Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Síða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1964
SAGA ÍSLENDINGADAGSINS
Framfeald frá bls. 5.
Árið eftir, 1891, var hátíðin
haldin 18. júní í Dufferin
Park með sama sniði og áður.
Árið 1892 var hátíðin færð
aftur til baka til mánudags-
ins 1. ágúst og haldin í Elm
Park. Báðar þessar samkom-
ur voru fjölsóttar enda komu
þar fram úrval ræðumanna
og skálda, en þó mun fjórði
Islendingadagurinn sem hald-
inn var hátíðlegur 2. ágúst
1893 vera talinn með þeim
allra beztu bæði fyrr og síðar.
Það sumar stóð yfir heims-
sýningin mikla í Chicago í
minningu um 400 ára afmæli
Ameríkufundar Christophers
Columbusar. Ráðgert var að
sendur væri maður frá ís-
landi vestur með heillaóskir
og sögusannanir um Ameríku-
fund íslendinga. Þjóðskáld-
inu, séra Matthíasi Jochums-
syni var boðið að sækja sýn-
ingunna, sem fulltrúa íslands.
En að kosta slíka för fékk
litlar undirtektir á íslandi.
Nokkrir Vestur-íslendingar
efndu þá til samskota til að
kosta för skáldsins.
Séra Matthías kom vestur,
flutti sýningarstjóranum í
Chicago ávarp og heillaóskir
íslenzku þjóðarinnar. Þaðan
hélt hann til Argyle- og
Dakota-byggða og síðan til
Winnipeg. Þar flutti hann
ræðu og flutti kvæði á Is-
lendingadeginum fyrir minni
V.-ísl. og hvatti þá eggjunar-
orðum að varðveita íslenzk-
una og brýndi það síðan enn
betur í Bragarbót sinni er
hann sendi þeim vestur.
Hann trúði á mátt málsins
eins og einhvern kyngikraft:
. . . „Það hefir voða þungar
tíðir
þjóðinni verið guðleg móðir;
hennar brjóst við hungri’ og
þorsta,
hjartaskjól þegar burt var
sólin,
hennar ljós í lágu hreysi,
langra kvelda jóla-eldur.“
o. s. frv.
Hann minnist trúarskáldsins
á neyðaröld þjóðarinnar:
. . . „Hallgrímur kvað í
heljarnauðum
heilaga glóð í freðnar þjóðir.“
Tungan:
, , , „Hún er list sem logar af
hreysti
lifandi sál í greyptu stáli,
andans form í mjúkum
myndum
minnissaga farinna daga“.
o. s. frv.
Því miður gefst ekki rúm
til að birta allt kvæðið, en
skáldið lýkur Bragarbót með
þessum ljóðlínum:
Særi ég yður við sól og báru,
særi ég yður við líf og æru;
yðar tungu (orð þó yngist)
aldrei gleyma í Vesturheimi
munið að skrifa meginstöfum
mannavit og stórhug saman!
Andans sigur er æfistundar
eilífa lífið. Farið heilir! —
Heimsókn séra Matthíasar
hafði mikil áhrif á V.-íslend-
inga. Hann færði þeim hjarta-
hlýju engu síður en andagift.
Hvorki fyrr né síðar hefir
heimsótt þá hugljúfari gestur
að heiman.
Fyrsia Fjallkonan frú Sigrún
Lindal.
Ágreiningur
Næstu árin reis ágreining-
ur um það hvort ætti að
halda hátíðina í kringum 2.
ágúst eða 17. júní. Ritstjóri
Heimskringlu Baldwin L.
Baldwinsson mælti með 2.
ágúst en ritstjóri Lögbergs,
Sigtryggur Jónasson með 17.
júní. Stjórnmál og trúmál
blönduðust inn í þessa deilu
og menn skiptust í tvo illvíga
flokka. Fundir voru haldnir
sem urðu svo fjölsóttir að hús
rúmaði ekki fólkið, talið er að
um 1000 manns hafi sótt fund,
sem haldinn var í Albert Hall.
Við Minnisvarðann
Á 75 ára minningarhálíð
landnámsins 1950.
17. júní flokkurinn sagði sig
úr lögum við hinn flokkinn
1898 og sóttu þjóðminngahá-
tíð, sem haldin var í Selkirk
17. júní og árið 1900 sóttu
þeir hátíðina í Argyle.
Þessar deilur urðu til þess
að íslendingadeginum í
Winnipeg hnignaði mjög og
árin 1903 og 1904 var tvísýnt
um framtíð hans. En þó fór
svo að deilur þessar lægði
fyrir tilstilli góðra manna, og
árið 1907 áttu menn úr báð-
um flokkum sæti í íslendinga-
dagsnefndinni og hefir hátíðin
verið haldinn síðan um 2.
ágúst.
íslendingar í öðrum byggð-
um tóku snemma að efna til
þjóðminningahátíða og gera
það enn og hafa margar þess-
ar farið fram um 17. júní
leytið.
Eftir að hætt var að halda
Winnipeg hátíðina handan
við ána í Elm Park, fór hún
fram í River Park í fjölda-
mörg ár, en árið 1932 var á-
kveðið að flytja hátíðina til
Gimli og halda hana sameig-
inlega með Gimlibúum og fer
vel á því að hún sé haldinn á
þessum söguríka stað — vöggu
landnámsins. Hátíðin fer nú
fram árlega í hinum fagra
skrúðgarði Gimli Park.
