Alþýðublaðið - 02.12.1960, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.12.1960, Blaðsíða 9
sökkti því 23. janúar 1790 til þess að koma í veg fyr- ir að upp kæmust svik um síðir. Marden hefur í fórum sínum skipsdagbók gömlu „Bounty“ og er þar sagt frá atburðum þeim, sem að lokum leiddu til uppreisn- ar skipverjanna. William Bligh skipherra kallaði uppreisnina „eitt hið grimmdarlegasta athæfi í sögu sjórána,“ en ekki er örgrannt um, að hann hafi sjálfur með ofstopa sínum og bráðlyndi hleypt henni af stað. Bligh skipherra skrif- aði sjálfur um uppreisn- ina á þessa leið: „Skömmu fyrir sólarupprás komu Fletcher Christian og Thomas Burket, sjóliði í fylgd með nokkrum öðrum sjóliðum til mín í káetuna, þar sem ég var enn í fasta svefni. Þeir þrifu í mig, bundu hendur mínar fyr- ir aftan bak og hótuðu mér bráðum dauða, ef ég mælti orð af munni, eða gerði minnsta hávaða. Eg hafði viðvaranir þeirra að engu og kallaði hástöfum til þess að aðvara alla, en það var til einskis, því að þegar var búið að ráða niðurlögum liðsforingja þeirra, sem ekki fylgdu uppreisnarmönnum að málum. • ■ Christian var aðeins með sveðju í hendi, en við hinir höfðum riffla og byssustingi. Eg var dreginn upp úr rúminu og ýtt upp á þilfar í skyrt- unni einni fata“. Bligh og 18 liðsforingj- ar, honum og konungi hliðhollir, voru látnir í bát og þeir látnir reka INTV SIGLIR A NÝ r verið ipreisn á i, er skip herskip- rðu gegn Bligh .790. Nú nákvæm unty“ og - mundir hiti, sem rörðunar- 3 gamla. verið að uppreisn- .ður hef- ynd um og lék n Bligh aðalhlut- ju mynd Brandon, og Hugh Griffiths. M.G.M. kvik- myndafélagið sér um myndatökuna og verður myndin.sýnd í litum og á breiðtjaldi. Hið nýja skip „Boun- ty“ var byggt í Lunen- burg í Nova Scotia, Kan- ada. Viðurinn í skipið er eik, sem fengin var frá Nevv Jersey í Bandaríkj- unum og fura frá Brezku Kþlumbíu í Kanada. Skip- ið var gert eftir sama upp drætti og gamla ,,Bounty“ og er uppdrátturinn í vörzlu brezka flotamála- ráðuneytisins. Ofan þilja er það nákvæmlega eins og fyrirmyndin, en neðan þilja eru tveir hjálpar- mótorar, fimm rafalar, ben zíngeymar og þægilegar vistarverur fyrir 40 manna áhöfn. Ahöfnin er 23 manns á aldrinum 16 til 69 ára, allt einvalalið. Með um borð er upp- hafsmaðurinn að því að eftirlíkingin er gerð. Heit- ir hann Louis Marden, frægur ljósmyndari og fé- lagi í landfræðifélaginu ameríska. Marden fann leifar af flaki gömlu ,,Bounty“ skammt frá hinni afskekktu Pictairn- ey í Suður-Kyrrahafi árið 1957. Var hann að viða að sér efni í grein um afkom- endur uppreisnarmann- anna, sem enn lifa á Pic- tairn-eyju. Fram að þeim tíma var ekkert vitað um nákvæma . staðsetningu skipsins, eða allt frá því að foringi uppreisnarmann- anna, Fletcher Christian, fyrir sjó og vindi. Drýgði Bligh þá ótrúlegu dáð, að sigla 3,618 sjómílur yfir Kyrrahaf til eyjarinnar Timor, sem var hollenzk nýlenda. í 41 dag barðist hann gegn hungri, þorsta, steikjandi hita og brim- róti. Af frækilegri sjóferð í opnum bát fara naumast sögur. Fletcher Christian og hans menn héldu aftur til Tahiti. Af þeim kusu 16 að fara þar í land. Hinir sigldu ásamt 12 konum frá Tahiti til Pictairn-eyjar. Spurðist ekkert til þeirra í 18 ár, en þá voru flestir uppreisnarmannanna látn ir. Margir afkomenda þeirra búa nú á Norfolk- eyju, sem er nær strönd Astralíu. í DOMUR Hafið þið reynt hið vinsæa Vellapor gufu permanent sem gerir hárið mjúkt og eðlilegt? Hefi fengið sérstaklegan permanentvökva fyrir lýst og litað hár. Hárgreiðslustofa Kristínar Ingimundar, Kirkjuhvoli — Sími 15194. Þær dömur sem hafa pantað kjóla fyrir jól, vinsamlegast talid við okkur sem fyrst. Kjólasaumastofan Hólatorgi 2. Sími 13085. HildUr Sivertsen. BAZAR Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 3. desember í Borgar- túni 7 Og hefst kl. 3 e. h. Margt ágætra muna, ódýrt til jólagjafa að ógleymd um lukkupökkunum og smávarningi. Bazarnefndin. íbúðir fil sölu Glæsileg 6 herb. hæð ásamt bílskúr til sölu í fok- heldu ástandi. í sama húsi er til solu rúmgóð 3ja herb. kjallaraíbúð í sama ástandi. Íibúðunum fylgja hagkvæm lán til 5 ára með 7% vöxtum. íbúðirnar eru á bezta stað í HáaleitiShverfi. — Uppl. gefur: IIAUKUR PÉTURSSON — Sími 35070. Hafnarfjörður. Hafnarfjörður. Y.K.F.'Framfíðin 35 ára afmæiisfapaður félagsinsr verður haldinn í Alþýðuihúsinu, laugardaginn 3. des. kl. 8 s. d. Kaffidrykkja — Ýms skemmtiatriði. — Dans. Aðgöngumiðar fást í skrifstofu félagsins, Alþýðuhú.9 inu kl. 8^—10 og við innganginn. Nefndin. Bílasalan Klapparstíg 37 annast kaup og sölu bifreiða. Mesta úrvalið Hagkvæmustu greiðsluskilmálarnir. Öruggasta þjónustan. Bí LASALAN Klapparstíg 37 — Sími 19032. — 2. des. 1960 Q Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.