Alþýðublaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 5
Ulf. Athugasemd Landssímans 1 rtWWWWMWWWWWWWWWWWMMWWWMW* FÉLAGSBlÖ ALÞYÐUBLAÐINU barst f gser athugasemd frá Landssím anum varðandi frétt blaðsins frá Sandgerði um símaþjónust una þar. Athugasemdin viður- kennir truflanir á símakerf- inu, en gefur auk þess skýr- ingar á ýmsu í sambandi við málið. Athugasemdin fer hér á eftir: I gi'ein í Alþýðublaðinu 10." þ. m. undir fyrirsögninni r.-Borga fyrir það, sem þeir fá ekki“ er látin í ljós óánægja meðal símanotenda í Sand- gerði yfir símaþjónustunni þar, og fer hér á eftir grein- argerð um þau atriði, sem minnzf er á í greininni. 1. Rætt er um, að símanot- endur hafi iðulega fengið sam band ..við álit annað símanúm er en það, sem hringt er í og verði að borga slíka þjónustu dýru verði“. Þegar kvartanir bérust um þessar trufl'anir voru viðgerðarmenn sendir til þess að athuga og ráða bót á þeissu. Bilunin reyndist vera Skammhlaup öðru hverju í rafliða og hefur það verið lag fært. Þess konar bilun getur ekki orsakað aukatalningu hjá símanotanda og er því ekiki um borgun að ræða og yfir íhöfuð kemur talning ekki fram, nema því aðeins að símanotandinn, sem hringt er <tR, hafi svarað og talning kemur feingöngu hjá þeim símanotanda, sem hringir. 2. I greininni er enn frem- Ur sagt: ,,að símareikningur fyrir hús, sem ekkj hefur ver íð búið í um tíma, nemi mörg ihundruð krónum". Nú er hins vegar upplýst, að umrætt hús hefur ekki ver dð mannlaust, heldur hafa iðn aðarmenn verið þar að starfi nm tima og auk þess hefur handhafi símans sagt stöðvar stjóranum í Sandgerði, að •fcann hafi sjálfur not.að sím- ann, þgear hann hafi verið staddur í húsinu. Teljari þessa síma taldj sem; hér segir: Júlí — 1, ágúst — 16, sept- j ember — 87, okótber — 794, nóvember — 284 og desem- | ber — 23. Yfirsímtöl voru því j aíeins á síðasta ársfjórðungi, sept. — nóv. kr. 395,50. Þess má einnig geta, að j teljarar allra símanúmera, sem efeki hafa verið tekin í notk- um, sýna enga talningu og j standa á uúlli. 3. Að lokum segir í grein-! inni: „í bæ eins og Sandgerði j hafa menn ekki tíma' tip að liggja í símanum aila daga, enda er tími tilitölulega lítið nctaður ...“ Reynslan sýnir ■hins vegar, að fólk hefur mik- il not fyrir síma, en virðist oft ekki gæta þess, að gjaldið fyrir sjálfvirk langlínusamtöl, sem það velur sjálft, fer eins og við handvirka afgreiðslu eftir tímalengd simtalsins, þó því verði ekki við komið við sjálfvirka afgreiðslu að aðvara um viðtalsbil. Gjöldin fyrir innanbæjar- ■símtöl Oq þau landssímasím- töl, sem valin eru beint, mið- ast við talningar inn á telj- ara þess, sem hringt er frá. Samkvæmt núgildandi gjald- skrá eru 600 talningar inni-' faldar í ársfjórðungsgjaldinu fyrir hvert símanúmer, en fyr ir hverja talningu þar yfir greiðast 70 aurar. Sé hringt innanbæjar, telur aðeins einu sinni, óháð lengd símtalsins. Sé hins vegar hringt milli sjálfvirku stöðvanna á Suður- nesjum, telur einu sinni á 24 sek. fresti meðan símtalMð varir. Á sama hátt telur á 12 sek. fresti, sé hringt til Reykja víkur og Hafnarfjarðar. Símtölin