Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Side 11
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLf 1964
11
Gamli bærinn á íslandi
sér í hverju orði. Mig lang-
aði til að segja Jóni sitt af
hverju, sem ýtti við sjálfs-
álitinu í honum, en allt sem
ég gat sagt, var að þakka
fyrir boðið — og neita því.
Stundum, þegar maður er
glaður og ugglaus, á sér eink-
is háttar von, dynja á storm-
ar og óveður. Alla æfi verður
mér, held ég, minnisstæður
síðasti áhyggulausi, og í raun-
inni glaði dagurinn, sem ég
átti í foreldrahúsum. Við Þor-
geir bróðir minn vorum á
leiðinni á stekkinn, hlógum
og spjölluðum og vorum hin
glöðustu, fundum ekkert til
svefns eða þreytu, þótt við
hefðum vakað alla nóttina
við að hjálpa piltunum að
pakka ull og koma þeim af
stað í kaupstaðinn. Foreldrar
okkar lögðu af stað um kvöld-
ið og riðu á undan lestar-
mönnunum, sem fóru í hóp
frá þremur næstu bæjunum.
Þegar allir voru farnir, kom
okkur ekki til hugar að fara
að sofa, og í stað þess hituð-
um við okkur kaffi og vökt-
um svo úti í bjartri nóttinni,
þangað til mál var að fara á
stekkinn, því að enn var ekki
búið að færa frá. Þegar við
vorum komin niður á stekkj-
armelana, sáum við ærnar á
víð og dreif suður um allt
nes, sem lá langar leiðir slétt
og grasi gróið meðfram ánni.
Okkur gekk greitt að hóa
saman ánum, og þegar við
höfðum hleypt lömbunum út
úr stekknum, voru þær ekki
lengi að jarma sig saman við
þau. Þá var eftir að koma
sér saman um, hvort okkar
skyldi verða eftir hjá ánum,
meðan þær væru að stillast í
haganum. Það féll í minn hlut,
og þegar ég var orðin ein eft-
ir, settist ég á lækjarbakkann
sunnan við stekkinn og hlust-
aði á skvaldrið í læknum.
Fuglarnir sungu hver í kapp
við annan ættjarðarsöngva
sína með fegurri og innilegri
blæ, heldur en hljómsveit
Barroclaugh’s tókst að ná úr
íslenzku þjóðsöngvunum í
dag.
Ég raulaði lágt fyrir munni
mér vísuna „Nú sé ég og
faðma þig, syngjandi vor“, og
mér fanst allt líf taka undir
með mér. Skyldi nokkurs
staðar vera eins fagurt og hér
heima í íslenzkri sveit? Og þó
þráir maður lengra út. Ég
reytti nokkra maríustakka og
fleygði þeim í lækinn. Straum-
urinn hreif þá og bar þá á-
leiðis til árinnar. Skyldu þeir
allir komast? Ég stóð á fætur
og hljóp niður með læknum,
til að sjá hvað um þá yrði.
Skammt í burtu, neðar í
læknum, hafði einn stakkur-
inn lent í hringiðu og flaut
án afláts hringinn í kring um
svolítinn stein. Nokkru neðar
flaut annar í svolitlu lóni,
sem myndaðist út úr læknum
og átti þaðan aldrei aftur-
kvæmt. En sá þriðji barst
með straumnum alla leið ofan
í ána, og eftir skamma stund
var hann horfinn mér sjón-
um — á leið til hafs. Hvað
skyldi hann komast langt? í
huganum líkti ég laufunum,
sem hvergi komust, við sjálfa
mig. Hér sat ég um kyrt í
tilbreytingaleysinu og lang-
aði þó svo ákaflega mikið til
að sjá mig eitthvað um í
heiminum, og sitja ekki á
sömu þúfunni alla æfi. En
eldra fólkið getur ekki skilið
það — það er svo ánægt með
að sitja um kyrt og halda
öllu í sömu skorðum. Hér
hafa foreldrar mínir búið og
afar og ömmur langt fram, og
það er eins og þau fylgi jörð-
inni — andi þeirra ráði yfir
okkur. Svona hafa þau hugsað
og stjórnað, svona á allt að
halda áfram í sömu áttina.
Og svo koma raddir náttúr-
unnar, raddir vorsins og
syngja með ungkrafti gróand-
ans óró inn í huga og hjörtu
okkar, sem yngri erum.
