Alþýðublaðið - 02.12.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 02.12.1960, Blaðsíða 13
Ný bók um ausf- ræn við- horf KOMIN er út á forlagi ísa- foldar bókin „Hver ert þú sjálfur?“ eftir Paul Brunton. I'jallar bókin um austræn við- horf. og hugstjórn og hefur hlotið lof gagnrýnenda erlend- is., Höfundur segir, að tilgang- ur bókarinnar sé að benda á ýoga-aðferðir við hæfi vest- rænna manna, en ávextir þess- ara aðferða séu rósemi hjart- ans, stjórn á hugsunum og til- hneigingum og möguleikar í sambandi við æðri máttarvöld sér til þroska. Bókin á að hjálpa mönnum til sjálfsþekk- ingar, segir höfundur. Höfundurinn hefur lengi stundað rannsóknir á ýmsum yogakerfum og heimspeki- stefnum og hann lýsir því yfir, að verðmætasta innihald þeirra sé samandregið og birt í bók- inni. Þorsteinn Halldórsson hefur þýtt bókina. Ást og ÁST OG HATXJR, skáldsaga eftir Ingibjörgu Sigurðardótt ur, er komin út hjá Bókafor- lagi Odds Björnssonar. Hér er um að ræða fyrstu skáld- sögu Ingibjargar, en hún er einkum kunn fyrir Ijóð sín og fyrir einar fimm skátdsög- • ur. Hér er um að ræða sögu . úr sveit. Gæðingai'hir dansa í spori og blóðið er heitt, Sögu persónurnar eru meðal ann- arra þau Lilja og Ármann kennari. Átök verða á milli fólksins í Austurhlíð og fólks ins í Vesturhlíð, sem eru þeir bæir, sem koma helzt við sögu. - Það er svo lesandans að finna út, hyernig sættir takast milli fó^ksins á þess- SALOMON SVARTI SALÓMON SVARTI heitir barnasaga, sem Bókaforlag Qdds Björnssonar gefur út. Sagan er eftir Hjört Gísla- son á Akureyri, en fyrir nokkru kom út ljóðaibök eftir . hann. Saran er mjmdskreytt af Halldóri Péturssyni. . Fréttír frá SÞ 20 ÞUSUND LIÐ FRÁ S. Þ. í MANNA KONGÓ ENDA ÞÓTT nær 20 þús. manns séu nú í sveitum SÞ í Kongó og þar á meðal beztu tæknifræðingar, sem völ er á, er ekki hægt að segja annað en að þetta lið sé allt of veikt — með tilliti til verkefnanna, sem þar eru til úrlausnar. Þetta sagði Dag Hammar- skjöld á þingi SÞ. Jafnframt lagði fram- kvæmdastjórinn áherzlu á það, að hann óskaði einskis fremur, en þætti liðssveita SÞ Sameinuðu þjóðanna í Kongó yrði brátt lokið og takast mætti að sjá Kongó fyxir full- komnu og raunverulegu sjálf- stæði. Hammarskjöld fór miklum viðurkenningarorðum um „hina fjölmörgu embættis- menn í Kongó, sem aldrei hefðu verið nefndir á nefn og mundu sennilega aldrei verða nefndir með nafni — og þá mörgu menn frá öðrum lönd- um“, sem þjónað hefðu hug- sjónum Sameinuðu þjóðanna í Kongó. FLÓTTAMENN ÞESS ER skammt að bíða að flóttamannavandamálið verði að fullu leyst og það hatur um bæjum, en í Vesturhlíð er maður, sem heitir Jóna- tan og við fljótlegt yfirlit virðist íhann vera persóna, sem lætur ekki nágrannakryt inn standa í vegi fyrir sér. ------- - S Skín v/ð sólu... SKÍN VH) SÓLU SKAGA- FJÖRÐUR nefnist ihynd- skreytt1 útgáfa á samnefndu ljóði Matthíasair um 'Skaga- fjörð, sem Kaupfélag