Fjallkonan
Árið 1924 kom fjallkonan
fram í fyrsta skipti á íslend-
ingedegi vestan hafs og var
það á þjóðminningadeginum í
River Park. Táknar hún
vitaskuld ísland og mælir
hún til hinna útfluttu barna
sinna. Þykir konum hinn
mesti sómi að því að vera
valdar fyrir þetta hlutverk.
Fjallkonan og hirðmeyjar
hennar auka mjög á glæsi-
brag dagsins. Fjallkonan er
leidd til hásætis. í baksýn er
tjöld, sem máluð hafa verið
af listmálaranum Árna Sig-
urðssyni — myndir af íslenzku
landslagi. Tekur þessi upp-
settning sig vel út innan
grenitrjánna. — íslendinga-
dagsnefndin hefir látið prenta
bók með myndum af öllum
konunum sem komið hafa
fram í búningi Fjallkonunnar
frá 1924 til 1964, ásamt rit-
gerð um Fjallkonuna og verð-
ur bókin til sölu á íslendinga-
deginum.
íslendingar reistu mikinn
varða á Gimli í minningu
um landnemanna og var hann
afhjúpaður með viðeigandi
viðhöfn 20. okt. 1935 og síðan
hefir Fjallkonan ávallt lagt
blómsveig við varðan. í ár
leggur forsætisráðherra ís-
lands dr. Bjarni Benediktsson
einnig blómsveig við varðan.
Heiðursgesíir
Það eykur ekki lítið á til-
breitni og aðdráttarafl há-
tíðarinnar ef einn ræðumanna
er langt að komin, ekki sízt ef
það er nafnkunnur maður
frá íslandi, með því er hátíð-
in þjóðminningadagur í fyllri
skilningi. Hún verður þá
einskonar stofnun er samein-
ar Islendinga í eitt. Margir
allkunnustu menn þjóðarinn-
ar hafa verið staddir á ís-
lendingadeginum þessi 75 ár
að beinni eða óbeinni til-
hlutan hátíðarnefndarinnar.
Á fyrstu árum hátíðarinnar
voru hér ritstjórar við viku-
blöðin, skáld og ræðumenn,
nýkomnir að heiman, Einar
Kvaran, Jón Ólafsson, Gestur
Pálsson. Við höfum þegar
minst á heimsókn skáldsins
Matthíasar Jochumssonar.
Hér fara á eftir nöfn nokk-
urra gesta úr fjarlægð er
hafa flutt erindi eða kvæði á
Islendingadeginum:
Dr. Valtýr Guðmundsson,
1896.
Þorsteinn Erlingsson, skáld,
1896.
Jón Helgason, forstöðumað-
ur Prestaskólans, síðan bisk-
up, 1914.
Guðmundur Kamban, leik-
ritaskáld, 1916.
Einar Jónsson, myndhöggv-
ari, 1917.
Halldór Hermansson, bóka-
vörður, 1920.
Einar Benediktsson, skáld,
1921.
Dr. Ágúst H. Bj arnason,
háskólakennari, 1923.
Guðm. Grímson, dómari,
1924.
Einar H. Kvaran, skáld,
1925.
Gunnar B. Björnson, rit-
stjóri, 1928.
Séra Benjamín Kristjáns-
son, rithöfundur.
Dr. Jón S. Árnason, 1931.
Séra Ragnar Kvaran, 1933.
Hjálmar Björnson, ritstjóri,
1936.
Jónas Jónsson, alþingis-
maður, 1938.
Thor Thors, sendiherra,
1941.
Dr. Thorbergur Thorvald-
son, 1941.
Hendrik S. Björnson, 1942.
Séra Pétur Sigurgeirson,
1945.
Séra Eiríkur Brynjólfson,
1947.
Andrew Danielsson, þing-
maður, 1949.
Dr. Thorkell Jóhannesson,
1949.
William Benedickson, þing-
maður, 1951.
Séra Einar Sturlaugsson,
1953.
Dr. Watson Kirkconnell,
1953.
Séra Robert Jack, 1954.
Valdimar Björnsson fjár-
málaráðherra, 1956.
Björn Sigurbjörnsson, akur-
yrkjufr., 1956.
Séra Benjamín Kristjáns-
son, 1957.
Steindór Steindórsson,
menntaskólakennari, 1958.
Joseph T. Thorson, forseti
fjármálaréttar, 1959.
Dr. Simundur Kjartansson,
1961.
Séra Kristján Róbertsson,
1963.
Vitaskuld hafa margir
heimamenn flutt ræður og
kvæði en ekki gefst rúm fyrir
öll þau nöfn.
Einn merkasti íslendinga-
dagurinn sem haldin hefir
verið á Gimli var 75 ára há-
tíð landnámsins 1950. Full-
trúi íslands var Pálmi
Hannesson rektor mennta-
skólans. Hátíðin hófst með
guðsþjónustu sunnudaginn 6.
ágúst og svo næsta dag með
sama sniði og að venju. Fjall-
konan var Mrs. Steinunp
Framhald á bls. 7.
Gengið að Minnisvarðanum, forseii og karlakór í broddi
fylkingar.