Alþýðublaðið - 10.03.1961, Síða 13
MUWHUVmWMUUVMWVUUiUiHiUiUWWmvmmw
Noirænf sambgnd
ungra jafnabar-
■ IIIII II■ 11 fllllllM■I IIMI*
manna stofnað '62
UNGIR jafnaðannenn á
Norðurlöndum Kafa lengi
haft með sér samstarf á
ýmsum sviðum, Undanfarin
ár hefur sérstök norrœn sam
vinnuefnd haft með sameig-
inleg mál unghrevfinganna
að gera. Samband ungra jafn
aðarmanna á Islandi hefur
átt fulltrúa í sainvinnunefnd
inni og er hann nú Björgvin
Guðmundsson, formaður
SUJ.
Starf samvinnunefndar-
innar hefur reynzt svo vel,
að norrænu unghreyfingarn-
ar hafa nú í hyggju að hafa
með sér enn nánara sam-
starf.
Samvinnunefndin hefur
lagt til, að stofnað verði
heildarsamband ungra nor-
rænna jafnaðarmanna, For-
bundet Nordens socialdemo-
kratiske ungdom. Stofnend-
ur Sambands ungra jafnað-
armanna á Norðurlöndum
yrðu Danmarks socialdemo-
kratiske ungdom, Social-
demokratiske ungdoms Cent
ralforbund í Finnlandi, Sam
band ungra jafnaðarmanna
á Islandi, Arbeideres Ung-
domsfylkig í Noregi og Svcr
iges socialdemokratiska ung-
domsforbund.
Tilgangur SUJ á Norður-
löndum á að vera sá, að
síarfa sem heildai'samtök fyr
ir unghreyfingar . jafnaðar-
manna í Danmörku, Finn-
landi, fslandi, Noregi og
Svíþjóð, og sem siík annast
hið norræna samstarf og jafn
framt á alþjóðlegum vett-
vangi.
SUJ á Norðurlöndum á að
vinna að samhæfingu starf
semi meðlimasambandanna
á allan þann hátt sem mögu-
legt er, vekja lathygli á mál-
efnalegri afstöðu ungs fólks
og afla fylgis hugmyndinni
um sameinuð Norðurlönd.
Áætlað er, að stjórn sam-
takanna verði skipuð 11
mönnum, tveirn frá hverju
landanna og formanni, sem
kosinn verður sérstaklega á
þingi samtakanna, sem háð
verði annað hvert ár.
Búast má við, að nokkurn
tíma taki að koma þessum
norrænu samtökum á fót. —
Stofnun sambandsins og að-
ild að því verður að sam-
þykkja á þingum samband-
anna á Norðurlöndunum öll-
um.
Guðmundsson, var staddur
í Kaupmannahöfn fyrir
skömmu. Sótti hann fram-
kvæmdaráðsfund dönsku
unghreyfingarinnar, þar
sem þetla mál var rætt á-
samt ýmsum öðrum, sem
leggja á fyrir þing DSU.
Björgvin hefur skýrt frá
því, að mikill áuhgi sé fyrir
því í Danmörku að stofnað
verði SUJ á Norðurlönduni.
Ungir jafnaðarmenn á ís-
landi munu vafalaust einnig
gerast aðilar að því.
Áætlað er, að hægt verði
að halda stofnþing Sambands
ungra jafnaðarmanna á
Norðvjrlöndum árið 1962.
Arbeidernes Ungdoms-
fylking í Noregi hélt þing
sitt um síðustu helgi í Oslo.
Væntanlega hefur aðifd AUF
verið samþykkt á þinginu,
þótt fréttir hafi ekki enn bor
izt af því.
Ungir jafnaðarmenn í
Danmörku (DSU) munu
halda þing sitt um mánaðar-
mótin marz-apríl og þar
verður stofnun sambandsins
á dagskrá og má efalaust
telja að hún verði samþykkt.
Formaður SUJ, Björgvin
heimili bráðlega
FÉLAG ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík tók 15.
dcsember sl. á leigu fjórðu
hæð hússins að Stórholti 1.
I»ar hefur síðan verrð unn-
ið að því, að innrétta hús-
næðið fyrir félagsheimili.
Hæðin er 150 fermetrar
að flatarmáli, undrr risi. Á
henni verður um 100 ferm.
salur, eldhús, geymslur, sal
erni og gangar. Salurinn
mun geta rúmað við borð á
milli 60 og 70 manns.
Stjóm FUJ hefur starfað
sem félagsheimilisnefnd og
annast allar daglegar fram
kvæmdir. Fjölmargir félag
ar hafa lagt mikla vinnu
fram við innréttingar á hús
næðinu og einnig ýmis kon
ar sérfræðilega aðstoð.
Búizt er við að hægt verði
að vígja félagsheiniilið eft-
ir nokkra daga, lililbga
sunnudaginn 19. marz
næstk.
Fyrhhugað er, að í Fé-
lagsheimiiinu, sem verður
eittglæsilegasta félagsheimili
æskulýðsfélags í Reykjavík,
verði haldið uppr margs
konar tÚmstunda- og
skemmtistarfsemi. Þarna
eiga ungir jafnaðarmenn og
kunningjar þeirra að geta
komið saman flest kvöld vrk
unnar sér til gagns og gam-
ans.
Ennþá er margt óunnið
áður en hægt verði að taka
félagsheimili FUJ til notkun
ar. Sem fyrr segir er von-
ast til að það verði sunnu-
daginn 19. marz. Það er því
ekki nema rúm vika til
stefnu. Stjórn FUJ leggur
ó það ríka áherzlu að félag-
ar taki nú þátt í að leggja
síðustu hönd á verkið.
Þeir félagar í FUJ í
Reykjavík, Sem vilja hjálpa
til ættu að gefa sig fram við
formanninn, Sigurð Guð-
mundsson. — FUJ-félagar!
Takið þátt í að gera það að
veruleika, að félag ykkar
hafi til umráða myndarlegt
husnæði til skemmlunar og
starfs.
MYNDIN: — Ungur FUJ-
félagi, hjálpar til við inn-
réttingar félagsheimilis-
ins.
Ritstjóri:
Björn Jóhannsson.
Alþýðublaðið — 10. marz 1961 13