Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Síða 32
32
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1964
Úr borg og byggð
Miss Berlha (Guðbjörg
Julia) Jones sendi ritst. bréf
og minnist þess að hún hefði
verið stödd á fyrsta íslend-
ingadeginum í Winnipeg 1890,
sem haldin var í Victoria
Park. Hún segir meðal ann-
ars, „Indælt veður, alt gekk
að óskum. Þóra systir mín,
nýkomin að heiman, átti af-
mæli þennan dag, var rétt
sautján ára. Margir fóru í
skrúðgönguna í fínum opn-
um kerrum; garðurinn var
rétt austan við ána, það var
allt svo skemmtilegt í þá
daga. Man vel eftir Gesti Páls-
syni — svo laglegur og mesta
prúðmenni — sárt að hann
skildi falla frá svona ungur;
öllum þótti vænt um hann“.
Okkur langaði til að birta
mynd of Miss Jones í þessu
hátíðablaði en því miður
tókst það ekki. Eins og kunn-
ugt er, hefir hún áhuga fyrir
öllum góðum málum íslend-
inga og hefir styrkt þau höfð-
inglega. Hún er systir Jóns
heitins Jónssonar, sem lengi
var forseti Fróns og þó hún
færi frá Winnipeg fyrir 39
árum er sú borg henni einkar
kær. Við árnum henni heilla.
☆
Sveinbjörn læknir Björnson
frá Wilmington, Delaware,
var hér á ferð nýlega ásamt
konu sinni, Helgu og börnum
þeirra. Dvöldu þau nokkra
daga hjá foreldrum hennar
Mr. og Mrs. S. V. Sigurdson
í Riverton og svo hjá frænd-
fólki hans í Winnipeg. For-
eldrar hans Dr. og Mrs. S. E.
Björnson frá White Rock,
B.C. komu að vestan til að
njóta samveru stunda með
þeim, og vera á íslendingadeg-
inum, en þar flytur Sveinn
læknir frumort kvæði. Svein-
björn læknir og fjölskylda
hans héldu heimleiðis um síð-
ustu helgi.
Á þessu sumri eru liðin 65
ár frá því Pétur Tergesen hóf
verzlun á Gimli og eftir hans
dag tóku synir hans við fyrir-
tækinu. „Tergesens“ hefir
jafnan verið með stærstu og
vinsælustu verzlunum Gimli-
bæjar. Til hamingju með
starfsafmælið.
Miss Alda Davidson
Þessi unga stúlka, dóttir
Charles og Guðrúnar David-
son í Santa Patricia, Ont.,
vann í þriðja sinn verðlaun,
The Legion Bursary, fyrir að
vera efst af öllum miðskóla-
nemendum í hennar skóla-
umhverfi í prófunum í vor.
Hún er sonardóttir Mrs. R.
Davidson, Winnipeg og dótt-
urdóttir Ólafs Bjarnasonar á
Gimli og konu hans Feldísar.
☆
Hon. J. T. Thorson gerir ráð
fyrir að sækja íslendingadag-
inn á Gimli 3. ágúst. Þar hitt-
ir hann marga kunningja og
vini, er munu fagna heim-
sókn hans, hann var Sam-
bandsþingmaður Selkirk kjör-
dæmis í mörg ár.
☆
Mr. og Mrs. Vigfús Bald-
winson frá Vancouver eru ný-
komin til Winnipeg í heim-
sókn til sonar síns og fjöl-
skyldu hans og vinafólks. Hér
áttu þau heima í mörg ár.
Þau munu og sækja Islend-
ingadaginn á Gimli.
☆
Þessu hátíðablaði seinkaði
nokkuð bæði vegna þess að
sumt af starfsfólki prentsmiðj-
unnar var í „fríi“ og svo varð
blaðið stærra en ætlað var.
Við treystum því að áskrif-
endur forláti þennan drátt.
Næsta blað kemur væntan-
lega út á réttum tíma, 30.
júlí.
☆
Hirðmeyjarnar. Því miður
fengum við ekki báðar mynd-
irnar af hirðmeyjum fjall-
konunnar í tíma fyrir þetta
blað, og birtast þær í næsta
blaði 30. júlí.
MESSUBOÐ
Fyrsla lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands. Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
11.00 f. h.
Bus Service between Win-
nipeg and Gimli on Aug. 3,
1964.
Leaves Winnipeg — 10 a.m.
Arrives Gimli — 11.30 a.m.
Regular bus leaves
Gimli for Winnipeg 6.00 p.m.
Special Bus — 10.00 p.m.
Glúmur Hólmgeirsson:
Draumur Sigríðar
Faðir minn, Hólmgeir
Þorsteinsson, bóndi, Valla-
koti, var kvæntur Aðalbjörgu
Jónsdóttur, systur Benedikts
frá Auðnum.
Þegar faðir minn dó, var
Benedikt dáinn fyrir nokkr-
um árum, þá 93 ára gamall.
Sigríður, sem dreymdi eft-
irfarandi draum, er dóttur-
dóttir Benedikts. Hún býr á
Ökrum, sem standa að austan-
verðu í Reykjadal, en Valla-
kot að vestanverðu í dalnum
í suðvestur frá Ökrum.
