Kvennablaðið - 07.05.1915, Page 5

Kvennablaðið - 07.05.1915, Page 5
KVENNABLADIÐ 21 hlýtur, að því er Evrópuþjóðirnar snertir, að grafa ræturnar undan þeim vana hugsunarhætti, er styður kenninguna um nauðsyn og nytsemi strlðsins. Það verður næsta þýðingarmikið fyrir friðar- hreyfinguna hvernig konurnar hagnýta sér þessa reynslu. Því hugsanir og tilfinningar kvennanna geta orðið öflug alda — er að neðan brýtur upp ísinn, sem vaninn hefur lagt yfir tilfinningar og skoðanir karlmanna á stríðunum. — Einasti ljósglampinn, sem nú er hægt að eygja, er einmitt það hatur kvennanna á stríðunum sem nú er að vakna. Austurrísk móðir — er á tvítugan son á vfgvellinum — ritar nýlega á þessa leið: >Hjarta mitt er harmþrungið vegna hinnar blóðugu ógna þessa ófriðar. — Það verður eigi frá sér numið, gleðst eigi afsigurfregnun- um. Eg heyri aðeins tárastrauminn, er fellur af augum eiginkvenna og mæðra og það hvernig guð kærleikans andvarpar, Ó, að það gæti vakið veröldina*. Hin heilaga uppreist kvennanna móti styrjöldunum verður ein af þeim, sem mun flytja oss að friðarpólitíkinni, vissunni um það, að hve mikið sem þjóðirnar geti unnið í ófriði, verður þeim ávinningi aldrei jafnað til hálfs á við það tjón, er af ófriðnum leiðir. Setjum svo að bárdaginn væri háður milli þeirra manna er úrkynja væru á meðal þjóðanna, þá væri ef tii vill hægt að tala um vald ófriðarins til þess að lyfta þjóðunum hærra. En á meðan styrjald- irnar úthella blóði hinna hraustustu manna, eru þær svo mjög eyðandi fyrir þjóðirnar að ef að konurnar væru eigi undanskyldar herþjóuustu, eg þvl gætu látið hraustleika sinn ganga f erfðir, væri frá því sjónarmiði stríð mjög ábyrgðar- mikið, jafnvel fyrir þá þjóðina er sigur ynni. Hér er því eitt af þeirn sviðum, er konur verða að hefja uppreist sfna gegn falskenningunni um kynbætandi og þjóðfélagseflandi kraft stríðsins, — En fyrst og fremst verða konurnar að byrja upp- reistina á því sviði, er hingað til hefur verið svo mjög vanrækt: uppeldinu. — Til þess að yfirvinna anda ófriðarins verða mæðurnar þegar á meðan börnin eru kornung að innræta þeim, að réttur væri undirstaða alls valds — og að hægt sé að ná rétti sfnum án þess að reiða hnefann. Það þarf snemma að byrja — það er dropinn, er stöðugt drýpur, er að lokum holar steininn. Það er reynslan, marg endurtekin, er að lokum festir réttlætistilfinning- una í huganum. Það eru stöðug mótstaða, er smám saman temur villidýrið í barnseðlinu. Þegar börnin stálpast, verður roóðirin að kenna þeim, að innbyrðis hjálp sé náttúrulögmál engu síður en innbyrðis barátta. Um fram alt, verða börnin að vera þess viss að mestu hetjurnar voru þeir, er börðust til þess að hjálpa öðrum, en eigi hinir er börðust fyrir eigin völdum eða heiðri. Þeim verður að skiljast það, að sigurinn er eigi trygging þess að málstaðurinn sé góður og að ósigur sannar eigi að málstaðurinn sé slæmur. En konurnar eiga eigi aðeins að mæta hinu nýbyrjaða ári með þeim heilaga ásetningi að — nú frekar en nokkru sinni áður — helga krafta sína friðarstarfseminni í sálunni. Nei, þær verða einnig að sameina sig í því að stækka það svið, þar sem þær geta látið réttlætið sigra ranglætið. Og til þess, verða þær að segja hinum æfagamla og úrelta hugsunarhætti, að köllun konunnar sé önnur en köllun mannsins, strfð á hendur. Þessi skoðun kom mjög einfaldlega fram í einni jólamynd. Sem listaverk hafði myndin ekkert gildi, en hún var allt um það umhugsunarverð. Myndin sýndi annarsvegar hermann á verðirt hinsvegar sést heimili hans þar sem konan og börr\in eru um- hverfis jólatréð. — Drengurinn er herklæddur en stúlkan leikur sér að brúðu sinni. Þannig leggja foreldrarnir undirstöðuna að þvf er á sínum tfma mun gera börn þeirra að því sama og þau sjálf eru nú — hermenn er bfða dauðans, og syrgjandi eiginkonur. Þannig hefur verkaskiftingin verið frá alda öðli. Konurnar hafa gefið líf — mennirnir sókst hver eftir annars lífi — konurnar hafa skapað heimili — mennirnir varið sfn eigin heimili, en eyðilagt heimili annara. Og þessi niðurröðun hefur verið álitin sjálfsögð og eðlileg, engum hefur dottið í hug að róta við henni. Og vissuiega yrði það mannkyninu til óheilla ef sú verkaskifting yrði afnumin, er ræður því, að konurnar starfa meira inn á við, en karlmenn- irnir meira út á við. En ef vér viljum mynda nýja veröld, þar sem menn eigi halda áfram sömu hringferðinni og nú; að konurnar fæði og ali upp ný tíf, til þess að þeira sé eytt á víg- vellinum; verða konurnar sð rísa upp allar sem ein, með einn sameiginlegan vilja á að binda enda á félagsskipun, er öld eftir öld hefir gert móður- kærleik og móðuráhyggjur þeirra tilgangslausar. Því það er fásinna að vera á friðartímunum að reyna að ala upp kynstóð nýtari hinni fyrri, til þess eins, að henni sé fórnað á vfgvetlinum. Hitt er skynsamlegra að stttðla að þvf nð

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.