miiEi stöðva eru ódýrari Við sjálfvirku af- greiðsluna, bæði vegna þess að hluti þeirra getur fallið undir fasta afnotagjaldið, þar sem annars er ekki um um- framsímtöi að ræða og vegna MYNDIR þessar voru teknar er Félagsbíó í Keflavík var opnað fyrir nokkru eftir stækkun og gagngerar endurbætur. Efri myndin sýnir salinn, en sú neðri er af Ragnari Guðleifssyni formanni stjórnar Félagshús h.f. Er hann að flytjá ávarp við opnunina. Til viðbótar frétt þeirri er Alþýðublað- ið birti um daginn um breytingar kvikmynda- hússins, vill blaðið taka fram eftirfarandi: Gunnar Þorsteinsson byggingar- verkfræðingur annaðist teikningar af húsinu og leysti það verk vel af hendi, Björn Einarsson rafmagnsverkfræðingur annaðist rafmagnsteikn- ingar, en teiknun hita- og loftræstingarkerfis annað- ist fyrirtækið Eiinarsson og Pálsson í Reykjavík. Sýningastjóri í Félagsbíó er Gústaf Andersen og sá hann einnig um málun á húsinu. Stjórn Félagshúss skipa Ragnar Guðleifsson, Torfi Guðbrandsson og Kjartan Olason. Hafa þeir allir unnið mjög gott starf í sambandi við breytingar Féiagsbíós. þess að stultt símtölu eru mun ódýrari en áður. Eftir tilkomu sjálfvirka sam bandsins milli stöðva hafa við skiptin aukizt mikið. Margir gera sér hledur ekki Ijóst, að yfirsímtalareikningur þeirra fdlur í sér símtöl við Reykjavík og hinar sjálfvirku stöðvarnar sunnanlands, en áður voru þau á sérstökum reikningi fyrir landssímasím- töl. Reýkjavík, ,13. janúar 1961. Jón Skúlason yfirverkfræðingur. Árás á telpu Frh. af 1. síðu. með sér vestur á Framnesveg, | en hún vildi það ekki. Maðurinn þreif þá til telp- 1 unnar, greip hana up'p og bar hana inn á leikvöll, sem þarna er við götuna. Telpan sf'eytt- ist á móti og reyndi að æpa. Árásarmaðurinn tók þá ýmist fyrir vit henni eða um kverk- arnar. Honum tókst að komast með telpuna inn á leikvöllinn og fór með hana inn í horn í byrgi sunnanmegin við gæzlukvenna- húsið. Þar lamdi hann höfði telpunnar hvað eftir annaö við steinvegginn. Manninum tókst að rota telpuna á þennan hátt. Hún er höfuðkúpubrotin eftir ■misþyrmingarnar og mjög illa útleikin Um klukkustund síðar vakn. aði telpan úr rotinu og tókst að komast heim til sín, en hún á heima þarna skammt frá. Klukkan var þá 23.25 Telpan var mjög aðframkomin og var flutt á sjúkrahús. Málið var kært til rannsókn- arlögreglunnar, sem hóf þegar rannsókn. Telpan hefur getað gefið nokkra lýsingu á mann- inum og er fær um að þekkja hann aftur. Hún telur sig hafa fundið af honum vínlykt. ■ Rannsóknarlögreglan leggur ofurkapp á að finna árásar- manninn og verður þess varla langt að bíða, þótt hann hafi ekki verið fundinn í gærkvcildi, þegar blaðið fór í prentun. ftMWWWWWMWMMWMWMMMMMMMMMWiMMMWMMMMMMMMWI MYNDIN er tekin á sýningu í London og sýnir „léttari“ hlið S hennar: rafknúna bíla. Sýningin var fyrst og fremst ætluð £ unglingum. Og hún var mjög í anda nútímans: flugskeyti og $ atómtæki, tunglfarabúningar og rafheilar. s ^mmmwmwwmwmmmmvmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmw — 15. jan. 1961 ]£ Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.