Alþýðublaðið - 10.03.1961, Page 7
MYNDIN hér að ofan er a£
Þórbergi að hugsa unx ,,stóru
málin“, en að neðan situr séra
Friðrik og les í bók. Hér til
hliðar er mynd af grænlenzkri
konu, einni þeirra, sem stóð í
hlaði, þegar íslenzki ferða-
mannahópurinn kom til Græn-
lands síðastliðið sumar.
í GÆK var -blaðamönnum
boðið að sjá fimm litkvikmynd-
ir eftir Ósyald Knudsen, sem
verða frumsýndar í Gamla Bíói
á morgun, laugardag, kl. 3 e. h.
Fjórar myndanna eru frá Is-
landi og talar Kristján Eldjárn,
þjóðminjavörður með þeim en
I með Grænlandsmyndinni talar
Þórhallur Vilmundarson. Önn-
ur sýning þessa „Kvintetts“
verður á mánudaginn kl. 7 e. h.
Grænlandsmyndin nefnist
„Frá Eystríbyggð á Grænlandi'*
og er hún tekin á síðastliðnu
sumri í fyrstu hópferð íslenzkra
ferðamanna þangað. Brugðið er
upp myndum af stórbrotinni
náttúru Eystribyggðar og lýst
merkilegum minjum um stór-
virki Grænlendinga hinna
fornu í húsagerð. Þá er lýst bú-
skaparháttum og lífi Grænlend
inga á okkar timum.
Þá eru sýndar myndir af
þeim sr. Friðrik Friðrikssyni og
| Þórbergi Þórðarsyni. Myndin
I af Friðrik lýsir starfi hins
Jkunna æskulýðsleiðtoga með
. KFXJM-félögum í Reykjavík,
I Kaldárseli og Vatnaskógi.
í myndinni af Þórbergi er
honum fylgt eftir um- Suður-
sveit, þar sem krían gerir að-
súg að honum og sýndir dagleg
ir lifnaðarhættir hans í Reykja
vík, er hann situr að ritstörf-
um og iðkar heilsubótargöngur,
sjóböð og gerir líffæraverkfall
þess í milli, andar með annarri
nösinni og gerir Mullersæfingar
alnakinn í fjörunni í Örfirisey.
Auk þess er sýnt frá afmælis-
hófi Þórbergs og sjálfur segir
hann eina sögu eftir Árna Þór-
arinssyni, þegar Drottinn lækn-
aði giktina i læri konunnar.
Fjórða myndi er af refaveið-
um og heitir „Refurinn gerár
gren í urð“, snjöll mynd, þar
sem þrír refir eru skotnir.
En lengsta myndin og sú serfli
sýningin hefst á nefnist ,,Vorið
er komiið“. Hefur verið unnið
að þeirri mynd árum saman,
einkum dýralifsmyndunum.
Lýst er vorkomu á íslandi og
brugðið upp myndum af vinnu-
aðferðum, sem nú eru horfnar.,
Ailar myndirnar fimm erui
tvímælalaust með því bezta,
sem hefur verið gert hérlendis
þessarar greinar. Mikils virði
eru myndirnar af þeim sr. Frið-
ik og Þórbergi, og gott ef þarna
er ekki um nauðsynjaverk að
ræða, sem sagt að koma fræg-
um persónum til framtíðarinn-
ar með þessum hætti. Slík björg
unarstarfsemi virðist hafa ver-
ið ríkiandi, þegar vormyndin
var tekin, sem er víða ágætlega
falleg. Grænlandsmyndin er
mikið listaverk, sem á eftir a5
vekja mikla og verðskuldaða
athygli, eins og raunar aliur
þessi ,,kvintett“.
Alþýðublaðið — 10. marz 1961