Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 7
Þjóðleikhúsið: ÞÓ AÐ ÞEIM, sem greinir frá leiksýningum í dagblöðun- um, sé víst ekki ætlað að ’hlera eftir því, sem aðrir segja og láta það síðan á þrykk út ganga, er því ekki að neita, að æði fróðlegt er að fylgjast með undirtektum annarra, sem eru guði sé lof ekki alltaf á einn veg. Þjóð- leikhúsið frumsýndi á annan í jólum gamanóperu Donizet- tis, Don Pasquale, og ef ég ætti að reyna að greina frá undirtektum í heild eins og 'þær komu mér fyrir sjónir, myndi ég segja að þær hafi verið vingjarnlegar en hrifn- íngarlausar. Sumum þótti efn- ið of lí'kt því í George Dandin, en það finnst mér ekki full- gild mótbára; ef svo væri, yrði víst að lauma inn einu og einu klassisku verki á margra ára fresti og þá yrði hætt við að heimur þeirra eða öllu heldur heimar héldu áfram að vera jafnframandi fyrir íslenzka leikhúsgesti, og þeir héldu á- fram að einblína á efnið eða atburðarásina, sem er langt frá því að vera aðalatriðið. Ég sagði heimar, þvi að ekki má heldur setja jöfnur milli 19. aldar verka og verka, sem Þuríður Pálsdóttir bera mót af mörkum endur- reisnartímans og barokktíma- bilsins. Leikstjórinn, Thyge Thygesen hefur reyndar ekki valið hér nítjándu öldina, — heldur fært verkið aftur til rókókótímans, sem vel má gera, en þá verður það líka að vera útfært til meiri hlítar en hér er gert: þegar hvítu hár- kollurnar hefðu verið teknar af listafólkinu, hefði reynzt æði erfitt að fóta sig í tíman- um: ég tek sem dæmi íslenzku þýðinguna, sem ég efast ekki um að Egill Bjarnason hefur gert trúverðuglega, þó að eif- itt verk sé: en við rókókó eiga íslenzk nútímaorðatiltæki eins og það er sniðugt, allt í lagi og fleira slíkt — ekkert sameiginlegt.Nú mætti spyrja hvort við eigum til einhverja rókókó-íslenzku og að sjálf- sögðu yrði svarið neikvætt: hins vegar á íslenzk tunga til þau blæbrigði, gömul og ný, er gætu komið hér til hjálpar og skapað listrænt jafngildi. Ég tek sem annað dæmi vesal- ings kórinn. Kórinn er venju- lega eitt erfiðasta viðfangs- efni leikstjóranna, hættir til að vera staður eða viðvanings legur, — og þetta á ekki bara við um Þjóðleikhúskórinn okkar, síður en svo. Leikstjór- inn og sænski ballettstjórinn, Carl Gustav Kruuse, sem honum var til aðstoðar, hafa ekki viljað lenda í þeirri vill- unni og ákveðið að kórinn skyldi umfram allt hafa nógu mikið að gera (og það var ber- sýnilegt, að sumir kórmeðlim ir höfðu það) og ákveðið verk- efni hverja stund, sem hann var inni. Þetta tekst, en við rókókó eiga þessar staðsetn- ingar ekki' meira skylt en Sænska frystihúsið, en am- erískt musical show dettur manni óðar í hug; og það er enginn þokki hins ósennilega vfir því, er kórinn tvístígur í ýmiss konar uppstillingum og syngur: Förum nú fljótt. Ég hirði ekki að nefna fleiri dæmi, en þau mega vera hverjum manni augljós. En fyrst minnzt var á þátt Carl Gustavs Kruuse í þessari sýn- ingu — þá er rétt að geta þess, að hann hefur samið nokkra snotra dansa fyrir dansmeyjar leikhússins með Brsmdísi Schram í broddi fylkingar, og er að þessu augnayndi, en frumleg er sú hugmynd, að ætla sér að hylja kvenlegan þokka hennar í karlmannsklæðum. Sumir voru að kvarta und- an því, að það væri ekki nógu gaman að tónlistinni, þeir þekktu ekki nóg af henni, myndu varla nokkra aríu, þeg- ar út kæmi. Þetta minnir mig á konirna, sem sat fyrir aft- an mig í Tjarnarbíói, þegar Rigoletto var sýndur forðum. Alla sýninguna sat hún og endursagði bónda sínum hátt og hressilega það sem var að gerast á léreftinu. En þegar kom að La donne e mobile, stóðst hún ekki mátið og raul aði með, og máttu nú allir viðstaddir vita, að hún gjör- þekkti verkið. Kannski má segja svo, að útvarpið hafi ekki þrautspilað lög úr Don Pasquale, að minnsta kosti ekki borið saman við ýmis önnur verk, en varla verða þó dúettinn og serenatan úr síðasta þætti svona upp úr þurru gerð útlæg úr hópi kunnustu óperulaga, Sagt er að Donizetti hafi samið Don Pasquale á ellefu dögum; — verkið minnir líka meira á ferska litla lind en áveitu- skurði, það er lýriskt, elsku- legt, dillandi. Og svo er til svo ágætt ráð, ef mann langar mikið til að geta raulað með eins og sú gamla í Tjarnarbíó: að sjá verkið aftur — og aft- ur. Og þá má mikið vera, ef maður er ekki fyrr en varir farinn a.