Alþýðublaðið - 02.12.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.12.1960, Blaðsíða 2
■WJörai. GlsU J. Astþórsaan (áb.) og Benedlkt Gröndal — rullmmr rlt- 9Uðmar: Sljgvaldl Hjálnarsson og Indriöl G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl: SJOrgvin Guömimdsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasín*..1 84 00*. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hveríls- flata 8—10. — Askriftargjaid: kr. 45,00 á mánuðl. f Iausastlu kr. 3,00 eint ðtMQÍandl; Alþýðullokkurlnn. — Framkvæmdastlórií Sverrlr Kjartansson Að spara sjálfstæðið | ÞEGAR fjármál ríkisins eru til umræðu, bregzt i það sjaldan, að raddir heyrast um fækkun sendi' \ ráða og niðurskurð á utanríkisþjónustu í sparn- Í aðarskyni. Þessi tilhneiging er ekki aðeins hjá - sjórnarandstöðunni, heldur heyrist nú frá stærri | stjónarflokknum, sem þó lét slíkt kyrrt liggja, er 1 hann fór með utanríkismál af myndarskap um 1 langt árabil, * Ekki er nóg fyrir eina þjóð að vinna sjálfstæði 1 sitt, hún i-erður einnig að varðveita það af um~ ■ hyggju. Við íslendingar metum fullveldi okkar I meira en nokkuð annað og kreíjumst þess, að við i njótum jafnréttis og virðingar sem sjálfstæð þjóð. 1 Þess vegna er það vanhugsað og hættulegt hags- 3 munum okkar og virðingu að vilja skera hið form 1 lega samband íslenzka lýðveldisins við umheim- \ inn niður í nálega ekki neitt. J Það eru um 100 fullvalda þjóðir í heiminum. 1 og verða á næstu áratugum um 150. Allt samband { okkar við þennan nútímaheim er í höndum átta 1 sendiráða, og getur alls ekki minna verið. Önnur i ríki leggja mikla áherzlu á samband við okkur. i Tvö stórveldi hafa hvort um sig fjölmennari og i umfangsmeiri sendiráð í Reykjavík en allt utan- 4 ríkisráðuneyti okkar, og önnur tvö eru litlu -i smærri en ráðuneytið. Þetta eitt ætti að vera nægi 1 leg vísbending um, hvað við verðum að leggja 1 mikla alvöru í utanríkismálin. Kostnaður við þessi 4 mál er liðlega einn eyrir af hverri krónu fjár- 1 laga. Við hljótum að geta sparað á öðru en sjálfu \ sjálfstæði okkar. ! p(^j \ Hitt er annað mál, að núverandi' skipan sendi- , ráða er ekki sú, sem hentar þjóðinni bezt. Utan- 1 ríkisráðherra hefur nýlega sameinað tvö sendi- 2 ráð, sem bæði voru í París, og verða frekari breyt 1 ingar vafalaust athugaðar 1 nánustu framtíð. Það * er vissulega vafasamt, að þörf sé á brem sendiráð 4 um á Norðurlöndum en viðskipti þjóðarinnar gefa tilefni til að íhuga hvort ekki þurfi að vera útsend i V ræðismenn eða sendiherrar í Mið-Evrópu, á Mið Í .jarðarhafssvæðinu, í Afríku, í Suður-Ameríku og -• ef til vill í Asíu. Á þessum svæðum eru stökkbreyt ? ingar að gerast. Við þurfum að fylgjast vel með *i þeirri þróun, möguleikum nýrra markaða og við- 4 skipta. s Það má spar á margan hátt í ríkisrekstri okk- | ar, og er nauðsynlegt að gera það. En við erum : háðari utanríkisviðskiptum en aðrar þjóðir og höf i um ekki minna stolt sem sjálfstætt ríki en aðrir. Þess vegna má ekki skera utanríkisþjónustuna ' niður fyrir það, sem hún nú er. 2 2. des. 1960. — AIlRðublaðið Öryggið ■ r a sjonum ENN EINU