Hvergi heyrist kallið skýrara
en í einveru úti í bjartri
sumarnóttinni. Og ég hélt
heimleiðis, drukkin af vorinu,
fegurðinni og sjálfstæðis-
þránni, glöð og örugg. En það
stóð ekki lengi, því að ég
komst í verulega ónáð við for-
eldra mína fyrir að vilja ekki
eiga Jón í Hvammi. En ég
hélt mínu til streitu, að fá að
fara eitthvað burtu áður en ég
byndi mig alla æfi. Ég sagði
þeim, að mig langaði til
Ameríku, þangað gætu æfin-
lega allir farið, sem á ein-
hvern hátt ættu heima utan-
garðs í félagslífinu. í fyrstu
sagði ég þetta eins og hverja
aðra fjarstæðu, til að láta þau
finna að ég kysi allt heldur
en að fara að Hvammi, —
jafnvel Ameríkuferð. Mér til
undrunar gáfu þau eftir, að
ég færi vestur, frekar en til
Hafnar, sem mig langaði þó
mest til. Hefir þeim líklega
hugkvæmst, að óyndið þar
opnaði á mér augun og ræki
mig bráðlega heim aftur. Svo
varð það loks að samkomu-
lagi, að ég færi vestur svo
sem árlangt, og yrði að ein-
hverju leyti hjá frændfólki
mínu hér vestra. En Jón átti
ég að hafa í huga og það, að
koma heim aftur. Og nú hefi
ég dvalið hér nokkra mánuði,
Greetings to our many
lcelandic Friends
FROM
A
FRIEND
eða síðan í haust sem leið, og
er ef til vill í enn meiri vanda
stödd en nokkru sinni fyrr
gagnvart foreldrum mínum
og loforðinu um að koma aft-
ur heim.
Þarna bregður Unu aftur
fyrir. Ég sé, að hún er að
svipast um eftir mér, svo að
ég stend upp og veifa til henn-
ar. Hún kemur og spyr mig
góðlátlega, hvort mér leiðist,
því ég sitji hér ein, en sé ekki
með unga fólkinu, sem fari nú
bráðum að dansa. Svo bætir
hún við eftir andartak:
„Grímsi minn var að spyrja
um, hvar þú værir. Hann
sagði sig langaði að dansa við
þig verðlaunavalsinn."
Ég horfði á Unu meðan hún
talar. En hvað sonur hennar
er líkur henni. Munurinn er
aðeins sá, að hann er glaður
og frjálsmannlegur í látbragði
og tali, en hún þvinguð og
hæglát. En það glaðnar æfin-
lega yfir henni, þegar hún
minnist á Ásgrím, — svipur
hennar breytist, og það er
eins og gleðin komi innan frá,
svipað því og þegar greiðir til
fyrir sól á þéttskýjuðum
himni. Og hví skyldi hún ekki
brosa og vera glöð, þegar
hún hugsar um þennan mann-
vænlega og vel gefna son
sinn? Ég verð að passa mig,
að láta ekki gleðileiftrin sjást
í svip mínum og augum við
að heyra, að hann væri að
leita að mér, til að bjóða mér
í dansinn. Ég svaraði því engu,
en sagði Unu, að ég hefði
skemmt mér ágætlega í dag;
en margt, sem ég hefði hlust-
að á, ætti ég erfitt með að átta
mig á, eins og til dæmis
þessa miklu föðurlandsást,
sem kvæðin og ræðurnar
báru með sér, og nærri því
Compliments of . . .
WILSON'S CONFECTIONERY
See Us! Your Headquarters for
ICELANDIC SKYR AND BREAD
SPruce 5-9334
589 Sargenl Ave.,
Cor. Sherbrook St.
ÁRNAÐARÓSKIR . . .
lil íslenzkra viðskiplavina
DOMINION VARIETY STORE
908 SARGENT AVE. near LIPTON
— Men's, Lodies' and Children's Wear —
Phone SPruce 4-0901
GREETINGS TO ALL OUR ICELANDIC FRIENDS
ON THIS THEIR NATIONAL HOLIDAY
ISIORTH
AMERICAN
LUMBER
& SUPPLY CO., LTD*
HEAD OFFICE
FORT STREET at ST. MARY AVENUE
WINNIPEG, MANITOBA
SELKIRK • WINNIPEG BEACH • GIMLI • ARBORG
• STONEWALL
Compliments of
$. E. JOHNSON LTD.
PLUMBING & HEATING
MECHANICAL CONTRACTORS
640 McGEE ST. PHONE SPruce 4-1607
HAMINGJUÓSKIR . . .
ASGEIRSON
PAINT & WALLPAPER LTD.
SUnset 3-4322 and SUnset 3-5967
698 Sargent Ave. WINNIPEG
GREETINGS TO ALL OUR ICELANDIC FRIENDS
ON THIS THEIR NATIONAL HOLIDAY
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAOE, forstjóri
N.W. CHAMBERS and HENRY
WINNIPEG SPruce 5-0481
For The Best In Bedding . . .
GLOBE
• BEDS
• SPRINGS
• MATTRESSES
• CHESTERFIELDS
• DAVENPORTS AND CHAIRS
• CONTINENTAL BEDS
• COMFORTERS
• BEDSPREADS
• PILLOWS AND CUSHIONS
GLOBE BEDDING
COMPANY LIMITED
WINNIPEG CALGARY