Alþýðublaðið - 02.12.1960, Page 8

Alþýðublaðið - 02.12.1960, Page 8
 SAMTÍNINGUR BLÖÐ í Sovétríkjunum skýrðu frá því fyrir skömmu, að starfsmenn á Sjeremeteva-flugvelli hafi orðið sér úti um matarbita með því að svíkja farþega um helming mats þess er þeir fá á flugvallarhótel- inu, og látið þá fá lélegt koníak í stað góðs. Menn þessir, sem hafa iðkað þenn an leik lengi, voru allir dæmdir í sekt. — Farþegar, sem um völlinn fara eru flestir skemmtiferðamenn frá Vesturlöndum. t i i i MAÐUR nokkur var handtekinn í Tokio, gefið að sök að hafa espað hunda til að bíta sig svo, að hann gæti krafið eigendur þeirra s<haðabóta. AF FÁUM járnbrautar- lestum hefur farið eins mikið' frægðarorð og Austurlanda-hraðlestinni svokölluðu. Þangað hafa rithöfundar oft og tíðum sótt efni í sögur sínar, — einkum þó í sögur sem fjalla um njósnir, eltinga- leiki við hættulega glæpa- menn eða pólitíska undir- róðursstarfsemi. Gaman- sagnahöfundar haft oft sagt frá brezkum ofurst- um, sem ferðuðust um meginland Evrópu í fyrsta sinn með Austurlanda- hraðlestinni. — Af rithöf- undum, sem skrifað hafa um hraðlest þessa má einkum nefna „glæpa- drottninguna“ Agöthu Christie, Eric Ambler og Graham Greene. En nú geta njósnarar, sem leíka lausum hala í Búdapest og Búkarest, ekki lengur skundað þar um borð í hraðlestina frægu. Hefur lestin lagt niður áætlunarferðir til þessara borga vegna þess hve fáir farþegar ferðast þangað. Farþegar, sem ferðast vesturhluta leiðar Austur- landa-hraðlestarinnar geta ekki séð, að hún sé á nokk- urn hátt frábrugðin öðrum járnbrautarlestum Evr- ópu. Þeir sem ferðast þennan hluta leiðarinnar er flest ósköp venjulegt fólk, skemmtiferðamenn, kaupsýslumenn, fyrirferð- armiklar frúr á leið til heilsuhæla, tónlistarunn- endur á leið til tónlistar- hátíða og amerískir her- menn. Lestin verður fyrir sömu töfum við landa- mæri og aðrar lestir, í henni eru fyrsta og annað farrými eins og í öllum öðrum lestum. í rauninni eru til fleiri en ein Austurlandahrað- lest, en aðal járnbrautar- línan liggur frá París til Múnrhen og Vínar og það- an um mörg önnur Evrópu lönd til Suðvestur-Asíu. Oftast er talað um tvær Austurlandahraðlestir — Simplon og Arlberg hrað- lestirnar. Arlberg Austur- landa-hraðlestin fer frá Pa- rís um Strassbourg og Múnrhen til Vínar. Þaðan hélt hún ferðinni áfram inn fyrir Járntjaldið til Búda- pest og Búkarest þangað til nú fyrir skemmstu, að hætt var við að fara þenn- an hluta leiðarinnar eins HINIR VITRU SÖGÐU : Listin að lifa minnir frekar á glímu en dans — höfuðmáli skiptir að vera fastur fyrir og viðbúinn ó- væntri árás. Marcus Aurelrus. og fyrr er sagt, — Simp- len hraðlestin fór ger- ólíka leið — og margir litu á hana sem hina einu og sönnu Austurlandahrað- lest. Fór hún frá París um Lausanne í Sviss, Milano, Feneyjar, Belgrad, Sófía (Búlgaríu) og þaðan til Miklagarðs í Tyrklandi. Þar gátu farþegar stigið í aðra lest og haldið ferðinni áfram allt til Basra í írak. Austurlandahraðlestin fékk fyrst orð á sig sem lest njósnara og ævmtýra- manna vegna þess hve hún fór um mörg Evrópulönd. Á síðari hluta 19. aldar var fyrst farið að ræða nauðsyn þess, að komið yrði á járnbrautasambandi milli Balkanríkja og Vest- ur-Evrópu. Þetta var á þeim tímum, þegar Balkan skagi var kallaður „púður- tunna Evrópu“ eða „óróa horn Evrópu“. Arið 1881 lagði fjórvelda ráðstefna fulltrúa Austur- ríkis, Ungverjalands, Serb- íu, Búlgaríu og Tyrklands fyrstu drögin að áætlun um lagningu járnbrautar, sem liggja skyldi um Búlg- aríu til Miklagarðs. Fram- kvæmdir hófust skömmu síðar, en tafir urðu á verk- inu vegna smástyrjaldar Búlgara og Serba (1885) og uppreisnar í Austur-Rúm- eníu, sem Tyrkir réðu yf- ir, og varð til þess að Búlg arar lögðu hald á þennan landsskika. Verkinu var því ekki að fullu lokið fyrr en á árinu 1888. í dag er hraðíestin enn þá hröð í ferðum. Aður en leiðarkaflinn austur fyrir járntjald var lagður niður urðu þó miklar tafir við ungversku og búlgörsku landamærin. Tollverðir gáðu í hvern krók og kima í leit að smyglvarningi eða leyniskjölum, litu undir sessur og athuguðu vatns- lagnir, skrúfuðu niður spegla og ljósaperur, gáðu undir teppi og lestarvagn- ana og klifruðu upp á lest arþakið. Oftast báru slíkar leitir lítinn árangur, flugu- menn vissu um örðugleik- ana á því að smygla ríkis- leyndarmálum og gim- steinaþjófar að fátt var um góða felustaði. g 2. des. 1960. — Alþýðublaðið ALDREI hefu gerð frægari up sjó en uppreisn si verjar á brezka inu „Bounty“ gei hinum ráðríka skipherra árið 1 hefur verið gerð eftirlíking af „Bo er það um þessai á siglingu til Ta' einnig var ák\ staður herskipsin: Á Tahiti er nú gera mynd um ina á Bounty. Á ur verið gerð m atburð þennan Charles Laughto skipherra. Með verkin í hinni ný fara þeir Marlon Trevor Howard <

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.