Skag- firðinga hefur gefið út. Jónas Jónsson frá Hriflu ritar for- mála, þar sem meðal annars er. skýrt frá því, hvar þetta • mikla. og tignarlega Ijóð v.arð til. Fjöldi vljósmynda prýðir bókina og enn fremur bort sem sýnir helztu -sögustaði héraðsins og nefndir eru í kvæðinu Útgáfan er sérlega vönduð að öllum frágangi og hinn mesti fengur þeim, sem unna þessu ljóði, uppsprettu þess og skáldi. væri þess vegna ábyrgðarleysi að hætta starfinu núna, sagði Svisslendingurinn dr. Aug- uste Lindt, yfirmaður flótta- mannastofnunarinnar, nýlega á fundi Allsherjarþingsins. Árið 1955 var tala þeirra fldítamanna í Evrópu, sem ekki höfðu enn fengið varan- legt hæli, 252.000. í árslok verður talan komin niður í 75.000 enda þótt 238.000 nýir flóttamenn hafi bætzt við á tímabilinu. Síðan 1955 hafa svo 170.000 manns bætzt við í flóttamannabúðunum. Vandamál ungverska flótta- fólksins eru nú svo að segja leyst, sagði dr. Lindt. Um þess ar mundir eru 200.000 flótta- menn í Marokko og Túnis. Hann færði öllum þeim lönd- um,,sem hefðu veitt flótta- fólki læknishjálp og aðstöðu til menntunar, hinar innileg- ustu þakkir. . „Flóttamannaárið“ reyndist árangursríkt. Dr. Lindt sagði, að það væri beinn árangur af „flótta- mannaárinu“ hversu vel hefði tekizt til í Evrópu á þessu sviði. Safnazt hefði það mikið fé, að nú væri hægt að vænta þess, að hægt yrði að tæma flóttamannabúðirnar í Aust- urríki og Ítalíu 1961 og búð- irnar í Vestur-Þýzkalandi nokkrum mánuðum síðar. Alls hefðu safnazt 83 millj. dollara og af því væru 57 mill_ frjáls framlög. Samtals 97 þjóðir hafa tekið þátt í fjár- söfnun „flóttamannaársins“ og enn eru öll kurl ekki komin til grafar. Norðurlöndin fremst í flokki Norðurlöndin eru í fyrsta, fjórða og fimmta sæti í fram- lögum til lausnar flóttamanna vandamálinu, þegar miðað er við fólksfjölda. Fremstur er Noregur með 76,4 cent að með altali á hvern íbúa. Nýja Sjá- land er annað í röðinni með 52,5 ,cent. Þá kemur Stóra- Bretland með 41,7 cent, Sví- þjóð með 31,1 cent og Dan- mörk, 26 cent á íbúa. Bretar lögðu fram raunverulega stærstu upphæðina, eða 21,660-150 dollara og Banda- ríkin 18,125.998 dollara. Norðurlöndin hafa einnig ' tekið forystuna um að veita sjúkum og fötluðum flótta- mönhum þak yfir höfuðið. Dr Lindt sagði, að Evrópuríki hefðu orðið fyrst til að taka .við flóttafólki, sem frekar . væri byrði að en gagn. En andi „flóttamannaársins“ hef- ur þegar haft mikil áhrif ann- ars staðar í heiminum, því núna, í fyrsta sinn, hafa ríki utan Evrópu tekið við sjúku flóttafólki, sem ekki á bata- von. MATVÆLADREIFING SÞ Á ALLSHERJARÞINGI SÞ var einróma samþykkt álykt- un, sem er fyrsta raunhæfa tillagan um að stofnun Sam- einuðu þjóðanna verði notuð til að dreifa núverandi um- frambirgðum matvæla meðal þurfandi þjóða heims. Þessi samþykkt mælir svo fyrir, að þegar í stað verði gerðar ráð- stafanir til að umframbirgð- irnar verði sendar