Alþýðublaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 2
I SSMJSrir: Gl3il J, ÁJtpórswn <áb.) og Benedlkt GrPndal. — fuBtrúai rit- ,í£éennr: Sljvaldl HJálnsarsson og IndrlSl G. Þorsteinsson. — Fréttastjón; . j^Brgvln GuBmundsson. — Stmar; 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: — ASsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmlðja Alþýðublaðsins. Hverlls- ,rJW» 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 í mánuði. í lausasClu br. 3,00 elnt. i&Kdlandl: Aiþýðufiokkurinn. — rramkvaímdastjórl: Sverrir Kjartansson. AHreð og /ýðræð/ð ALFREÐ GÍSLASON læknir birti í síðasta ein- taki af Ú'tsýn ávarp til Þjóðvarnarflokksins, þar sem hann lætur í Ijós mikla og einlæga undrun yfir því, að Þjóðvarnarmenn Skuli ekki ganga í Alþýðubandalagið. Hann telur þetta bandalag ; \æra sameiniíngu vinstri aflanna á íslandi og fer lofsamlegum orðum um lýðræðið á því heimili. Það er merkiiegt, hve sagan um nýju fötiln keis- arans getur gerzt oft í veruleikanum. Finnbogi Rútur gegndi hlutverki klæðskeranna og lofaði Hannibal glæsiiegri nýrri flík, nýjum lýðræðis- legum vinstri) flokki. Það átti með tilstyrk Lúð- víks að ryðja Brynjólfi Bjarnasyni og Einari 01- geibssyni úr vegi, þannig að allt kommúnistabragð færi af hinum nýju sam'tökum. Alfreð fylltist Lrifningu og fór í nýju fötin með Hannibal. ' Síðan þetta gerðist eru liðin fjögur ár. Hanni- ! l>al og Alfreð spóka sig enn í hinum nýju fötum, en hvert mannsbarn í landinu veit, að þeir eru ' ekki í neinu. Alþýðubandalagið er aðeins nafnið. kommúnistar starfa og ráða eins og áður. Það er hlægilegt að tala um lýðræði í sambandi \dð Alþýðubandalagið. Flokksskipulag er þar ekk- ert til, enda þótt nokkur flokksfélög hafi verið stofnuð. Þau starfa ekki neitt. Miðstjórn banda- lagsins var upp'haflega sjálfskipuð og mun vera það enn. Ógerningur er að sjá, hvar eða hvernig flokksmenn geta haft áhrif á stjórn eða stefnu bandalagsins. Hins vegar starfar Sósíalistaflokkurinn í fullu ‘ fjöri. Þar eru peningar, starfslið, félagsskapur og allt, sem t:E þarf. Hinir gömlu kommúnistaleið- togar eru enn við völd og móta stefnuna, en Hannibal og Alfreð fylgja þeim auðsveipir eftir. Svo blindur virðist Alfreð vera á þessar stað- reyndir, að hann sér ekki sinn góða vin Hannibal breytast í hreinan kommúnista. Sú breyting hef- ur verið að gerast smám saman, og Hannibal hef- ' ur fengið sína skólun fyrir austan tjald, þótt hann iialdi sjálfur að það hafi verið sumarfrí. Eða hvernig getur „lýðræðislegur jafnaðarmaður" veg samað það kosningafyrirkomulag, sem ríkir í Tékkóslóvakíu — með aðeins einum lista? Er Al- freð svo smitaður, að hann eigi líka við slíkt skipu lag, er hann talar um lýðræði? 1 Auglýslngasíml { Alþýðublaðsins f «r 1490« VFRSNANDI Kft VFRK4- MANNA I A-ÞVZKALANDI ÞÝZKIR jafnaðarmenn héldu flokksþing í Hannov- er í lok nóvember, og sam- þykktu þar, að Willy Brandt skyldi verða kanzlaraefni þeirra í næstu þingkosning- um. Meðal ályktana, sem gerðar voru á þessu merka þingi, var ein um ástandið í Austur-Þýzkalandi, þar sem kommúnistastjórn hefur ver- ið í 17 ár. Birtist hún hér- með í íslenzkri þýðingu. Flokksþing þýzkra jafnað- armanna lýsir yfir djúpri einingarkennd sinni við þær 17 milljónir Þjóðverja, sem búa á austursvæðinu og eru þeim sameinaðir í einum vilja og baráttu fyrir að aftur megi rísa upp óskipt og frjálst þýzkt ríki. Um leið vill þingið vekja athygli Þjóðverja og allra íbúa hins frjálsa heims á ögrandi hegðun Ulbrichts stjórnar- innar sem ógnar heimsfriðin- um. Eftir 16 ára rússneska her setu er nú verið að þröngva öllum lífsháttum þar til samræmis við sovétskar og kommúnistískar fyrirmyndir, mannréttindi {þau, ;sem 'SÞ hefur samþykkt, eru fótum troðin og gengið fram hjá sjálfsákvörðunarrétti Þjóð- verja. Þá segir í ályktuninni að: Ekki verði þjá því kom- izt að álíta landið og aust- urþýzka kommúnistaflokkinn undir erlendum yfirráðum, þar sem landi sé stjórnað með skipunum sem koma er- lendis frá og þröngvað sé upp á 17 milljónir Þjóð- verja sovétskum lifnaðarhátt- um og flokkurinn sé eins og le’ikbrúða í höndum