti sér loks skiljast að þær væru jafnfærar að gegna þeim og karl- menn, ef það væri ekki geit til þess að misbjóða | þeim enn þá einu sinni, með því að setja þeirra I laun lægra en karlmannanna. Vinnutíminn yrði llka að vera jafnlangur. Lioyd George svaraði þeim og kvað launakjörin mundu verða jöfn- — Annars hefir það reynst svo áð þótt konur hafi nú í ófriðinum fengið allgóð laun í fyrstu, þá hafa þau lækkað eftir lítinn tíma. T. d. eins og hjúkrunarkonurnar ensku, sem fóru til herstöðvanna í Frakklandi, þær fengu í laun í fyrsfti 2 gíneur = 22 krónur á viku, en eftir Iítinn tíma voru laun þeirra lækkuð um helming, en laun allra karlmanna við herinn héldu sér. Og þó lifa hjúkrunarkonurnar 1 stöðugri lífshættu, bæði á vígvöllunum við að leita særðra manna og flytja þá til spítalanna, og við þá hættu. sem fylgir því að hjúkra þar. Hafa margar þeirra fengið blóðeitrun, og mist ýmist alveg lífið eða limi. — En þær hafa verndun lffsins að atvinnu, en ekki manndráp og hverskonar glæpsamleg hryðjuverk, eins og hermennirnir, og því vill ekki stjórnin gjalda þeim sómasamleg laun. Systurnar. Eg kannast við gleðina gljúpa með geislaband mikið um enni og sorgina séð hefi ég djúpa; ég sá inn i augun á henni. Já, sannlega liefi ég séð þœr, þvi saman við hvíldum á beði,

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.