Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1964 5 Forsætisráðherrafrú íslands og börn þeirra hjóna FB — Reykjavík, 13. júlí. — Ég er mikið farin að hlakka til Kanada-ferðarinnar, sagði frú Sigríður Björnsdóttir, kona dr. Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, þegar ég náði tali af henni í dag á heimili þeirra hjóna að Háuhlíð 14 hér í borg. Eins og kunnugt er hefur Islendingdagsnefndin boðið þeim hjónum til Kanada í tilefni af 75 ára afmæli íslendingadagsins í Kanada, og leggja þau af stað frá Reykjavík 31. júlí, en ferðin mun taka þrjár vikur. Frú Sigríður og dr. Bjarni giftu sig árið 1943, en þá hafði forsætisráðherrann þegar gegnt embætti borgarstjórans í Reykjavík frá því árið 1940. Hann var fyrst skipaður í ráð- herraembætti árið 1947, og hefur síðan verið ráðherra, að undanskildum árunum 1956 til 1959. En það er líka mikið starf að vera ráðherrafrú, og því fylgja margar skyldur, og um þetta spurðum við frú Sigríði lítillega í dag. — Þetta er allt öðru vísi hér á landi en erlendis, sagði frú Sigríður. Hér taka konurnar ekki eins mikinn þátt í stjórnmálum og þær gera víðast hvar erlendis. Ég reyni nú samt að fara með manninum mínum eins mikið og ég get, og tíminn leyfir. — Forsætisráðherra þarf oft að taka á móti gestum, hvort haldið þér veizlurnar hér heima fyrir, eða í ráðherra- bústaðnum? — Ég vil heldur hafa veizlurnar hér heima, ef fólkið er ekki of margt. Mér virðist útlendingum þykja meira í það varið, að fá að koma heim á heimilin heldur en koma í samkvæmi annars staðar. — Virðist yður þetta vera eins annars staðar, þar sem þér hafið komið? —: Nei, þar er yfirleitt ekki farið með gestina heim á heimilin, nema fólk sé farið að þekkjast eitthvað meira, og þá litið á það sem sérstakt vinafólk. — Er ekki erfitt að samræma hlutverk ráðherrafrúr hlutverki húsmóður og móður? — Ekki finnst mér það. Áður fyrr höfðum við alltaf vinnustúlkur, en svo var ekki lengur hægt að fá íslenzkar stúlkur og nú hefur enginn ráð á því að hafa hjá sér útlend- ar vinnustúlkur. Börnin eru líka orðin svo stór, að þau geta séð um sig sjálf, þegar við þurfum að fara út á kvöldin. Við eigum fjögur börn, Björn, sem tók stúdentspróf í vor, og fer með okkur til Kanada, sem ritari föður síns, Guðrún 18 ára, sem ætlar að vera ráðskona á meðan við erum í burtu. Svo er Valgerður 14 ára og vinnur í kirkjugörðunum í sumar í garðvinnu og að lokum er Anna, sem er 9 ára. — Að lokum langar mig til að spyrja, hvort þér eigið nokkra ættingja vestan hafs? — Nei, ekki held ég það. Foreldrar mínir voru báðir héðan af Suðurlandinu, og ég veit ekki til þess að við eig- um nokkuð skyldfólk í Kanada, aftur á móti á maðurinn minn skyldmenni þar, sem hann hefur haft samband við, og sumt af því hefur meira að segja komið hingað til lands í heimsókn síðustu árin. Frú Sigríður ætlaði að bregða sér að Þingvöllum síð- degis í dag, svo við höfum þetta ekki lengra. Þar geta þau hjónin hvílt sig eftir annir dagsins úti í náttúrunni, og hvergi er fegurra en á Þingvöllum í góðu veðri. SAGA ÍSLENDINGADAGSINS Framhald frá bls. 1. Hálíðin Skrúðgangan og hátíðin vakti feikna mikið athygli í Winnipeg, enda var hún fjöl- menn og margir íslenzkir gestir úr nýlendunum, svo sem Nýja íslandi, en þó eink- um frá Dakota. Þar voru og margir boðsgestir annara þjóðerna, eins og Hon. Schultz, fylkistjóri Manitoba, Mr. Taylor Bandaríkjakon- súll, Mr. Green Danakonsúll, Mr. Scarth M.P., Mr. Bennett tollgæztlustjóri, Mr. Hesp- ester konsúll Þjóðverja, Mr. Metcalfe M.P. frá Ontario og fleiri. og ástæður hinna ýmsu þjóð- flokka, sem hér eiga heima, hlýtur að hafa fundizt þessi íslenzka prósessia líkjast nokkurskonar yfirnáttúrlegri opinberun. Að því er stærð- ina snertir, þá var prósessían ein sú helzta af þeim, sem farið hefir eftir götum Winnipegborgar, og vér minnumst ekki neins slíks mannsafnaðar hér í landi, sem jafnazt hefir á við þenn- an að því snertir hin almennu merki velmegunar og mennt- unar og góða reglu. Auk þess sem íslendingar eru að töl- 2 ágúsl 1890. unni einn af hinum þýðingar- mestu þjóðflokkum í Mani- toba, þá eru þeir jafnframt meðal hinna menntuðustu og framfarsömustu.