Alþýðublaðið - 02.12.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 02.12.1960, Blaðsíða 16
Var dreginn til Akraness ELDUR kom upp í vélbátn- um Þórði Ólafssyni frá Ólafs- vík í fyrrakvöld, þar sem liann var staddur um 27 sjómílur frá Reykjavík á leiðinni til Ólafs- víkur. Blaðið skýrði í gær frá öllum hinmn miklu ráðstöfun* um til björgunar bátnum. Báturinn var dreginn til Akranesi af Grundfirðingi II, og komu þeir til hafnar um miðj- an dag í gær. Þórður Ólafsson var þegar dreginn upp í slipp. Nánari fréttir hafa nú bor- izt af því, hvernig eldurinn kom upp í bátnum. Það kvikn- aði í út frá púströri í vélarúmi og varð þar allt alelda á svip- stundu. Mun eitthvað eldfimt hafa verið í loftinu yfir vélar- rúminu, því það var eins og eldingu hefði slegið niður. — Skipstjórinn var staddur í vél- arrúminu þegar þetta gerðist. Álitið er, að hversu lítil olía var í hæðargeymi eldavélar- innar fram , stafni, hafi valdið því, að ekki tókst ver til. Yélarrúmið var þegar byrgt og sprautað sjó og úr slökkvi- tæki niður um loftventilsgat. Gúmbjörgunarbáturinn var settur á flot, en hanri var ó- virkur, þvi ró við loftflöskuna var laus og fylltist gúmbátur- inn ekki af lofti. í lestum var plasteinangrun, sem verið var að flytja til Ólafsvíkur. Skip- verjar tóku plastið og bundu utan á björgunarbátinn og höfðu hann til taks þannig. Slökkvistarfið heppaðist það vel eftir mikla baráttu, að ekki þurfti að reyna hvort plastið héldi björgunarbátnum uppi með mönnum í. Skemmdir urðu miklar af eldinum aðallega í vélarrúm- inu og gólfi í stýrishúsi. Vélin sjálf mun ekki mikið skemmd. Skipstjórinn á Þórði Ólafs- syni heitir Steindór Ámason, stýrimaður Sigurgeir Bjarna- son og vélstjóri Alfreð Lárus- son. Þeir viljal tbrennu Eitt mesta tilhlökkunar mál örengjánna um hátíð irnar cru ársbrennurnar. Nú þegar eru margir farnir að safna í myndar- legan bálköst, og ekki1 er laust við, að stöku sinn- Tim kvikni í safninu og tckið forskot á sæluna. — Hvað um það, strákar eru alltaf sjálfum sér líkir. MVWVWWVWWWWVVW SAMKVÆMT reglum Al- þjéðagjaldeyrissjóðsins fara ár Te'gá fram viðræður á milli sjóðs His- og þeirra landa, sem ekki hafa að öllu leyti komið á frjáls tím gjaldeyrisviðskiptum. Slík ar viðræður hafa farið fram á hverju ári undanfarið á mi’li fulltrúa íslenzku ríkisstjórnar- mnar og sjóðsins, og munu að Jsessu sinni fara fram í Reykja vík dagana 30. nóvember til 3. desember. Fulltrúar frá Efna- Ifagssamvinnustofnun Evrópu taka einnig þátt í þessum við- *rteðum.... ... Ræða Guðm- undar í há- skólanum ANDSTAÐAN gegn okk ur í landhelgismálinu hef ur bæði verið hörð og ó- bilgjörn, sagði Guðmund ur í. Guðmundsson utan- ríkisráðherra í ræðu sinni í 'hátíðasal Háskólans í gær. Við höfum þolað of beldi og hótanir og f jár- j mundi einnig verða hörð, munir hafa verið notaðir en þjóðin legði ótrauð til til áhrifa gegn okkur, hélt | atlögu og mundi ekki hann áfram. En þeir sigr- hætta fyrr en settar hafa ar, sem við höfum unnið hafa hvorki verið smáir né þýðingarlitlir og þeim má ekki glata. Ráðherrann sagði, að þegar lokið yrði baráttunni fyrh’ 12 mílna landhelgi mundi hefjast nýr áfangi: baráttan fyr- ir landgrunninu öllu. Hann sagði, að sú barátta verið alþjóðareglur, er heimila verndun land- grunnsins alls. Framhald á 3. síðu. Við spilum í kvöld FJÓRÐA spilakvöld Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldið í Iðnó í kvöld á venju legum tíma. Að þessu sinni mun Ragnar Jóhann esson rithöfundur lesa upp. — Fjölmennið að vanda! rtWWVWWMWWVWWHWHWVHVWMWW..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.