Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Síða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1964
3
GOVERNMENT HOUSE
Fylkissijórinn, Hon. Errick F. Willis og Mrs. Willis hafa
boðið forsæiisráðherrhjónum íslands og syni þeirra að
dvelja hjá sér meðan þau verða í Winnipeg. Á myndinni
sézi fylkisijóra fjölskyldan á balanum fyrir framan heimili
siii.
Vestur-íslenzkir bæjarráðasmenn,
þingmenn, ráðherrar og dómarar
Heiðursgestur og aðalræðu-
maður á Islendingadeginum á
Gimli 3. ágúst 1964, verður
dr. Bjarni Benediktsson for-
sætisráðherra íslands. Hann
er lögfræðingur að menntun,
lauk prófi í lögfræði við Há-
skóla íslands, stundaði fram-
haldsnám í stjórnfræði aðal-
lega við háskólann í Berlín og
var prófessor í lögfræði við
Háskóla íslands 1932—1940.
Hann tók snemma að gefa
sig að stjórnmálum, var í
bæjaráði Reykjavíkur 1934—
47 og borgarstjóri 1940—47.
Hann hefir átt sæti á Alþingi
íslendinga óslitið frá því á
árinu 1942, var skipaður
dóms- og utanríkisráðherra
1947—53. Er hann lét af starfi
utanríkisráðherra var hann
skipaður dóms- og mennta-
málaráðherra og gengdi þeim
embættum þar til 1956.
Árið 1959, er sjórnmála-
flokkur hans komst aftur til
valda, var hann skipaður
dóms- kirkju- og iðnaðarmála-
ráðherra, og 14. nóvember
1963 varð hann forsætisráð-
herra ríkisstjórnar íslands.
Mörgum íslendingum virð-
ast lög- og stjórnfræði í blóð
borinn, enda er Alþingi þeirra
elzta löggjafaþing í heimi —
stofnað 930. Og skömmu eftir
að íslendingar settust að í ó-
byggðum við Winnipegvatn,
höfðu þeir samið stjórnarlög
fyrir Nýja ísland, sem gengu
í gildi 14. janúar 1877. Mun
það framtak nýkominna inn-
flytjenda einstætt í sögu
Canada.
Ef tekið er tillit til hve ís-
lendingar eru fáir hér í landi
í samanburði við aðra þjóð-
flokka má segja að þeir komi
allmikið við stjórnarsögu
Canada. Vegna þess að þetta
eintak Lögbergs-Heimskringlu
er helgað að miklu leyti
heimsókn hins áhrifamikla
stjórnmálamanns dr. Bjarna
Benediktssyni þykir okkur
fara vel á því að rifja upp
nöfn nokkurra vestur-ís-
lenzkra stjórnmálamanna í
Canada.
Bæjarráðsmenn
Fjöldi Islendinga hafa átt
sæti í sveita- og bæjarráðum
víðsvegar og hafa verið odd-
vitar og bæjarstjórar; því
miður gefst ekki tími til að
safna nöfnum þeirra, en þó
mætti nefna að S. V. Sigurd-
son hefir verið bæjarstjóri í
Riverton í mörg ár og bæjar-
stjórar á Gimli hafa víst allir
verið íslendingar og nú skip-
ar kona það sæti í fyrsta sinn
— Mrs. Violei Einarson;
Stefán Oliver var og lengi
bæjarstjóri í Selkirk.
íslendingar hafa átt menn
í bæjarráði Winnipegborgar
frá aldamótum fram á síðustu
ár. Ekki vitum við hve lengi
sumir þeirra gengdu þeim
embættum, en nöfnunum
fylgja kosninga árin.
Árni Friðriksson, um alda-
mótin.
Árni Eggertson 1906.
Jón J. Vopni, 1916.
Paul Bardal, 1932, endurkos-
inn 5 sinnum.
Victor B. Anderson, 1939, 18
ár í bæjarstjórn.
Faul Goodman, 1955, endur-
kjörinn tvisvar.
Jón Samson, 1959, tvö kjör-
tímabil.
Valentinus Valgardsson, skóla-
stjóri var lengi í bæjarráði
Moose Jaw borgar.
J. Ragnar Johnson konsull
var um skeið í bæjarráði
Torontoborgar.
Frank Frederickson, Hockey
kappinn frægi mun nú eiga
sæti í bæjarráði Vancou-
verborgar.
Fylkisþingmenn í Maniloba
(kosningaárin og kjördæmin)
Sigtryggur Jónasson,
1896 aftur 1907 — St.
Andrews og Gimli.
Baldwin L. Baldwinsson,
1899, 1903, 1910 — Gimli.
Thomas H. Johnson,
1907, 1914, 1915, 1920 —
Winnipeg.
