Alþýðublaðið - 05.11.1960, Page 2
mm}öT*x. Glsll J. Astþórsaon (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rlt-
flljómar: Sigvaidi Hjáisuirsson og Indri'ði G. f>orsteinsson. — Fréttastjóri:
^jörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíw
£4 906. — Aðsetur: Aiþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis-
ðt»ta 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasi51u kr. 3,00 eint
^tgofandl: Alþýöuflokkurinn. — Framkvæm dastj óri: Sverrir Kj artanssoD
HvaB segir Trygve Lie?
NORSKA STJÓRNIN hefur fengið reyndasta
heimsstjórnmálamanni sínum, Trygve Lie, það
hlutverk að draga erlend fyrirtæki til Noregs, fá
þau til að setja þar upp ný framleiðslufyrirtæki.
I Prátt fyrir þá staðreynd, að Norðmenn verja 35%
, þjóðartekna sinna til fjárfestingar, skortir þá
meira fé, og þeir vilja fá erlent fjármagn. Hafa
þeir allmikla reynslu í þeim efnum, því alúmínum
iðnaður þeirra var þannig byggður, enda þótt
Norðmenn hafi síðar eignazt þær verksmiðjur all
ar. Nú er talað um að fjórfalda alúmíumfram
leiðslu landsins á 10 árum, og hafa fyrirtæki í
Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Frakklandi,
Vestur Þýzkalandi og Svíþjóð áhuga á fjárfest
ingu í Noregi.
Trygve Lie sagði nýlega í sjónvarpsviðtali í
J Osló, að hin erlendu fyrirtæki gerðu ítarlegar
i rannsóknir, áður en þau festu fé sitt, Það væri
ekki gert vegna fegurðar landsins. Hins vegar
aijóta Norðmenn góðs álits í heiminum, og er land
xð talið æskilegt til fjárfestingar af ýmsum sök
Í um. Norðmenn hafa ávallt borgað skuldir sínar,
3 launa og verkalýðsmál eru þar í mjög föstum
j fikorðum, og vinnutap vegna verkfalla mjög lítið.
1 Loks þykja Norðmenn heiðarlegir og ábyggilegir
: í viðskiptum, sagði Trygve Lie.
Hér er frá þessum réttum sagt vegna þess, hve
i mikio er talað um að fá erlent fjármagn til stör
j iðju á íslandi. Að vísu eru mjög skiptar skoðanir
um, hvort það sé yfirleitt æskilegt fyrir íslend
1 xnga. Ýmsir, sem til slíkra mála þekkja, telja að
I við munum geta fengið lánað nauðsynlegt fé til
: að reisa þau mannvirki, sem efnahagskerfi okkar
i getur borið, en risvaxin orkuver og stóriðja á
\ heimsmælikvarða mundi kalla á fjölda erlendra
• verkamanna og valda stórfelldum truflunum á
! efnahagskerfi okkar.
Hver sem skoðun manna er á þessum efnum,
j er athyglisvert hvað Tryggve Lie telur vera kosti
!Noregs, sem erlend fyrirtæki meti mest. Þar er
: efst á blaði jafnvægi í efnahagsmálum og festa í
• launa og kjaramálum. Án þess að koma á slíkri
festu hér á iandi er þýðingarlítið að tala um er
: tenda fjárfestingu. Án slíks jafnvægis erum við
varla sjálfstæðir aðilar í samskiptum við aðrar
þjóðir í efnahagsmálum.
41
Slysavarnadeildin Hraunprýði
| Hafnarfirði.
Fundur verður haldinn þriðjudaginn 8. nóvember
kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu.
i Venjuleg fundarstörf.
Félagsvist og kaffi. STJÓRNIN.
2
,.nov.
1960 — Al|í^ðúblaði|
Nýtt pósthús |
Framliald af 16, síðu. •
ness (aðalverktakar; verjkstj. ^
Guðni Þórðarson), Trésmiðja ^
Guðmundar Magnússonar (inn- s
réttingar), Jóhann Rönning S
(raflagnir), og Sighvatur Einars )
son (pípulagnir). Þakkir fluttu )
fyrir ihönd bæjarins, Daníel Ág- ^
ústínusson, Þórhallur Sæ- •
mundsson, bæjarfógeti, Valdís ^
Böðvarsdóttir, fyrrverandi póst ^
og símstjóri á Aki'anesi, séra ^
Jón M. Guðjónsson og síðast (
þakkaði símstöðvarstjórinn, s
Karl Helgason, öllum, sem S
lagt höfðu hönd á plóginn, S
Akurnesingum skal bent á, •
að öll starfsemi pósts og síma ^
er flutt í þetta nýja hús. — ^
H.S.H. ^
___________________ S
Gerðu upp- j
tækan vöru- \
bílsfarm ^
Berlín. (NTB—AFP). s
Austur-þýzk yfirvöld gerðu \
í ag upptækan enn einn vörubíl, S
sem var á leið frá Vestur-Ber- S
lín til Vestur-Þýzkalands með S
radíóefni. Voru í bílnum radíó- )
senditæki og loftnet frá út- )
varpsverksmiðju { estur-Ber- )
lín. ^
Frá 1. nóv. verða salirnir til afnota fyrir
einkasamkvæini, allskonar veizluhöld og
fundi.
Sérstök áherzla verður lögð á ljúffengan
mat og drykki. Góð þjónusta og vönduð
í öllum viðskiptum.
★
Hin nýstofnaða veizluhljómsveit
JOSE M. RIBA,
sem «r fastráðin hljómsveit
hússins, mun leggja sérstaka
áherzlu á að gera gestum til
hæfis.
