Alþýðublaðið - 14.03.1961, Qupperneq 16
ISVONA brást skopteiknari Politiken vilð, þegar fréttin barst um ;!
handtöku dönsku fegurðardísarinnar Lise Bodin fyrir meinta þátt-
töku í barnsráninu í Frakklandi, sem mjög hefur verið ræft undan- «;
- farna daga. Textinn undir teikningunni: „Danskar stúlkur eru mjög ;!
| eftirsóttar erlendis um þessar mundir.“ !;
WtWmMWWWtWWtWWtWlW.WWtWtWVlVWWWMWVWMVWWWWWMWW
Á VORI komanda verður haf
izt handa um að reisa stöð tii
sjóeldis á laxi og silungi í Búða
ósum á Snæfellsnesi. Kostnað-
itrinn við stöðina er áætlaður 3
miiljónir króna. Hlutafélag
verður stofnað í sambandi við
t>etta mikla fyrirtæki, og hefur
stjórn félagsins þegar verið val
in.
Gísli Indriðason Skýrði blaða
mönnum frá þessu á fundi í
gær, og sagði nánar frá tildrög
Indriði G. Þor-
steinsson kjörinn
formaður B.í.
ÁÐALFUNDUR Blaðamanna-
félags íslands var haldinn á
Hótel Borg sh sunnudag. Frá
farandi formaðu,. félagsins
flutti skýrslu um starfsemi fé
lagsins sl. starfsár. Formaður
f.vrir næsta starfsár var kjör-
inn Indriði G. Þorsteinsson,
en aðrir í stjórn voru kjörn-
ir: Jón Magnússon, Atli Stein
arsson, Björn Jóhannsson og
Högni Torfason.
Framhald á 15. síðu.
um þessarar hugmyndarÞað var
árið 1956 að hann kom fram
með þá hugmynd, að ala lax-
fiska, sérstaklega sjóbirting og
sjóbleikju, í sjó að loknu eðli-
legu ferskvatnseldi. Leitaði
hann þá fjárhagslegs stuðnings
til þessara tilrauna, en það
tókst ekki sökum þess að ráða-
menn töldu slíka aðferð ó-
þe'kkta, og ólíklegt að hún tsék
ist með arðvænlegum árangri.
Síðar kom í ljós að þessar til
raunir hafa verið framkvæmdar
í Noregi um 5 ára skeið með
mjög góðum árangri. Fór Gísli
þá þegar til Noregs með það í
huga, að kynna sér þessi mál
betur. Það voru tveir bræður,
arkitekt og garðyrkjufræðing-
ur, sem árið 1955 hófu að
hyggja smá stöð til sjóeldistil-
rauna á laxi í Noregi. Náðu þeir
nokkrum löxum með ádrætti í
sjó, og settu þá í sjóeldis-
„damma". Fyrst voru laxarnir
tregir að taka fæðið, en að lok
um fóru þeir að taka bita, og
með vorinu og hækkandi sól
tóku þeir að dafna.
Haustið ’56 voru svo tekin
hrogn og svil úr þessum löx-
um, og þeim síðan sleppt í sjó-
eldistjarnirnar, og gekk eldi
þeirra eðlilega síðan. Nú er bú-
I íð að taka hrogn og svil úr þess
] um sömu löxum þrisvar sinn-
um, eða fjórum sinnum samtals
og lifa þeir enn við góða heilsu.
| Eftir þessu að dæma, er hægt
að ala upp lax í sjóeldi, þannig
j að þroski hans og vöxtur verði
svipaður eins og í frjálsu lífi
væri. í Noregi eru nú í bygg-
ingu eða fullbyggðar um 60 sjó-
eldisstöðvar, og á næsta ári
verða þær sennilega um 120.
Slíka reynslu hafa Norðmenn
fengið af þessum tilraunum.
Hin góða reynsla af sjóeldinu
hefur m. a. komið fram í því,
að það nægja 3,8 kg. af fóðri til
að framleiða 1 kg. af matfiski.
Til samanburðar má nefna að
aðrar þjóðir þurfa allt að 10 kg.