SINNI hafa gúmbjörgunarbátar sannað á- gæti sitt fram yfir önnur björgunartæki á skipum. Ep hin giftusamlega björg- un skipshafnar v/s Helgu gott dæmi þar um. Er þá nokkru við að bæta? Er ekki allt í þvi bezta lagi, sem það getur ver- ið? Nei, því miður eru stað- reyndirnar þær, að þrátt fyrir giftusamlegar bjarganir á gúmbjörgunarbátum undan- farið, þá hefur heppnin átt stóran þátt í að allt hefur gengið vel til þessa. Það er öllum ljóst, sem til þessara mála þekkja, að með- ferð og þekkingu sjómanna á gúmbjörgunarbátum og því, sem þeim tilheyrir, er alltof víða ónóg. Það opinbera hefur enn ekki tekið þessi mál við- eigandi tökum, miðað við breyttar aðstæður þrátt fyrir samþykktir ýmissa félagssam- taka þar um og augljósa þörf. Framkvæmd þessa máls verð- uf að komast á það stig að eng- ir menn verði skráðir á skip nema þeim verði kynnt með- ferð og notkun gúmbáta áður. Á síðasta Alþýðusambands- þingi var samþykkt ályktun á þessa leið, og ættu samtökin að leggja metnað sinn í, að henni verði fylgt eftir og ekki látið sitja við orðin tóm. Undirritaður hefur að und- anförnu veitt nemendum Stýrimannaskólans í Reykja- vík nokkra tilsögn í meðferð og notkun gúmbjörgunarbáta, og mun það vera eina skipu- lagða kennslan á landinu, það ég bezt veit. Sýnir það bezt, að •skólastjórinn gerir sér fulla grein fyrlr ástandinu eins og það er á sjónum, og væri ósk- andi að fleiri mættu að hans •dæmi fara. Mér er að sjálfsögðu Ijóst nú eftir að ég hef kynnst á- standi þessara mála betur, að kennsla þessi þarf að vera betri og fjölþættari og verður það sjálfsagt í framtíðinni. Hafa nemendur bæði sýnt áhuga og skilning á þessum málum, en undrast um leið athafnaleysi ábyrgra aðilja að því er snertir framkvæmd þessara mála, þar sem í ljós hefur komið að nemendumir hafa yfirleitt ekki séð útblás- inn björgunarbát fyrr en þeir eru setztir á skólabekk og eru þó búnir að vera til sjós áður. Ég nefni þetta aðeins sem dæmi, til að sýna fram á hvernig málin standa, svo öll- um megi verða ljós þörfin á skipulögðum og skjótum aS- gerðum áður en illa fer. Þegar rætt er yið starfandi sjómenn, kemur það oft fram. að álit þeirra og hugmyndir varðandi skip og útbúnað eru oft á tíðum alls ekki tekin til greina, hvorki af þeirra eigin samtökum eða öðrum, er telj- ast hafa með þessi mál að gera. Mér virðist t. d. það almenn skoðun meðal sjómanna, að trébátar á litlum skipum eins og v/s Helgu og þaðan af minni séu óheppilegir fyrir allra hluta sakir og til þess eins að gera skipin verri í sjó að leggja. Sömu sögu er að segja af togurunum, þar sem fjórar stórar fcátsuglur ásamt oft og tíðum vatnsósa trébát- um, eru varla til að bæta sjó- hæfnina, að minnsta kosti ekki þegar yfirvigtin er orsök þess að sjóhæfni skipanna er ábótavant. Mörg fleiri dæmi mætti nefna á þennan veg, en ef ég man rétt þá eru þessi mál til afgreiðslu hjá Alþingi Framhald á 14. síðu. H a n n es á h o r n i n u •fc Nokkur orð um ný og betri jólakort. ■ff Bækur Menningar- sjóðs og íslenzkt mannlíf. ýý Rafmagnshækkunin andstæð tilraun ríkis- stjórnarinnar. í SANNLEIKA SAGT