Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Qupperneq 29
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1964
29
Um atvinnu vegina er indælt að ræða
uppsprettulindina jarðneskra gæða,
hvar gullið má heita sé grafið úr foldu
og gimsteinar dýrmætir tíndir úr moldu. —
Þar er Johnson sem verslar með klæði og klúta,
með kápur og svuntur og skýlur og strúta
með tvinna og silki í treyjur og kjóla
og talsvert af gjöfum til nýárs og jóla. —
Þá er Thomas með gullið og glingrið og kétið,
svo geti menn hvortveggja, prýtt sig og étið
og Finny með alskonar fínustu rétti,
með fatnað og leirtau og glasvöru setti. —
Þá er Paulson & Company’s pjátur og blikk
og pottar og ofnar sem fást fyrir slikk
og Fredericksons verslan með skyr og skökur
með skótau og mölbrotnar soda-kökur. —
Þá er Rebrekka, háöldruð heiðurs-frú
sem hafði til forna mikið bú —
en hefir nú sest í helgan stein
og hvílir með því sín lúin bein
að selja rúsínur, sykur og tólk
sitja yfir konum og bera út mjólk.
Fái þeir kvalir og kveisu-sótt
af kýrhausa áti, um miðja nótt
þeir hlaupa eftir Sigurði hómópata
og hafa svo óðar fengið bata.
En þar þarf hann einn að vera við,
ef veikin hleypur í kvennfólkið.
Hér er enginn með mönnum sem ekki hefir kú
enda þó hann sé vinnuhjú;
og mjólkin er borin í dunkum og döllum
eða dregin um strætin af aflóga körlum.
Úr mykjunni byggja þeir háa hóla
þar heygja þeir nafnfræga kúasjóla.
Hér eru íslenskar stúlkur svo blíðar og bjartar
að betur ei neitt undir sólunni skartar.
Þær eru alt eins og verur sem alheimnum stjórna
og ungir og gamlir sé skyldir að fórna
og viljinn er lögmál sem veröldin hlýðir
en vanginn er blómstur er þjóðflokkinn prýðir. —
S. J. SCHEVING,
Ort í jan. 1890.
LOFTIÐ EINS OG SORPRÆSI
Maðurinn getur lifað án
matar í fimm vikur og án
vatns í fimm daga, en hann
kemst ekki af án lofts í fimm
mínútur. Loftið er sem sé
mikilvægast allra frumefna,
og maðurinn notar frá fæð-
ingu til hinzta andardráttar
um tíu rúmmetra af lofti dag-
lega.
En frá örófi alda hefur
maðurinn vanizt því að um-
gangast loftið eins og það
væri sorpræsi, og hefur spillt
því með allra handa úrgangs-
efnum, svo sem gasi, ryki,
uppgufun, raka og reyk, segir
í skýrslu sem Evrópudeild
Alþj óðaheilbrigðismálastof n-
unarinnar (WHO) í Kaup-
mannahöfn hefur birt.
Lengi vel hafði þessi vani
ekki í för með sér nein óþæg-
indi, þar sem andrúmsloftið
er vítt og rúmgott, og úr-
gangsefnin voru tiltölulega
umfangslítil og leystust auð-
veldlega upp.
En á seinni árum hefur þessi
spilling andrúmsloftsins sýnt
sig að vera skaðleg fyrir menn
jafnt og skepnur, og einnig
fyrir plöntur og jafnvel bygg-
in'garefni. Við getum hæglega
fylgzt með því, hvernig loftið
sem við öndum að okkur eyði-
leggur veggina í húsum okkar.
Við getum fylgzt með því
hvernig trén á götum stór-
borganna deyja smátt og
smátt. Hvaða áhrif skyldi þá
ekki hið spillta andrúmsloft
geta haft á okkar eigin lungu!