Á milli bæjanna rennur
Reykjadalsá, og er lygn og
alldjúp; var oftast að sumr-
inu sett mjó göngubrú yfir
ána niður við Akra.
Daginn, sem faðir minn var
jarðsunginn var Sigríður las-
in og fór því ekki að jarðar-
förinni. Hún lúrði um daginn
og sofnaði. Þá dreymdi hana
að afi hennar kemur til henn-
ar og segir „Ég skrapp frá
jarðarförinni til að vita
hvernig þér liði.“ Þá dettur
Sigríði í hug brúin yfir ána,
og að ekki væri gott fyrir svo
gamlan mann að ganga hana
(í draumnum man hún ekki
að afi hennar er dáinn), og
segir því: „Gekk þér ekki illa
að ganga brúna?“ En afi
hennar svarar: „Nei, nei, ég er
nú svo léttur á mér núna.“
Skrifað eftir sögn Sigríðar.
Heima er bezl.
ÍSLENDINGADAGSNEFNDIN
efnir til
SAMSÆTIS
til heiðurs forsætisráðherra Islands
dr. Bjarna Benediktssyni og
frú Sigríði Björnsdóttur
Internalional Inn, 1808 Wellington Ave.
Miðvikudaginn 5. ágúst 1964 kl. 7 e.h.
Aðgöngumiðar $4.50
hjá Jochum Ásgeirsson, 126 Lodge Ave. VE 2-4654.
PUBLIC RECEPTION
PROVINCE OF MANITOBA
A public reception in honour of the Prime Minister
of Iceland Dr. Bjarni Benediktsson and Mrs. Benedikts-
son on the occasion of their visit to our province, will
be held in Room 200 Legislative Building on Thursday,
August 6th, between 4:00 and 6:00 p.m. All those wishing
to meet the Prime Minister and his lady may do so by
attending this reception.
íslendingadagurinn
Sjötugasta og fimmta þjóðhátið íslendinga í Vesturheimi
GIMLI, MANITOBA
Mánudaginn 3. ágúst1 1964
Skrúðför hefst frá Johnson Memorial Hospital kl. 11.00 f.h. Blómsveigar lagðir á
minnisvarða landnemanna kl. 11.30 f.h.
FJALLKONAN
FORSÆTISRÁÐHERRA
ÍSLANDS
MRS. ÁSGERÐUR BESSASON
DR. BJARNI BENEDIKTSSON
SKEMMTISKRÁ
1. O Canada
2. ó, Guð vors lands.
3. Forseti dagsins setur hátíðina, Mr. S
Aleck Thorarinson.
4. Ávarp Fjallkonunnar, Mrs. Ásgerður
Bessason.
5. Barnakór Gimli, Stjórnendur. Mrs.
Shirley Johnson, Mrs. Anna Stevens
og Mrs. Guðrún Stevens.
6. Ávörp tiginna gesta:
Ríkisstjórn Canada, Hon. Wm. M.
Benedickson,
Fylkisstjórn Manitoba, Hon. George
Johnson,
Bæjarstjórn Gimli, Mayor Violet
Einarson,
Borgarstjórn Winnipeg, Mayor
Ræðismaður íslands, Mr. Grettir Leo
Johannson,
Þjóðræknisfélag Islendinga í Vestur-
heimi, Rev. P. M. Pétursson.
7. Barnakór Gimli, Stjórnendur: Mrs.
Shirley Johnson, Mrs. Anna Stevens
og Mrs. Guðrún Stevens.
8. Ræða — Canada, His Honor Errick
F. Willis.
9. Scandinavian Choir, Mr. Arthur
Anderson, söngstjóri, Mr. Gunnar
Erlendsson, spilar.
10. Ræða — ísland, Dr. Bjarni Bene-
diktsson.
11. Kvæði, Dr. Sveinn E. Björnsson.
12. Scandinavian Choir.
13. God Save the Queen.
Stephen Juba,
ÍSLENZK GLÍMA. Drengjaflokkur frá Árborg, undir stjórn Steina Eyolfssonar og
Harvey Benson sýnir íslenzka glímu að lokinni skemmtiskrá.
Minjasýning. Munir sem minjasafn Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi og
aðrir hafa góðfúslega lánað verða sýndir í skálanum til kl. 7.30 e.h. Icelandic
Canadian Club annast sýninguna.
KVÖLDSKEMMTUN
Almennur söngur hefst kl. 7.00 e.h. Gústaf Kristjánson stjórnar. Mrs. Jóna Krist-
jánson annast undirleik. — Frægar íslenzkar kvikmyndir gerðar af Ósvaldi Knudsen
verða sýndar í rökkrinu. Myndirnar sem hann hefir góðfúslega lánað nefndinni eru
Askja on fire og Hornsirandir, með ensku tali og HrognkelsaveiSar í Skerjafirði,
með íslenzku tali.
DANS hefst kl. 9.30 e.h.
Johnny and his Musical Mates spila.