Alþýðublaðið - 02.12.1960, Page 7

Alþýðublaðið - 02.12.1960, Page 7
★ ÓPÍUM hefur lengi verið reykt í Kína, þó aldrei eins mikið og á 19. og fyrri hluta 20. aldar. Þegar gæfan brást mönnum og framtíðarríkið virtist víðs fjarri, gáfu menn sig ópíufn á vald og nutu í nokkur ár. þess unaðar og þei'rrar blekikingarkenndu sælu, sem ópíumið veitti. En sú gleði var frernur skamm- ■vinn, því marin tærðust. upp af því á nokkrum árurp, urðu að algerum aumingjum og dóu. Engar ópíumreykinga- stofur hafa orðið jafnfrægar þeim, sem verið hafa í Kína, enda þessi löstur hvergi orð- íð eins algengur og þar. Af- lei'ðingar þessarar hörmulegu plágu, hafa heldur hvergi komið jafnskýrt í ljós og í eins ríkum mælí og í Kína. Auk þeirra beinu eyðileggj- andi áhrifa, sem eiturlyf þetta hafði á menn, fylgdu í kjölfar þess hinir verstu lest- ir og hvers kyns spilling. Öll mannleg verðmæti, sam- vizka og siðalögmál urðu al- gerlega að víkja hjá þeim, se.m hafði gefið sig eitrinu á vald. Sá, sem hafði gert það, átti sér aðeins eitt takmark, ópíum og meira ópíum. Ópíumjurtin er þekkt frá aldaöðli, er fögur jurt og mikið notuð sem skrautjurt. Menn komust fljótt að raun um deyfandi og svæfandi á- hrif hennar, og hún hefur því lengi verið notuð. til lækn- inga. Það var ekki fyrr en snemma á 18. öld að sjúk- leg ópíumneyzla og- hinar skelfilegu afleiðingar hennar fór að vekja athygli manna á Vesturlöndum, og var það einkum vegna kynna af þessu ástandi í Austurlöndum, en þar og við austanvert Mið- jarðarhaf hefur framleiðsla þess alltaf verið mest. Á þess um tíma var ópímn frjáls verzlunarv’ara án nokkurs ópíum til landsins, svo þeir gætu key.pt aðrar vörur í Kína í staðinn. Þetta leiddi til styrjaldar við Kínverja, sem vildu ekki hleypa ópíum inn í landið. Kínverjar töp uðu styrjöldinni, en þrátt fýr ir það neituðu þeir að lög- heimila innflutning eða fram. leiðslu ópíum í landinu. En nú var búið að opna Kína fyrir vestrænni verzlun. og gífurlegt ópíumsmygl hófst inn í landið. 15 árum seinna kom aftur tíl styrjaldar milli Kínverja og Breta og Frakka, sem lauk með sigri þeirra síðarnefndu. Eftir það var ekki aðeins hafin framleið'sla ópíum í Kína, heldur var inn flutningur þess frá Indlandi gefinn frjáls. Bretar stór- græddu á þessum viðskipt- um, en jafnframt er þetta einn dekksti bletturinn á sögu þeírra. Kinverska stjórnin felldi sig aldrei við þetta ástand, sem olli þjóðinni raunveru- lega stórtjóni og gjöreyði- heilli urðu þá stjórnarbrejrt- ingar í Kína. 10 ára árang- ursrík viðleitni varð að engu gerð, neyzlan fór upp úr öllu valdi og ópíumneyzlan varð alvarlegt vandamál. Ástandið í Kína varð til þess að augu annarra ríkja opnuðust fyrir því, að þetta mál yrði ekki leýst nema með samvinnu margra ríkja. Theodor Roosevelt Banda- ríkjaforseti stakk þá upp á alþjóðlegri rannsókn í mál- inu og sama ár var stofnuð nefnd 13 ríkja til að berjast á móti neyzlu ópíums. 1912 voru svo í Haag gerðúr sátt rnali nokkurra þjóða á þá leið að framleiðsla og dreif- ing ópíums skyldi vera háð opinberu eftirliti og neyzla þess smám saman minnkuð. En þátttöku margra þjóða vantaði' til þess að sáttmáli næði tilætluðum árangri og skömmu seinna brauzt heim styrjöldin út. Þjóðabandalag- ið gamla lét málíð mjög fljött til sín taka og herti mikíð á eftirliti með fram- leiðslu og sölu ópíums og gerði ýmsar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir smygl. Eftir seinni heim- styrjöldinai tóku SÞvið starfi Þjóðabandalagsins, hvað