“ Og svo fer blaðið fögrum orðum um ein- kenni og menningu íslend- inga yfir höfuð. — Fólkið út í nýlendunum las fréttirnar um íslendingadag- inn með hrifningu og spurði þá, sem þar höfðu verið spör- unum úr, en hét á sjálft sig, ef hægt yrði næsta sumar að bregða sér á íslendingadag- inn í Winnipeg. Hér fylgjir fyrsta kvæðið sem ort var fyrir minni Vest- urheims: Forseti setti hátíðina með ræðu og mælti bæði á íslenzku og ensku, og bauð alla vel- komna. Þá lék lúðraflokkur- inn þjóðhátíðarlagið: Ó, guð vors lands. Næsta var flutt og sungið kvæði Jóns Ólafssonar Já, vér elskum ísafoldu. Einnig mælti Jón fyrir minni Islands í forföllum Gests Pálssonar. Þá var lesið og sungið kvæði Einars Hjör- leifssonar (Kvaran) fyrir minni Vesturheims; Önnur lönd með ellifrægð sig skreyia en séra Jón Bjarnason hélt ræðuna. Eggert Jóhannson flutti ræðu á ensku fyrir minni gestanna, en þeir svör- uðu með vinsamlegum orðum í garð íslendinga. Eitthvað mun fleira hafa farið fram af frumsömdum kvæðum og ræðum á hátíð- inni, auk þess sem mikið var sungið, ýmsar íþróttir leiknar svo sem hlaup, stökk, glímur, kappróðrar og að lokum dans kl. 8. Minni Vesturheims Önnur lönd með ellifrægð sig skreyta, æfalöngu dauðum kappa-fans, út í dimma fornöld lýsa’ og leita lífsins perlum að og heiðurs-krans. Þú ert landið þess er dáð vill drýgja, dýpst og sterkast kveður lífsins brag. Þú ert land hins þróttarmikla’ og nýja. Þú varst aldrei frægri’ en nú — í dag. Önnur lönd í kónga-dýrð sig dúða, dýrast meta fágað líf í sal. Hjer er starfið skærara’ öllum skrúða, skýrast aðalsmerki snót og hal. Hjer er frelsið lífsins ljúfust sunna, líka fólksins öruggasta band. Allir þeir sem frelsi framast unna fyrst af öllu horfa’ á þetta land. Vesturheimur, veruleikans álfa, vonarland hins unga, sterka manns, fyll þú móð og manndáð okkur sjálfa móti hverjum óvin sannleikans; lypt oss yfir agg og þrætu-dýki upp á sólrík háfjöll kærleikans. Vesturheimur, veruleikans ríki, vonarland hins unga, sterka manns! Hátíðin fór hið bezta framm og heppnaðist vel, enda var góðum mönnum á að skipa. Hún vakti ekki einungis ís- lendinga, stillti hugi þeirra saman og magnaði þá nýjum íslenzkum eldmóði, heldur vakti hún einnig meðborgara þeirra til fulls athyglis og kynningar á íslendingum, sögu þeirra, þjóðerni og ætt- landi. Ummæli dagblaðanna Manitoba Daily Free Press og Winnipeg Daily Tribune fóru lofsorðum um hátíða- haldið en auk þess fluttu þau bæði ítarlegar ritstjórnar- greinar um ísland og þjóðina. Free Press gat hinnar þús- und ára menningarsögu ís- lendinga, landfundanna fornu, bókmennta og þjóðskipulags þeirra. Var vikið að því hve fljótlega Islendingar hér hefðu samlagast hérlendum mönnum og gefið sig að al- mennum málum, og ekki yrðu þeir minna metnir fyrir það að láta sér þykja sóma að þjóðerni sínu. Tribune hafði meðal annars, þetta að segja: „Mörgum af borgurum þessa bæjar, sem ekki er kunnugt um fjölda Einar Hjörleifsson (Kvaran) Framhald á bls. 6. Winnipeg 1890 Porlage og Main. CONGRATULATIONS . . . to the lcelandic People on the Occasion of the 75th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, Manitoba, August 3rd, 1964. EDWARD'S SHOE STORE (For Quality and Courteous Service) Selkirk — 482-5815 235 Manitoba Ave. Selkirk, Man.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.