Kvennablaðið - 07.05.1915, Síða 8
24
KVENNABLAÐIÐ
smáhörn og, aldrei trúi ég því, að það muni
veikja hjónabandið, eða leysa upp fjölskyldulífið.
Nú eru 30 ár síðan þetta mál var»fyrst tekið
fyrir í Stórþinginu. Hugsið yður hvílíkar ógna
þjáningar og ranglæti, sem börn og mæður hafa
orðið að þola frá þjóðfélagsins slður öll þessi ár,
af þvf vér höfum vanrækt skyldur vorar.
í Noregi fæðast árlega um 6000 óskilgetin börn,
og af þeim deyja á fyrsta árinu hálfu fleiri til-
tölulega, en af skilgetnum börnum. Þetta er það,
sem þessi lög vilja bæta úr, ekki einungis með
því að skerpa meðlagsskylduna, heldur með því
að fá það upplýst hver faðirinn sé, og fá ábyrgð-
artilfinningu hans vakta.
Réttur* bai'usius til fuöui*-
nafnins og móður.
Um réttarfarslega stöðu óskilgetinna barna var
samþykt:
Að börn, sem eiga foreldra sem ekki hafa gifst
verði f sama réttarfarslegú sambandi við föður-
inn og móðurina, að stöku undantekningum frá-
skildum, sem lögin ákveða nánar.
Barnið hefir sama rétt til ættarnafns föðursins og
móðurinnar. En ef það er ekki nefnt ættarnafni
föðursins þegar eftir fæðinguna, en tekur það
upp síðar, þá gilda sömu reglur og um önnur
nafnaskifti.
Barnið hefir rétt til að fá uppeldi og mentun
eins og faðirinn, eða eftir hans efnum. En ef
móðirin er efnaðri, þá eítir hennar mentun og
efnum. Bæði foreldrarnir eiga að kosta uppeldi,
meðgjöf og fræðslu barnsins. Það skal alast upp
eftir stöðu þess foreldrisins, sem betur er sett.
Barnið á að vera hjá móðurinni. eða þeim,
sem hún trúir fyrir því.
Meðlagsupphæðin miðast við efni og ástæður
foreldrunna, þannig að þau kosta meðlagið þannig
að hvort þeirra greiði tiltölulega jafnt eftir efnum
og öðrum ástæðum. Ef annaðhvnrt þeirra getur
ekki greitt neitt af kostnaðinum við barnið, þá
verður hitt þeirra að bera hann allan, svo fram-
arlega sem það álíst fært um það.
Kostnaðinn við fæðinguna og sængurleguna á-
ásemt óaðfinnanlegri aðhlynningu og hjúkrun,
skal faðirinn greiða til móðurinnar sjálfrar. ásamt
öllum kostnaði til yfirsetukonu og læknis.
Faðirinn skal leggja fram nokkuð af fæðis og
húsnæðiskostnaði móðurinnar síðusiu 4 mánuðina
fyrir fæðinguna. Þessi styrkur er ákveðinn venju-
lega 20,00 ki. mánaðarlrga f borgum, en 15,00 kr.
til sveita. Ef faðirinn er ekki fátækur, þá skal
styrkurinn hækka samkvæmí hans fjárhagslegu
ástæðum.
Snmi erfðaréttur, sembarun,
fæddra í lijénjitminii.
Viðvíkjandi erfðarétti óskilgetinna barna var
þetta samþykt:
Börn foreldra, sem ekki hafa gifst saman, hafa
sama erfðarétt eins og skilgetin börn.
Með þessu verður þó engin breyting á hinum
núgildandi ákvæðum um óðalsrétt eða ábúðar-
rétt skilgetinna barna, þegar um erfðaskifti er að
ræða, eftir föður eða föðurfrændur, nema faðirinn
hafi skriflega ákveðið að barnið skuli hafa óðals-
rétt.og þá fær það hann eftir sömu reglum og
það væri skilgetið.
Foreldrar óskilgetinna harna, erfa þau á sama
hátt og þau væru skilgetin, bæði móðirin og
móðurfrændur, og faðirinn og föðurfrændur.
Eftir þessum lögum fá því óskilgetin börn sömu
réttarfarslegu stöðu og skilgetin. Rétt til ættar-
nafna beggja foreldranna, og erfðarétt eftir þau
bæði og þeirra frændur, og uppeldisstyrk, og með-
lag frá föðurnum hækkað.
Auk þess hefir lögunum verið breytt í þá átt
að bæta kjör mæðra, bæði giftra og ógiftra.
Ef barnshafandi kona getur ekki haft ofan af
fyrir sér, og ef hún hefir'ríkisborgararétt 1 Noregi,
þá getur hún heimtað styrk af fátækrasjóði, þar
sem hún á heima slðustu 6 vikurnar fyrir fæð-
inguna.
Gift kona getur að eins krafist hjálpar ef mað-
ur hennar er dauður, hefir skilið við hana, eða
er á einhvern ótilhlýðilegan hátt þess valdandi
að þau geta ekki búið saman.
Sé einhver móðir svo nauðstödd að hún neyð-
ist til að láta barnið frá sér til annara, ef hún
fær ekki hjálp, þá getur hún krafist hennar af
sveitarsjóði, þar sem hún á heima.
Þessi hjálp til mæðra, telst ekki vera fátækra-
styrkur.
En vegna þess að þessi lög auka útgjöld sveita-
og bæjarfélögum, þá skulu þuu ekki ganga í gildi
fyr en 1916.
En lögin um nafna- og erfðréll ganga pegar i
gildi.
Geislabrot utan úr dimmunni.
Nú, þegar mest öll Norðurálfan logar
í ófriðar og orustubáli, sem karlmennirnir
hafa hlaðið og kveikt í, þá er fróðlegt að
sjá til samanburðar hvað konurnar hafa
haft fyrir stafní. Venjulegast segja karl-
mennirnir tað þeirra gæti ekki á ófriðar-