Gísli sagði, að svo væri mál-
um 'komið hér, að engin lána
stofnun teldi sér viðkomandi
að lána til fiskræktar eins og
annarra atvinnuvega, enda hef
ur Gísli ekki notið neins op-
inbers stuðnings til þessa starfa
sinna. Því hefur ú verið tekið
það ráð að stofna hlutafélag,
og er nú hlutafjársöfnun í full-
um gangi.
Stjórn hins nýja félags skipa
þessir menn: Gísli Indriðason,
Ólafur Finsen, Benedikt Gutt-
ormsson, Áki Jakobsson og
Sturlaugur Böðvarsson.
42. árg. — Þriðjudagur 14. marz 1961 — 61. tbl.
Hvatti bændiar
til að nota eitur
í ÚTVARPINU í gærkvöldi
mátti heyra marg endurtekna
tilkynningu þess efnis, að bænd
ur væru varaðir við því, að nota
vítissóda eða önnur eiturefni
til þvotta á mjólkurílátum. Það
var tekið fram að tilkynning
þessi væri lesin að gefnu tilefni.
Þar sem þetta var mjög ó-
vanaleg tilkynning, þá aflaði
Alþýðublaðið sér upplýsinga
um tildrög hennar. Kom þá í
ljós, að tilkynningin hafði ver-
ið lesin vegna þess, að fulltrúi
Búnaðarfélagsins hafði flutt er
indi í útvarpið fyrr um daginn,
og í því erindi hvatt bændur til
að nota m. a. vítisóda til þvotta
á mjólkurílátum.
Nú er það svo að vítisódinn
er talinn það mikið eitur að
hann er merktur með þrem
krossum, eins og gert er við
svæsnustu eiturtegundir.
Einnig kom það í ljós við eft-
irgrennslanir blaðsins, að sami
maðurinn er flutti erindið í út-
varpið, mun hafa skrifað í ár
bók bænda, og þá einnig hvatt
til notkunar vítisóda við þvotta
á mjólkurílátum.
Hvað það er, sem kemur
manninum til að mæla svo
mjög með notkun þessa efnis,
veit enginn.
FLO.KKURINN
Fulltrúaráð Alþýðu-
flokksins í Reykjavík held
ur fund um bæjarmálin
annað kvöld kl. 8.30 í Fé-
lagsheimili múrara og raf
virkja að Freyjugötu 27.
Magnús Astmarsson bæjai
fulltrúi Alþýðuflokksins
flytur framsöguræðu um
bæjarmálin. Síðan vcrða
| frjálsar umræður.
SVARA ÞEIR [
/ KVÖLD ?
í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM í gærkvöldi um vantraust
það, er Framsókn og kommar hafa borið fram á ríkis-
stjórnina, beindi Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaáðherra
þessum fjórum ispurningum til stjórnarandstöðunnar og
kvaðst vilja fá skýr og ákveðin svör í umæðunum í
kvöld:
1. Ef Framsókn og Alþýðuhandalagið fengju meiri-
hluta í næstu kosningum, myndu þeir þá gera tilraun
til stjórnarmyndunar einir?
2. /Ef þeir mynduðu ríkisstjórn, myndu þeir þá keppa
að því að halda einu og sama gengi fyrir alla útflutn-
ingsframleiðsluna eða myndu þeir taka aftur upp bóta-
kerfi?
3. Ef þeir mynduðu ríkisstjórn myndu þeir þá keppa
að því að viðhalda því viðskiptafrelsi, sem nú héfur
verið komið á, eða imyndu þeir taka aftur upp þau
víðtæku innflutningshöft, sem áður höfðu verið við lýði
í nærfellt 30 ár?
4. Ef þeir mynduðu ríkisstjórn myndu þeir þá segja
tafarlaust upp varnarsamningnum við Bandaríkin?
Flokkar, isem bcra fnn vantraust á ríkisstjóm, gcta
ekki treyst á það, að vantraustið sé fellt. Þeir verða
þess vegna að vera reiðubúnir að skýra þjóðinni frá því
hvað þeir vildu gera fengju þeir völdin. Framsókn og
kommúnistar hljóta því að geta svarað þessum fyrir-
spurnum Gylfa Þ. Gíslasonar. Alþýðublaðið hvetur al- S
menning til þess að taka vel eftir því við umræðurnar jj
í kvöld hvort þeir svara eða ekki. '