eft- irlit með ópíum snerti, og alþjóðlégt eftirlit enn hert og aukið. Mikið hefur áunn- izt í þessu efni en málið er þó alls ekki leyst. Langalvarlegast hefur þetta vandamál orðið í Kína, en yfirvöldin þar stæra sig nú af því að hafa upprætt ó- píumpláguna þar. Erfitt er að vita .hvort hér er aðeins um áróður að ræða. eða hvort raunverulega hefur verið gengið milli bols og höfuðs á þessari , plágu, sem svo lengi hefur yerið, landlæg í Kína. En jafnframt hefur heyrzt að kínverskir komm- únistar smygli ópíum inn til annarra- landa og framleiði það til úíflutnings í fjár- gróðaskyni, þótt taka beri slíkum sögum með nokkúrri gætni. Annars hefur sjálfur Sjang Kai-Sjek verið orðaður við slíka starfsemi á fyrri hluta ævi sinnar, Marshall, sérleg ur sendi'boði Trumans Banda- ríkjaforseta til Kína rétt um stríðslokin síðari ,var oft sagt austur þar, að Sjang Kai-Sjek hafi verið einn af aðalforingjum leynifélags- skaps nokkurs, sem nefndist „græni flokkurinn“. Tekjur til stai-fsemi sinnar fékk flokkurinn m. a. af ópíum sölu, en á þeim tíma lá feikna mikið fjármagn í ó- píumverzluninni í Kína. Á ánmum fyrir seinna stríð var ársframleiðslan talin níu mTljón kíló, en af því magni voru aðeins 330 þús. kíló notuð tíl lækninga. Hitt hvarf allt í lastahít Asíú og langmest þó til Kína. •Það væri óskandi, að kín- verskir kommúnistar hefðu satt að mæla og þeim hefði tekizt að ná stjórn á þess- ari piágu í landi sínu, enda ætti það ekki að vera mjög erfitt þar sem allur atvinnu rekstur er í höndum ríkisins. Keyzla eiturlyfja er enn al varlegt og alþjóðlegt vanda mál, og er ópíum þar enn efst á lista. Þótt mikið hafi áunnizt á undanförnum ára tugum í baráttunni gegn ó- leyfiiégri notkun þeirra, hef ur samt hvergi nærri tekizt að sigra á þessum gamla ó- vini mannkynsins. stytt? í NOREGI hafa heyrzt raddir um það, hvort ekki megi stytta iengd iðnnáms. í ýmsum iðngreinum. Hug- myndin kemur utanlands frá, t. d. frá Frakklandi. þar sem alit niður í 6 mánað nám er- stundum látið nægja. Hafa nefndir verið sendar þangað- til að kynna sér málið, bæði' frá' iðnaðarmönnum, vinnu- veitendum, samböndum. nema og fieiri aðilum. Er talið að stytting iðnnáms geti haft mikla þýðingu á ýmsum sviðum og stöðúm. Sérstaklega kemur það tilt- greina er flytja þarf vinnu afl frá einni iðngrein til ann. arrar eða frá einum stað til annars. Þessa nýja hraða fræðsluaðferð er þó ef ti'l vOl fyrst og fremst hentugr eldri mönnum, sem hafa mikla hagnýta þekkingu, en litla skóiun eða fræðilega- þekkingu, og hafa í æskuk- sinni ekki fengið þá iðn- menntun, sem þeir kynnui að hafa óskað eftir, Norak ran'nsóknarstofnun á sviði atvinnuveganna heff ur gert athuganir á þessum málum erlendis oa hefur málið vakið nokkra eftirtekt en engar opinbérar tillögur hafa komið fram í þá átt aö þreyta gömlu iðnlöggjöfinni. eftirlits hins opinbera og lagði lif hundruða þúsunda framleidd í stórum stíl í manna. Nbkkru eftir alda- Indland . Á þessumtíma voru mót ákvað hún að reyna að Bretar voldugasta nýlendu- . útrýma ópíumplágunni á 10 þjóð heims og arðrán stór- árum, með skiþulögðum að- veidanna á nýlendum sínum gerðum. 1917 var málið kom aldrei meira eða miskunnar ið mjög vel á veg og farið lausar en einmitt þá. Um að sjá fyrir endann á þessu 1890 vildu Bretar fá leyfi vandamáli og ópí.umneyzlan til ótakmarkaðs innflutniíngs hafði stórminnkað. En illu —. 2. des. 1-960; ^ AlþvSuMaðíð

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.