Alþýðublaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 3
Löng skák við Larsen SIÐASTLIÐIÐ fimmtudags- kvöld liófst skákmót í Bever- wijk í Hollandi. Meðal lcepp- enda er Friðrik Olafsson, stór- meistari, en auk hans taka ýms ir kunnir kappar þátt í skák- móti þessu. 10 km. borhola BANDARÍSKIR vísinda- mnn hafa nýlega skýrt frá því að í marz næstkomandi verði hafin borun 10 km. djúprar borholu við vesturströnd Mexi kó. Það verður dýpsta hola, sem nokkurn tíma hefur ver- ið gerð og verður undirbúning ur hafin rrijög bráðlega Tilraunin verður gerð und- an ströndinni nálægt Guadalu pee-eyjunni á um 5400 metra dýpi, en borhclan sjálf verður um 4500 metrar. Vísindamenn búast við sð komast í gegnum jarðskorpi.ua, þar sem hún er töluvert þy.inri undir úthní* inu en meginlöndunum. Dýpsta borhola sem til þessa hefur verið boruð á þurru landi er um 7560 metraí Samkvæmt fréttum, «em Ríkisútvarpinu hafa borizt, tefldi Friðrik við Larsen í 1. umferð og fór skákin í bið. Síð- an mun hún hafa farið tvisvar aftur í bið, en ekki hafði frétzt um úrslit í gærdag. Önnur úrslit í 1. umferð urðu þau, að Grúnfeld (Austurríki) vann Donner (Hollandi), Ivkov (Júgóslavíu) vann Gereben i'(ísrael), en jafntefli varð hjá Van Scheltinga (Hollandi) og Van Der Berg. , 3. umferð var tefld á föstu- daginn. Þau úrslit hafa borizt i úr henni, að Friðrik gerði jafn- tefli við Uhlmann (Austur- ' Þýzkalandi), Grúnfeld og Van I Scheltinga gerðu og jafntefli, I en Van Der Berg vann Gere- ben. í GÆR fór herflugvél frá Keflavíikurflugvelli áleiðis til Hornafjarðar, en varð að snúa við hjá Vestmannaeyjum vegna mikillar ísingar, sem haft setzt á vélina. Vélin lenti heilu og höldnu á Keflavíkurvelli litlu seinna,. Kosið í fram- kvæmdastjórn flokksins I MHHHtUMMUMHIH' í fljótu bragði sýnist maðurinn vera að fást við útvarpstæki. En það er öðru nær. Hann er með spán- nýja uppfinningu, sem hann kallar „næturvörðinn.“ — Þetta er mögnuð þjófagildra. Upp- finningamaðurinn fullyrðir, að enginn geti farið inn í hús þar sem tækið er geymt, án þess að það verði vart mannaferða. Það sendir frá sér hljóð bylgjur og gerir samstundis aðvart ef eitthvað óvænt truflar þær. Ekki saknæmt að fijúga drukkinn í Finnlandi Á FUNDI miðstjórnar Al- þýðuflokksins í fyrradag voru 'kjörnir meðstjórn- endur í framkvæmda- stjórn Alþýðuflokksins. — Einnig var kosin verka- lýðsmálanefnd flokksins. Formaður, varaformaður og ritari flokksins eru kjörnir sér. staklega á flokksþingi, en auk þeirra eiga 6 meðstjórnendur sæti í framkvæmdastjórn flokksins. Voru þeir kjörnir í fyrradag og eiga þá þessir sæti í framkvæmdastjórn flokksins: Emil Jónsson, formaður flokks- ins, Guðmundur í Guðmunds- son, varaformaður, Gylfi Þ. Gíslason, ritari og meðstjórn- endur eru Baldvin Jónsson, Björgvin Guðmundsson, Eggert G. Þorsteinsson, Magnús Ást- marsson, Óskar Hallgrímsson og Sigurður Ingimundarson. VERKALYÐSMÁLANEFND í verkalýðsmálanefnd eiga þessir sæti eftir kosningu mið- stjórnar í fyrradag: Emil Jóns- son, Jón Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Óskar Hallgríms. son, Jóhanna Egilsdóttir, Magn ús Ástmarsson, Hálfdán Sveins- son, Svavar Árnason, Ragnar Guðleifsson, Jón Hjálmarsson, Guðjón Baldvinsson og Sigur- rós Sveinsdóttir. FYRIR nokkrum dögum skýrði Olavi Honka, dóms- málaráðherra Finna, frá því, að mikil göt eða eyður væru í finnsku hegningarlöggjöf- inni. Sagði