hefur - iólakortamarkaðurinn lengi und anfarið verið ákafiega fátækleg- ur. Þar hefur að minnsta kosti ekki kennt fjölbreytni og hefir mig oft furðað á því, hvað hug- myndasnauðir jólakortafram- ieiðendur hafa verið. FYRIR ALLMÖRGUM árum lét Helgafell gera eftirprentan- ir af nokkrum fögrum málverk- um í korta-stærð og gaf út rétt fyrir jól. Ég sendi um 20 erlend- um vinum mínum þessi kort — og er ég hef hitt suma þeirra síðan eða fengið línu frá þeim hafa þeir minnzt á kortin. Há- menntuð kona ein sagði við mig: „Ég er viss um að engin þjóð ■gefur út eins fögur jólakort og íslendingar. veru skilst ýmsum að þegar tal- að er um jólakort, þá sé átt við kort með kristilegum eða trúarlegum myndum, En svo er þó ekki. Sú hefð hefur skapast, að kort, sem gefin eru út fyrir jól, séu kölluð jólakort, enda velur fólk þau ekki eftir trú- arlegum myndum eða flúri, heid ur eftir „innihaldi" þeirra, ef svo má að orði komast, MÉR VIRÐAST HAFA verið gerðar tilraunir til þess að auka fjölbreytnina, og um leið hinn íslenzka cvip. Ég hef séð nokkur, sem vakið hafa athygli mína. Sigfús Halldórsson hefur gert sex teikningar af stöðum í Reykjavík. Teikningarnar eru mjög vel gerðar og mótívin vel valin. Þetta eru ágæt kort. Þau eru öll prentuð í fölum rauð- um Iit. Að líkindum hefði verið toetra að prenta sum þeirra í blá- um lit. ÞÁ HEF ÉG SÉÐ teikningar Bjarna Jónssonar og Ijósmynda- kort Jóns Þórðarsonar, þessi kort eru líka mjög smekkleg, — Mér sýnist að nú sé meira úrval af íslenzkum jólakortum á mark aöinum en verið hefur undanfar in ár. BÓKASAFN Menningarsjóðs JÓLAKORT! — í raun oginú er fjölbreytt og forvitnilegt. Bækurnar eru úr mörgum átt- um. Ritsafn Theodóru er falleg bók og skemmtileg og efniö frá fyrri tíð. Þarna eru ljóð, sagnir og æfintýri. Sendibréf frá Sand- strönd skáldsaga eftir Stefán Jónsson og mun hún vera úr samkeppnissafni Menningar- sjoos. r>essi saga gerist í ný- mynduðu þorpi og er lygn á vf- irborði en slungin mörgum þráð um. Hamskiftin, skáldsaga eftir einn sérkennilegasta rithöfund þessarar aldar Franz Kafka. Hreindýr á íslandi eftir Ólaf Þorvaldsson, Mannleg náttúra. sögur, áður prentaðar eftir Haga lín og loks skal nefna skemmti- lega ferðabók frá Afríku, en bækurnar eru fleiri. JÓN HELGASON hefur sent frá sér nú enn eitt bindið af ís- lenzkt mannlíf. Ég hef nú lesið það mér til mikillar ánægju og ekki er það síðra en hin fyrri. Þrátt fyrir það þó að við höfum lesið margt um mannlíf okkar á fyrri öldum, þá er þó eins og Jón hafi opnað okkur nýjan heim. Ég hugsa, að lengi muni í minnuní þeirra lifa sem lesa frásögn af Bjarna Thorarens^ og ástabraski hans. Þetta bindi ' er miklu fróðlegra og skemmti- legra en það, sem út kom í fyrra. JÓN SIGURÐSSON segir i bréfi: „Var þörf á því að skella á hækkun rafmagnsins nú? Er hún verðlaun fyrir sparnaðar- viðleitni fólks, eða hegning fyr- ir þegnskap þess. Rafmagns- hækkunin stefnir beinlínis að því, að eyðileggja tilraunir rík- isstjórnarinnar til þess að koma skipun á efnahagsmálin. Hannes á horninu. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.