★
Meðlimir hljómsveitarinnar eru allt kunnir hljóð-
færaleikarar, en það eru þeir:
Reynir Sigurðsson, víbrafónleikari,
en hann leikur einnig á harmonikku,
bassa og celló.
Guðjón Pálsson, píanóleikari
Sverrir Garðarson, trommuleikaii og
Hljómsveitarstjórinn er svo spánverjinn góðkunni
RÍBA er leikur á saxafón, klarinett og fiðlu.
ATH. Pöntunum veitt móttaka í súna 15533.
S
s
s
s
s
s
,s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
c
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Hannes
h o
r n i n u
ýV Lög unga fólksins hafa
verið flutt á óheppileg
an tíma.
ýV >Vér mótmælum allar‘,
segja þrjár starfssyst
ur.
ýý Engar endurhættar
síðari fréttir.
Eftirlit með skemmti
samkomum.
ÞRJÁR STARFSSYSTUR skrifa
mér: „Viltu vera svo góður og
mótmæla j»ví fyrir okkur unga
fólkið, að þátturinn, sem nefnd
ur hefur verið „Uög unga fólks-
ins“, skulj vera flultur til frá
þriðjudagskvöldum til síðdegis
á laugardögum.
ÞESSI ÞÁTTÍJR hefur verið
mjög vinsæll og satt bezt það
eina, sem hlustandj hefur verið
á í dagskránni s þriðjudögun:.
Þetta er þó ekki aðalatriðið. Við
vinnum til dæmis alla laugar-
•daga og getum þá ekki hlustað,
Við getum aðeins hlustað á
kvöldin. Lög unga fólksins á
þriðjudagskvöldum hafa alltaf
verið okkur tilhlökkunarefni —
og við verið heima. Nú hefur
liann verið tekinn af okkur. Er
ekki hægt að fá þessu breytt
aftur?“
HLUSTANDI skrifar: „Vil-
hjálmur Þ. Gíslason sagði í boð-
skap sínum, að ákveðið væri að
vanda betur til síðari frétta nú
en áður — og yrði það t. d. gert
til þess að bæta þeim upp, sem
ekki gætu hlustað kl. 7.30. Stutt
ur tími er liðinn síðan útvarps-
stjóri talaði þessi orð, enda þetta
loforð enn ekkj komið til fram-
kvæmda. Sl. sunnudagskvöld
voru aðeins „endurteknar frétt-
ir“ og styttar frá því fyrr um
kvöldið. Vitanlega eru ýmsar
nýjungar í heimsfréttum á tíma-
bilinu frá kl. 18 til kl. 22.“
ÞESSI ÚTVARPSGAGNRÝNI
verður að nægja í dag, en vel
má þakka þjóðsagnaþátt Stef-
áns. Jónssonar á sunnudagskvöld
•— og þó sérstaklega síðasta hluta
hans.
PÉTUR SKRIFAR: „Frá blöð
um og útvarpi liafa borizt hroða
legar lýsingar á skemmtisam-
komum, einkum í hinum nýju,
glæsilegu félagsheimilum sveit-
anna. Samkvæmt þessum frá-
sögnum er hleypt inn á þessar
dansskemmtanir börnum og
unglingum allt frá 12 ára aldrei,
og drykkjuskapur sagður keyra
svo úr hófi, að hvergi á byggðu
bóli munu dæmi finnasi til ann-
arc eins. Lögreglueftirlit er sára
lítið, enda fær ósóminn, tarenni-
vínssala, fyllirí og lauslæti að
þróast þarna hömlulaust
ÞAÐ ER BANNAÐ að hleypa
yngri unglingum en 18 ára inn
á opinberar dansskemmtanir og
er talið að þetta bann sé haldið
í Reykjavík. í sveitunum er því
borið við, að ómögulegt sé að
halda uppi þessu banni vegna
skorts á eftirliti. En hvers vegna
þarf að vera slíkur skortur á
eftirliti frekar í sveitum en bæj-
um? Ekki ætti að vera frágangs
sök að ráða nægilega marga eft-
irlitsmenn í sveitunum, sem
j undir stjórn þjálfaðra lögreglu-
þjóna gætu haldið uppi fullkom
inni reglu og rekið fyllirafta og
börn heim til sín. En þeltu
mundi kosta peninga, og ágjarn
ar sveitastjórnir nota félagsheim
ilin sem féþúfu og „skeyta
hvorki um skömm né heiður1,
þegar fjárvon er annars vegar.
ÞÁ ERU HIN TÍÐU umfeið-
arslys orðin alvarlegt vandamá],
Flest stafa þau af brotum á um-
ferðarreglum og skorti á nægi-
legu eftirlili. Allt ber hér að
sama brunni. Það er ekki unnt
að halda uppi viðunandi reglu í
landinu, nema fjölga lögregiu-
mönnum stórkostlega. A með'an
meginhluti þjóðarinnar bjó í
sveitum og samgöngur voru
tregar, þá var hægt að komast
af án mikilla vandræða þó lög-
gæzlan væri ekki mikál, einn
eða tveir lögregluþjónar í
stærstu bæjum, og svo hrepp-
stjórar. í sveitum, sem þá gátu
sinnt því starfi betur en nú, þeg
ar mestur tímj þeirra fer í alls
konar skýrslugerðir og umboðs-
störf, alveg óviðkomandi lög-
gæzlustörfum.
ÞAÐ ER AÐKALLANDI að
endurskoða lögreglumálin. Stór
fjölga löggæzlumönnum og
skipa yfirstjórn þessara mála
með allt öðrum hætti en nú
tíðkast.11
Hannes á horninu.