hann m. a. frá því að menn væru dæmdir f allt að þriggja ára fangelsi fyrir að aka bíl drukknir, en liegn ing fyrir áfengisnotkun til sjós eða í lofti, sé ekki nefnd einu orði í lögunum. Dómsmálaráðherrann skýrði frá þessu í sambandi við hin miklu blaðaskrif finnskra blaða, eftir að það kom í ljós, að flugmennirnir á finnsku flugvélinni, sem fórst fyrir nokkru, hefðu ver ið undir áhrifum áfengis. Fínnska flugfélagið Finn- air frestaði sameiginlegri jarðarför, sem fram átti að fara fyrir nokkru á áhöfn flugvélarinnar, sem fórst. — HWtWWMWMWWMMWM NÆSTA skemmtikvöld FUJ í Reykjavík, verður á miðviku- dagskvödið að Freyjugötu 27 og liefst kl. 8. Ný skennntiatriði! Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kosið í Keflavík Stjórnarkjör stendur nú yfir í Verkalýðs- og sjó mannafélagi Keflavíkur. Kosið verður í dag frá kl. 1—7 og lýkur þá kosning unni. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs er A-listi. Aðalmenn listans eru: Formaður Ragnar Guðleifsson, varaformað- ur Ólafur Björnsson, rit- ari Helgi Hannesson, gjaldkeri Guðlaugur Þórðarson og meðstjórn- andi Helgi Jónsson. Var jarðarförinni frestað, þegar það fréttist, að fyrsti og annar flugmaður á vélinni liefðu verið undir áhrifum áfengis í flugferðinni, sem kostaði 25 manns lífið. Einn af starfsmönnum Finnair, sem hafði setið að sumbli með flugmönnunum kvöldið áður en slysið varð, hefur nú verið' rekinn frá störfum. Sænskir sérfræðingar, sem starfa á sviði lyfjafræði við sænska flugþjónustu, lialda því fram, að blóðprufurnar, sem teknar voru af hinum látnu flugmönnum, séu al- gjörlega þýðingarlausar. Yf- irlæknirinn við sænska flug lierinnn dr. Arne Frykholm, bendis á það, að blóðið haldi áfranr að framleiða alkóhól eftir dauðann, svo framar- lega sem það er í líkaman- um. Útkoman af blóðpruf- unni, sem tekin var í þessu tilfelli, gefi því alls ekki rétta mynd af því, hve mikið flug- mennirnir hafa drukkið. — Vegna fyrrnefndrar ástæðu var hætt árið 1958 að taka blóðprufur af sænsku flug- mönnunum, sem létuzt í flug slysum. Rannsóknarnefndin, sem var skipuð af finnskum yfir- völdum vegna flugslyssins, leggur á það ríka áherzlu, að það sé að vísu öruggt að flugmennirnir liafi neitt á- fengis í þessu tilfelli, en það sé engan veginn ljóst hve mikið sú staðreynd er í sam- bandi við flugslysið. ttttttttMWWttWWWtWI E.%: w, V ~ Bíl stolid í gærmorgun var bílnum J—02817 stolið þar sem hann stóð við Flókagötu 21. Bíllinn er blár að lit, Ghevrolet 55. Annars hafði fátt skeg hjá lögreglunni í gær, aðeins orð ið einn smáárekstur og einn maður tekinn fastur fyrir ölv- un við akstur. Var það Volvo ? LÖGREGLAN í Keflavík liefur beðið blaðið fyrir eft- irfarandi í sambandi við slys- ið á Faxabrautinni kl. 19 á miðvikudaginn: Um það leyti sást lítill Volvo-fólksbíU á Faxabraut og var honum ekið á mikilli ferð norður Hringbraut. Þegar hann ók framhjá gatnaimótum Hringbrautar og 'Vatnsnesveg- ar, lá ökumaðurinn á fiaut- unni, en í sama mund, er litl- um fjögurra manna bíl ekið inn á Hringbrautina af Vatns- nesvegi og munaði engu, að þarna yrði árekstur. Nú biður lögreglan í Keflavík bílstjór- ann á litla bílnum, er ók inn á Hringbraut, að hafa sam- band við sig strax, ef vera mætti að hann gæti gefið ein- hverjar upplýsingar um Volvo bílinn.. Hinn slasaði er látinn. Alþýðublaðið 15. jan. 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.