Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Qupperneq 27
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1964
27
ÍSLENZKUR HUGVITSMAÐUR
Það, sem dýrin sjá ekki
Það líður varla sá dagur
sérstaklega á vetrin að ekki
fréttist um ægilega eldsbruna,
er valdið hafa mannatjóni og
eignatjóni; sorglegast er að
heyra um öll þau börn, sem
farast árlega í hinum tíðu
húsbrunum vítt um landið.
Orsakir til húsbruna eru
margvíslegar en ein sú al-
gengasta er, að kreosót og
tjara sem safnast fyrir í reyk-
pípum og strompum, logar
upp og hitinn verður svo
mikill að út frá þeim kviknar
í húsinu, eða frá neistum úr
strompinum.
Það var fyrir þremur ára-
tugum síðan að íslenzkur tin-
smiður í Selkirk, Þorkell
(Kelly) Sveinson, hjálpaði ná-
granna sínum við að slökkva
eld í húsi hans sem kviknaði
út frá strompinum. Fór Kelly
þá að hugsa um, að ef hægt
væri leiða út reykinn án þess
að hann kólnaði myndi ekki
safnast eldfimt efni í stromp-
inum. Hann bjó nú til stromp
og fóðraði hann með ein-
angrunarefni. Hann lét reyk-
háfinn fyrst í sitt eigið hús og
reyndist hann ágætur.
Fyrstu árin var hann einn
við að smíða þessa reykháfa.
Hann fékk einkaleyfi fyrir
uppfinningu sinni 1941. Eftir-
spurnin varð meiri en fram-
Kelly Sveinson
leiðslan. Þegar Winnipeg In-
dustrial Development Board
viðurkenndi kosti þessara
reykháfa myndaði Kelly fé-
lag með syni sínum Kelly Jr.
og fimm Winnipeg viðskipta-
mönnum, Selkirk Metal Pro-
ducts Ltd. og var nú reist
verksmiðja J Winnipeg með
nýjustu tækjum til að fram-
leiða reykháfana og svo önn-
ur í Brockville, Ont. og síðan
í Edmonton. 22 maí 1964 var
skýrt frá því í dagblöðunum
að milljónerafélag í Banda-
ríkjunum væri orðið eigandi
að Selkirk Metal Products
Ltd. fyrir 2 milljón dollara.
Sennilega hefir þessi upp-
f i n n i n g hugvitsmannsins
Kelly Sveinsons fyrirbyggt
mörg mannslát af völdum
eldsvoða og mun gera það í
framtíðinni.
Þorkell (Kelly) er sonur
Sveins Kristjánssonar bónda
að Framnesi í Víðirnesbyggð
og Veroniku Þorkelsdóttur.
Hann kvæntist Jóhönnu
Eggertsdóttur Sigurðssonar.
Þau áttu lengst af heima í
Selkirk, en nokkur ár í
Winnipeg. Þau eignuðust sjö
myndarleg börn og er mikill
ættleggur frá þeim komin.
í þá daga
Margrét Jónsdóttir á Stétt-
um hafði fyrr á árum búið
skamma hríð með Gísla Gutt-
ormssyni í Hafliðakoti. Á efri
árum sínum lýsti hún þeirri
sambúð með svofelldum orð-
um:
„Ef maður hugsaði, að
þetta ætlaði eitthvað að fara
að gjóa til manns, þá gaut það
upp á mann kolmórauðu aug-
anu. En maður þoldi það nú
illa í þá daga“.
Stundum ættum við menn-
írnir að minnast þess, að við
vitum ekki, hvernig veröldin
lítur út í augum meðlima
dýraríkisins. Við höfum nefni-
lega tilhneigingu til að halda,
að skepnurnar, þessir mál-
lausu vinir okkar, hafi ná-
kvæmlega samskonar sjón og
við sjálf. En ef við fengjum
skyndilega að sjá umhverfið
með augum hunds, fugls eða
hests mundum við verða
furðu lostin.
Sjónfæri og heili eru mjög
nátengd. Til þess að dýr sjái
vel, eða réttara sagt vinni vel
úr því sem þau sjá, þarf
heilinn að vera nokkuð þrosk-
aður.
Ekkert dýr getur séð í
myrkri, ekki einu sinni kött-
urinn eins og almennt er hald-
ið. Til þess að sjá og verða
séður er ekki mögulegt nema
ljós sé til staðar. Birtan er
griðarlega mikilvægur þáttur
hjá dýrunum, og hver tegund
leitar eftir því birtustigi, sem
hæfir henni.
Flestar skepnur, sem halda
ekki kyrru fyrir á nóttunni,
hafa augu, sem glampar á í
myrkri. Sjáöldur þessara
næturröltara, eins og kattar-
ins, eru sérlega viðkvæm
fyrir birtu og ljósi. Fyrir
þeim er veröldin frá um næt-
ur en mjög björt á daginn.
Margir fiskar hafa þróað
með sér fyrirtaks sjón, og
sumir þeirra geta greint liti,
en það er mikill kostur.
Búddatrúarmenn fornaldár-
innar völdu sér fisk að tákni
fyrir aðgát þeirra gegn freist-
ingum vegna þess að fiskaugu
lokast aldrei. Fiskar hafa sém
sé engin augnalok. Augu
þeirra eru fremur flöt og net-
himnan illa þroskuð — nema
í laxi og þorski — en regn-
bogahimnan ber oft fallega
liti. Fiskarnir geta hreýft
augun ofurlítið, og þar sem
þau eru oftast beggja vegna
á hausnum, er sjónsviðið tals-
vert.
Snákarnir hafa komizt frain
fyrir fiskana í því að með
þeim hafa þróazt augnalok,
en þau eru mjög þunn, og við
þau er áfast gagnsætt hreist-
ur, sem þekur sjónflöt aug-
ans. En með aldrinum kemur
ský á þetta hreistur og deyfir
sjónina. En hinn góði heili
snákanna gerir meira en að
bæta upp þetta sjóntap.
Fuglarnir eru komnir langt
fram úr okkur mönnunum
hvað gæði og fegurð augn-
anna snertir. Langdrægi sjón-
ar þeirra og skarpleiki er
undrunarvert, einnig aðlögun-
arhæfni augnanna. Sérstak-
lega eru gammar og haukar
frægir fyrir góða sjón, og án
efa sjá uglur og aðrir nætur-
fuglar betur en mannfólkið.
WITH COMPLIMENTS OF
SIGURDSON FISHERIES LTD.
PRODUCERS OF LAKE WINNIPEG FISH
Dealers In
Allis Chalmers Farm Machinery — North Star Oil
Johnson Outboard Motors
TELEPHONE 378-2456
RIVERTON MANITOBA
MADE RIGHT HERE IN CANADA
BLUENOSE
NYLON GILL NETS
MADE WITH
— Our Patented Johnson Knot* guaranteed slip-proof
knots
— High wet mesh tensile strength
— Soft laid twines for good gilling
— Uniform Meshes
— "Polyfilled" synthetic sideline
— Textured nylon seaming twine
Bluenose Netting & Twine Ltd.
DRUMMONDVILLE QUEBEC
‘Canadian Patent No. 528130