Alþýðublaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 13
1OKKÁR Á MILLl SÁGT Eikið hefur einkarétt á allri viðgerðaþj ónustu og inn- flutningi fjarsikiptatæ'kja. .. . Þegar ábveðið var að leggja niður Viðgerðarstofu útvarpsins, hófst Félag útvarpsvirkja á ný handa um að fá l'öggjöfinni breytt. ... Standa viðrœður yfir um það efni. Oftrú ahnennings á lyf er að verða ískyggileg, segir Gunnar J. Möller, hæstaréttarlögmaður, í ræðu, er ný- lega birtist í Sveitarstjórnarmálum. ... Kveður svo rammt að þessu, að margir sjúklingar þykjast gera skyldu sína, ef þeir nota lyf samvizkusamlega, þó að aðrar ráð- leggingar séu þverbrotnar. Útsvör á öllu landinu árið 1958 voru 392.564.756,46 kr. . . . Þar af greiddu íbúar kaupstaða 327.217.711,08 kr. ... í sýsl um var útsvarið lægst í Austur-Barðastrandarsýslu: 370.090,00 krónur. Árið 1958 voru 472 bifreiðaviðgerðarmenn í ‘Reykjavík og nágrenni. ... Þar af 116 bifvélavirkjar, 34 við við- gerðir bifreiðahúsa, 235 aðstoðarmenn og 87 nemar. ,.. Auk þess voru 67 meistarar. Umferðarmiðstöðin í Aldamótagörðunum verður eitt gagn- legasta fyrirtæki, sambærileg við aðaljárnbrautarstöðvar stór- borganna. . . . Til hennar er veitt á fjárlögum einni millj. kr. árið 1961. ... Fyrsti áfangi byggittgarinnar kostar 4,5 millj. kr. Hammarskjöld: Af hverju hafið þér svona marga hermenn, Mohuto. Mobuto: Við reiknum með, að Sameinuðu þjóðirnar þurfi á hjálp okkar að halda til að tryggja friðinn í Belgíu. Húsnæðismál Menntaskólans í Reykjavík er að verða svo alvarlegt vandamál, að starfsemi skólans er í bættu. ... Eftir nokkur ár fer tala nemenda yfir 1000, en gamla húsið var smiðað yfir 150 nemendur. SEINT á fyrra ári voru liðin hundrað ár frá því að ýmsir þeir atburðir gerðust í Bandaríkjunum, sem þremur mánuðum síð- ar leiddu til borgarastyrj- aldar, sem oftast hefur verið nefnd Þrælastríðið. Þann 20. des. 1860, sagði Suður-Karólína sig úr ríkjasambandinu, þar sem menn vildu ekki sætta sig við kjör Abrahams Lin- colns í forsetaembættið, en hann boðaði afnám þrælalialds í framboðs- ræðum sínum. Þessum tíð indum var ákaflega fagnað í höfuðborg fylkisins, Charleston, hringt klukk- um og skotið af fallbyssum og hersveitir gengu í fylk- ingu fram hjá fagnandi mannfjölda og búðum var lokað þan^ dag. (sjá mynd). En fagnaðarlætin tóku skjótan enda. Vikurnar á eftir sögðu Missisippi, Florida og Ala- bama sig úr ríkjasamband- inu, einnig Georgia, Lúsí- ana og Texas og þann 6. janúar 1961 var fyrsta skotinu hleypt af í styrj- öldinni. 19. apríl var þræla stríðið í algleyntingi, en þá kom til blóðugra átaka í Baltimore. Stríðið stóð í fjögur ár, en nær ein milljón manna lét lífið. á vígvöliunum, meira samtals en í öllum öðrum styrjöldum, sem Bandaríkin hafa háð. Köstnaðurinn er talinn utuumvM vi^vwí »vwív» hafa numið fimmtán millj- ónum dollara, þar í talin eftirlaun og aðrar greiðsL- ur, sem voru á döfinni fram að heimsstyrjöldinni fyrri. Eftir ósigur Suðurríkj- anna urðu þau fyrir þung- 'um búsifjum af Norður- ríkjamönnum, sem tóku að sér stjórnina þar og deildu og drottnuðu með tilstyrk atkvæða leysingjanna. Að minnsta kosti hundr- að hátíðir hafa verið á- ætlaðar næstu mánuði í hinum ýmsu suðurríkjum og á austurströnd landsins til að minnast hundrað ára afmælis þessa sorgarleiks. Landhelgisgæzlan mun samkvæmt fjárlögum kosta 33,9 millj. kr. í ár. .. . Þar af Óðinn 7,4, Þór 6, Ægir 5,2 og Rán 4 millj. kr. ... Þar að auki eru 5 millj. kr. ætlaðar til aúkn- ingar landhelgisgæzlunnar. Síðan veðurathuganir hófust í Reykjavík fyrir 120—140 árum, hefur slík starfsemi verið á flækingi. .. . Veður- stofan hefur líka verið á flækingi frá upphafi, ... Jón Eyþórsson telur þetta mjög óheppilegt, þar sem stað- hættir geti haft mikil áhrif á mælingar, svo að saman- burður á veðurfari verður óöruggur. Sólskinsmet var sett í Reykjavík í nóvember. ... Mæld- ist bjart sólskin 77,8 klst., sem er met síðan mælingar hófust árið 1923. ... Gamla nóvembermetið var frá Í950, 67,4 klst. •jif- Altalað er í bænum, að verzlunarstjóri hjá stórfyrirtæki einu í höfuðstaðnum hafi dregið sér 70 þús. kr. ... Málið var svæft á einhvern liátt, eins og oftar á sér stað. . .. Maðurinn mun liafa flutzt af landi brott. Alþýöublaðið — 15. jan. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.