ð raula dúett þeirra Don Pasquales og doktors Ma- latesta eða ariu Norinu, — svp framarlega sem maður hefur „en tone i livet.“ Það var eins og það væri á frumsýningu einhver undar- leg tilhneiging til að finna að, þó að margt af því hitti ekki naglann á höfuðið. En ég held, að þessi tilhneiging hafi ekki váknað af merkilegheit- um einum saman; þegar skil- gott fólk og gagnvandað, sem maður veit, að er ekki kom- ið til að sýna sig og sjá aðra í leikhúsinu og í kjallaranum — heldur til þess að skemmta sér við óperusýningu •— þeg- ar þetta fólk lýsir yfir blá- kalt, að því hafi leiðzt, þá fer að versna í bví. Nú vil ég alls ekki taka undir þessi orð, og það er mjög langt frá því að mér leiðist þessi ópera, en hins vegar get ég vel gert mér í hugarlund, hvað vekur þau — það er að sjálfsögðu sýn- ingin sjálf: hún er ekki nógu skemmtileg. Mínum leik- mannseyrum virtist tónlistin ekki jafnfreyðandi og æski- legt væri f höndum dr, Ró- berts A. Ottóssonar, hversu margt gott, sem annars má um stjórn hans segja, auk þess var hljómsveitin of há- vær stundum, þannig að lítið heyrðist í söngvurunum, sem mér skilst eigi þó umfram allt að heyrast í þessum bel-can- to-óperum. Hér á leikstjór- inn að sjálfsögðu nokkurn hlut að máli, spurning um staðsetningar. Róbert virtist Kristinn hafa gott samband við söngv- arana. en þegar hljómsveitin varð ósamtaka eða söngvar- arnir óörvggir, er sjálfsagt um að kenna æfingaskorti —- það ætlar að verða landlægt hér við leikhúsið að ætla sér of skamman tíma til- óperuæf- inga. Sviðsetning Thygesens er ekki hafin yfir gagnrýni; mér þykir hún of þung og ekki nægilega hugmyndarík og ekki alls kostar heilstej'pt. Leikstjórinn gerir sig þó ekki sekan um neinar meiriháttar smekklevsur, túlkun hans er elskuleg, góðlátleg, en harla lítið dramatískt. Vandvirkni hans kemur t. d. fram í með- ferð aukahlutverka, sem eru vel af hendi leyst, Svið Lár- usar Ingólfssonar kann ég ekki alls kostar við — götu- sviðið og rauða fortjaldið — innisviðin og garðurinn eru betri. En rókokkó? Einhverjir voru að finna að því, .að óperan er sungin á íslenzku. Það getur ekki stafað nema af einu: Söngv- aramir hafa ekki komið orð- um sínum til skila. Þar er Þuríður Pálsdóttir mest und- ir sök seld, en Guðmundur Jónsson ber hin= vegar af um textameðferð. Kristinn Hallsson fer með titilhlulverkið Don Pasquale, öldungsins, sem langar að kvænast æskunni. Túíkun hans er góðlátleg — Kristinn er í essinu sínu í buffa-hlut- verkum — og söngurinn á- gætur. Túlkunin á þó eftir að verða blæbrigðaríkari. Guð- mundur Jónsson -fer með hlut verk dr. Malatesta, bragðaref- Hallsson ur með flírulegt augnaráð og refslegt skegg a la Richelieu — en búninginn kann ég áð öðru leyti ekki að meta. Mér fannst Guðmundur ekki kom- inn eins vel inn í þetta hlut- verk og ýmis önnur, sem hann hefur túlkað með ágæt- um, en frammistaðan og þó- einkum söngurinn var honum þó eigi að síður til sóma. Dú- ett þeirra tveggja áður en þeir halda í garðinn er það atriði óperunnar, sem bezt tekst. Hinum söngvurunum, sem í aðalhlutverkum eru, Þuríði Pálsdóttur (Norina) og Guð- mundi Guðjónssyni (Ernesto), tekst miður. Þuríður er ekki af sömu manngerð og hin suð ræna, létta og ólgandi Nor- ína, en söngkonan býr hins vegar yfir leikgáfu ■ og skemmtilegri kímnigáfu, svo að leikhúsgestir fá ýmislegt í staðinn, sem vel við má una. Þuriður er falleg á sviðinu, en leikstjórinn hefði átt að hvetja hana til að temja sér meiri hnitmiðun í hreyfing- um. En Þuríður hefur áður sungið betur, því er ekki að leyna, að á frumsýningu var röddin undarlega klemmd og dró lítið og litaði lítið. í rétt- lætisnafni skal þess þó getið, að á annarri sýningu tókst. söngkonunni betur, enda mun hún hafa átt í stríði við háls- bólgu, Guðmundur Guðjóns- son hefur á köílum blæfallega tenórrödd, sem hann beitir ekki af nægilegu öryggi né áreynslulaust. Leikur hans var lítilfjörlegur, og virðist sem leikstjórinn hafi ekki Framh. á 14. síðu E, Alþýðuhlaðið —• 5. janúar 1961 'J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.