Slys
Til að menn geti gert sér
rétta hugmynd um, hve al-
varlegt ástandið raunveru-
lega er, minnir WHO-skýrslan
— sem samin var á ráðstefnu
heilbrigðis sérfræðinga í
Brussel — á nokkur „loft-
spillingar-slys“, sem átt hafa
sér stað, fyrst og fremst
„slysið“ í Lundúnum 1952,
þegar þétt þoka ásamt hita-
breytingum og stóraukinni
spillingu andrúmsloftsins
leiddi af sér 4000 fleiri dauðs-
föll en venjulega á einum
tveim vikum.
1 borgum Evrópu stafar
spilling andrúmsloftsins fyrst
og fremst af ýmiss konar
brennsluefnum. Eldsneytið,
sem notað er í iðnaði og á
heimilum, er að jafnaði kol,
olía eða gas, og mikið af þess-
um efnum hefur að geyma
brennistein. 1 borgunum eru
benzín- og dísel-knúin öku-
tæki orðin æ umfangsmeiri
orsök til spillingar loftsins.
Hve mikilvæg hin ýmsu
spillingarefni eru, má gera
sér í hugarlund með því að
athuga tölur sem eiga við
París. Þar er gengið út frá, að
50 hundraðshlutar spillingar-
innar stafi frá eldstæðum í
heimahúsum, 25 hundraðs-
hlutar frá úrgangsgasi öku-
tækja, og 25 hundraðshlutar
frá úrgangsefnum iðnaðarins.
Hægt að koma í veg fyrir það
Ráðstefnan í Brussel komst
að þeirri niðurstöðu, að nú
væri hægt að hindra nálega
með öllu spillingu andrúms-
loftsins. Raunhæfar og efna-
hagslegar aðstæður setja því
samt takmörk, sem hægt er að
gera í þessu efni.
Aukin notkun rafmagns
dregur mjög úr spillingu and-
rúmsloftsins. Sama er að segja
um ráðstafanir til að draga
úr brennisteinsinnihaldi gas
og byggingu sérstakra hitun-
armiðstöðva fyrir heil hverfi.
QrL GjuUl (Daif
Alberta
Wheat Pool
The success of a venture, of an organ-
ization or even of a nation depends to
a large degree on the harmony which
exists among those engaged in the
Þessi bragur var flultur á afar fjölmennri samkomu sem
haldin var í Alberl Hall, að viðstöddum öllum þeim. sem
nafngreindir eru; þeir voru vinir höfundarins. „Hann er eitt
af því marga, sem maður hafði sér til gamans á þeim ógleym-
anlegu frumbýlingsárum". segir höfundurinn í bréfi 1927.
— Ritst.
enterprise.
Harmony in a group of any size is a
desirable quality which must be
sought.
Hugheilar árnaðaróskir til allra íslendinga
á þjóðminningardaginn.
LUNDAR MOTOR HOTEL
Now Open — Fully modcrn units with shower, bath ond Television.
"Visit Our Round-Up Room"
On No. 6 Highwoy ond Moin Street, Lundar, Man.
PHONE: 762-5685
Ad. and Val. Scheske, Owners
CONGRATULATIONS . . .
to the lcelandic People on the Occasion of the
75th Anniversary of their Annual Celebration
Day at Gimli, Manitoba, August 3rd, 1964.
QUEEN'S PARK MOTORS
RAMBLER SALES & SERVICE
Rosser and Moin Street, Selkirk, Man.
Phone 482-6034
Service Div. Eveline and Eaton — At The Bridge
Sclkirk, Manitoba Phone 482-5713
Prop. WALTER SKRUPSKI
Manitoba
Pool Elevators
Saskatchewan
Wheat Pool
Harmony in a nation can exist only
when all parts of society are given
free play and when all people freely
participate in the role of citizenship.
People from many lands with diverse
histories have demonstrated, here in
Canoda, that a free society can be
operated; that a new nation of which
all people may be proud can be built
when people accept the opportunity to
harmonize their views and differences.
Canadian Co-operative Wheat Producers, Ltd.
— CANADIAN WHEAT POOLS —
WINNIPEG
MANITOBA