Sveinn Thorvaldson,
1914 — Gimli.
Skúli Sigfússon,
1915, 1922, 1927, 1932, 1940
— St. George.
Séra Albert Kristjánsson,
1920 — St. George.
Guðmundur Fjeldsted,
1920 — Gimli.
Ingimar Ingjaldson,
1927 — Gimli.
Einar S. Jónasson,
1932 — Gimli.
Miss Salome Halldórson,
1936 — St. George.
Oddur Ólafson,
1936 — Rupertsland.
Paul Bardal,
1940, 1945 — Winnipeg.
G. S. Thorvaldson,
1940, 1945 — Winnipeg.
Chris Halldórson,
1945, 1949 — St. George.
Dr. S. O. Thompson,
1949, 1953, 1956 — Gimli.
Elman Guttormson,
1956, 1958, 1959, 1962 —-
St. George.
Dr. George Johnson,
1958, 1959, 1962 — Gimli.
John Christanson,
1959 — Portage la Prairie.
Oscar Björnson,
1959, 1962 — Lac du Bonnet.
íslenzkir ráðherrar
í Maniioba
Thomas H. Johnson — skip-
aður ráðherra opinberra
verka (Public Works) 1915 og
dómsmálaráðherra 1920. Fyrsti
íslenzki ráðherrann í Canada.
George Johnson, M.D. skip-
aður heilbrigðismálaráðherra
1959; menntamálaráðherra
1963.
John Christianson, velferð-
armálaráðherra 1961.
Fylkisþingmenn
í Saskatchewan
Wilhelm H. Paulson, Wyn-
yard — 1912, margoft endur-
kosinn.
Ásmundur Loptson, Salt-
coats — 1917, margoft endur-
kosinn.
Mervin Johnson, Kinders-
ley, 2—3 kjörtímabil.
Bryan H. Bjarnason, Kel-
vington, — 1964.
íslenzkur iorsælisráðherra
í Briiish Columbia
Byron Johnson kjörinn á
fylkisþingið 1933, 1942, 1946,
New Westminster. Varð for-
sætisráðherra 29. des. 1947,
fyrstur íslendinga utan ís-
lands.
Sambandsþingmenn
í Otlawa
H. Marino Hannesson —
Selkirk, 1925.
Joseph T. Thorson — 1926
Wpg., 1935, 1940, Selkirk.
William Benedickson —
Rainy River 1945, endurkos-
inn 6 sinnum.
Eric Stefanson, Selkirk,
1958, 1962, 1963.
Fyrsii íslenzki Senaiorinn
Gunnar S. Thorvaldson var
skipaður senator í efrideild
Canadíska þjóðþingsins 1958.
íslendingar í ráðuneyii
Canada
Joseph T. Thorson, ráð-
herra National War Services
1940. Fyrsti íslenzki ráðherr-
ann í stjórn Canada.
William Benedickson til
heimilis í Kenora, Ont., var
skipaður ráðherra Mines and
Technical Surveys og er hann
sá eini nú í ráðuneytinu, sem
er af öðrum en engil-saxnesk-
um eða frönskum ættum.
íslenzkir dómarar
skipaðir af Canadasijórninni
Walter J. Lindal, héraðs-
réttardómari í Minnedosa,
Man., 1942.
Joseph T. Thorson, forseti
fiármálaréttar Canada (Ex-
chequer Court) 1942.
Hjálmar A. Bergman, af-
rýunarréttardómari í Mani-
toba (Court of Appeal).
Fyrsii V.-íslenzki
sendiherrann
Jón Pétur Sigvaldason var
skipaður ambassador Canada
til Indonesia 1960 og am-
bassador Canada til íslands
og Noregs 1964.
* * *
Vafalaust vantar einhverja
á þennan lista og þætti okkur
vænt um ef fólk tilkynnti
okkur það. Því miður höfðum
við ekki tíma í þetta sinn að
leita uppi nöfn íslenzkra
stjórnmálamanna í Banda-
ríkjunum en væntum að geta
bætt úr því seinna. Þetta
sýnishorn gefur aðeins til
kynna að íslendingar hafa
látið sig stjórnmál skipta frá
upphafi vega þeirra hér í
Canada. — Þeir sem uppi eru,
munu fagna því að kynnast
æðzta stjórnmálamanni ætt-
þjóðar sinnar, íslands.
HUGHEILAR ÁRNAÐARÓSKIR
til allra íslendinga á þjóðminningardaginn
THORVALDSON NURSING HOMES
LIMITED
5 and 7 Mayfair Place, Winnipeg, Man.
"A COMPLETE NURSING SERVICE"
Professional Care in a Home-Like Atmosphere
MRS. T. R. (LILJA) THORVALDSON, Matron