þeim lönd- nm, sem hafa ríka þörf fyrir meiri matvæli — og með slík- um kjörum, að allir aðilar geti sætt sig við. Matvæla- og landbúnaðarmálastofnun SÞ (FAO) fær málið til meðferð- ar. Það voru fulltrúar Kanada, Haiti, Liberiu. Pakistan, Bandaríkjanna og Venezuela, sem lögðu þessa ályktunarti! • lögu fram á fundi Allsherjar- þingsins. Lögðu ríkin áherzlu á það, að hér væri einungis um að ræða aðgerðir sem ættu að stemma stigu við matvæia- skortinum í umræddum hluí- um heims. Þetta ætti eklti að vera stuðningur við efnahags- áætlanir, sem viðkomandi ríki kynnu að hafa gert til langs tíma. Þessi málsgrein var sett inn í ályktunina til þess að taka af allan vafa um að til- gangurinn væri að nota um- frambirgðirnar til að hafa ó- heillavænlega þróun á verð- lagið á heimsmarkaðinum. Fulltrúi Ráðstjórnarinnar, P. M. Chernyshev, var í fyrstu ófús til að fallast á þessa á- lyktunartillögu, sem hann sagði miða að því að þjóna hagsmunmn Bandaríkjanna „með því að bjóða óútgengi- lega bandaríska offramleiðslu til sölu undir fána Sameinuðu þjóðanna“. Ráðstjórnarfull- trúinn endurskoðaði hins veg- ar fifstöðu sína og greiddu á- lyktunartillögunni atkvæði sitt Fulltrúar Afghanistan, Ar- gentínu, Arabiska sambands- lýðveldisins og Uruguay voru uggandi um að þessi aðstoð gæti dregið úr sjálfsbjargar- viðleitni hinna vanþróuðu og fátæku landa og jafnvel orðið til að matmælaframleiðsla þeirra drægist saman. Jafn- framt gæti þetta raskað jafn- væginu á heimsmarkaðinum. í STUTTU MÁLI ÁRBÓK SÞ fyrir árið 1959 er nýkomin út. Þar er gerð grein fyrir höfuðvandamálun- um í alþjóðastjórnmálum, t. d. afvopnunarmálunum, yfir- ráðum í geimnum, kynþátta- vandamálinu í S-Afríku, at- burðunum í Tíbet og Laos og spurningunni um aðild Kína og Alsír að SÞ. Árbókin er 660 blaðsíður og þar er rakinn í smáatriðum árangur sá, sem náðst hefur með starfsemi hinna ýmsu sérstofnana SÞ og Alþjóða kjarnorkumálastofn- unarinnar. Eins og undanfarin ár er handbókin í mörguni köflum þar sem fjallað er um ýmsar hliðar á starfsemi SÞ og stofn- ana, sem tengdar eru samtök- unum. Þar að auki fylgir greinargott yfirlit yfir aðild- arríkin, þ.e.a.s. fólksfjólda þeirra, stærð o.fl. Nýjar orkulindir verða ræddar á ráðstefnu, sem efnt verður til í Rómaborg 21.— 31. ágúst á næsta ári að til- hlutan SÞ. Þar verður m. a. fjallað um nýtingu sólarorku og vinda. „Skálholt" ILEIKRIT Kambans í ; I Skálholti, verður sýnt í ! > 20. slnn í Þjóðleikhúsrou ;; í kvöld. Aðsökn hef- ! ! ur verið góð, enda er þetta ; eitt af vinsælustu ís- ! > lenzku leikritunum. — Á- ! • kveðið er að hætta sýn- ;; ingum á leiknum fyrir ! > jól og eru þvi efiir aðeins j ; þrjár sýningar á leiknnm | í að þessu sinni. ! j j j Myndin er af Erlingi j; j» Gislasyni og Val Gtsla- \! ; | syni í hlutverkum sínum. j; MHMHHMMIMMWMIUMMi Alþýðublaðið — 2. des. 1960 J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.