Rússa. Stjórnin þar sé ekki aðeins hindrun fyrir lýðræðislegri sameiningu Þýzkalands, held ur leitist hún við að tortíma slijórn.'lagafreiisii iBbrÍínar og V-Þýzkalands með hættuleg- um og ögrandi aðgerðum. Austur-þýzka stjórnin hef ur að undanförnu hert að- gerðir sínar eins og sést á hótunum um að loka fyrir frjálsan aðgang að 'Vestur- Berlín og rjúfa samgöngur milli austur og vesturhluta þorgarinnar. Hún hefur einnig aukið áróður sinn og undirróðoxrssta^fsemi í Ber- lín og V-Þýzkalandi og stór- aukið herstyrk sinn. Á ní- unda aðalfundi miðstjórnar austurþýzka kommúnista- flokksins setti Ulbricht það sem dagskráratriði, að rætt yrði um „ídeólogískan“ undirbúning þess möguleika að Þýzkalandsvandamálið yrði leyst á annan hátt en friðsamlegan eins og hann orðaði það. Um leið lýsti hann yfir því, að deila um Berlín .væri ákjósanlegri en áframhaldandi tilvera frjálsr ar Berlínar. Þetta sýnir allt að flokkurinn æskir aukinn- ar spennu milli austurs og vesturs. Þessi stefna er ógnun við friðinn í Evrópu og heiminum yfirleitt. Aust- urþýzki kommúnistaflokkur- inn er því stór hættulegur friðinum eins og er. Samhliða aukinni þvingun, sem lögð er á fólkið í A-Þýzka landi fylgir stöðugt harðari utanríkisstefr.a. Allar eignir hafa verið teknar af bændum og þjóðnýttar og þeim þröngv að í samyrkjubú, þar sem þeir eru arðrændir miskunnar- laust, eigna- og réttindalaus- ir. Miðstéttirnar og hand- verksmenn eru í svipaðri stöðu, rændar eignum og rétt indum. Og nú er verið að fullkomna „jöfnuðinn“ í skól- um og háskólum. Hinn mikli flótti verkamanna, bænda, iðnaðarmanna, kennara, — lækna og vísindamanna sýn- ir svo ekki verður um villzt, hvernig ástandið er hjá íbú- unum þar eystra. Jafnframt hefur flokkurinn greitt verka mönnum þungt högg. Ný verkalýðslöggjöf .hefur gert að engu þau réttindi sem verkamenn hafa unnið með hundrað ára baráttu. Þessu fylgja lægri laun og missir al mennra þjóðfélagslegra rétt- inda. Þrátt fyrir þessa kúgun heldur fólk uppi baráttu gegn stjórninni. 'Verkföllin, sem hafa gosið upp hér og þar í landinu á undanförnum mán- uðum, sú staðreynd að flokk- urinn hefur orðið að hefja mikla hreinsun gegn andstæð um öflum í fylkingum eigin manna, sýnir að yfirvöldin geta ekki haldið óánægju fólks ins i skefjum oá verður hvað eftir annað að verja sig gegn frelsiskröfum þess. Jafnvel réttarofsóknirnar, sem leiddu til þess að langt yfir 10 þús. manns var varpað í fangelsi vegna stjórnmála- skoðana sinna og djarflyndis, hefur lítil sem engin áhrif haft. Núverandi uppgjöf saka er gerð til þess að láta sýnast svo að ógnarstjórninni sé að linna, En það hefur verið sannreynt að það eru aðallega afbrota- menn sem hagnast á miskunn semi kommúnista, en pólit- ískir fangar sitja eftir sem áð ur bak við lás og slá, Jafnaðar mannaflokkur V-Þýzkalands endurtekur því þá kröfu sína, að dómar, sem kveðnir hafa verið upp yfir mönnum með andstæðar stjórnmálaskoðan- ir, og byggjast ekki á réttlæti, verði þegar í stað að engu gerðir. Flokksþingð styður því þá kröfu Evrópuráðisns, að alþjóðleg rannsóknarnefnd fái að athuga aðbúnað pólit- ískra fanga svo létta megi að minnsta kosti af þeim ómann úðlegri meðferð. Flokksþingið sendir kveðj- ur sínar öllum jafnaðarmömi um A-Þýzkalands, sem halda sannfæringu sinni þrátt fyrir ofsóknir valdhafanna. Það vill taka þátt í trú þeirra og sana færingu um að lýðræði megi aftur verða í A-Þýzkalandi, —« þegar Ulbricht-tímabilið er liðið hjá, á sama hátt og þa<5 kom aftur í V-Þýzkalandi að loknum Hitlerstímanum A'ð viðbættum kveðjum sínum til allra þar eystra, lýsir þingið yfir þeirri ákvörðun sinni að það muni gera allt það sem 5 þess valdi stendur til að létta samlýndum sínum , A-Þýzka- landi hið slæma og erfiða á- stand, sem þeir verða að búa við og tryggja framþróun þýzku þjóðarinnar í áttina til sameiningar í frelsi. Guðiaugur Einarsson Málflutningsstofa Aðalsíræti 18. Símar 19740 — 16573. J UNDIRVaqNA RVÐHREINSUN & MÁLMHÚDUN sl. 'GELGJUTANOÁ- 1 S)M) 35-400 Munið spilakvöld FUJ á Akranesi 2.15. jan. 1961 — AlþýðublaðiS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.