Alþýðublaðið - 15.03.1961, Page 2

Alþýðublaðið - 15.03.1961, Page 2
mtstjðrar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt urðndal. — Fúlltrúar rit- ! «tjómar: Sigvaldi Hjálraarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: BJÖrgvin Guðmund son. -- Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíral 14 900. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- götu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á rnánuöi. í lausasölu kr. 3,00 eint Otgefandi: Alþýðuflok. urlnn. — Framkvæmúastjóri: Sverrir Kjartansson. Stefna andstöðunnar LANDHELGISMÁLIÐ hefur nú verið þraut- rætt á alþingi, fyrst í útvarpsumræðuTn heilt ; kvöld, síðan í 40—50 klukkustunda deilum í þing isölum og loks í tveggja kvölda útvarpsumræðum um hina vanhugsuðu vantrauststiíllögu stjórnar- andstöðunnar. Skoðanir flokkanna á þessu máli liggja því fyrir. Lúðvik Jósefsson hefur verið aðal forsvarsmað ur kommúnista í málinu. Hann hefur haldið a. m. k. þrjár miklar ræður og látið í 1 jós næsta óvæntar og furðulegar skoðanir. Þar er þetta at ' ihyglisverðast: > ; 1) Lúðvík telur 12 mílna útfærsiuna hafa verið ! lögleysu, ,sem ekki fengist staðfest fyrir nein um alþjóða dómstóli. | 2) Lúðvík telur, að innrás brezku herskipanna í 12 milna landhelgina hafi verið kjánaskapur og það hættuástand „dæilegir tímar“ fyrir íslenzka sjómenn. 3) Lúðvík ætlar nú að berjast fyrir því, að synj að verði þeirri viðurkenningu á 12 mílunum, i sem Bretar hafa gefið. ; 4) Lúðví'k vill fá Breta til að taka aftur loforð sitt um að beita aldrei framar herskipavaldi gegn landhelgisútfærslum íslendinga. : 5) Lúðvík berst fyrir að minnka aftur landhelg ina um 5065 ferkílómetra frá því, sem nú er. 1 Svo er að heyra, sem aðrir ræðumenn komm únista séu á sömu skoðun og Lúðvík, og Fram- sóknarmenn að miklu leyti líka. Þetta virðist því vera stefna stjórnarandstöðunnar í landhelg- ismáliinu í dag. | Getur nokkur hugsandi íslendingur fallizt á þessa stefnu? Getur nokkur maður sagt, að þessi stefna mótist af hagsmunum íslenzku þjóðarinn- ar? Er yfirleitt hægt að hugsa sér meiri ógöng- 'i ur en stjórnarandstaðan er komin í? Ríkisstjórnin hefur haldið sér við ályktun al- þingis frá 1959, þar sem hernaðarofbeldi Breta var mótmælt, og fullyrt, að íslendlngar hafi ó- tvíræðan rétt til 12 mílnanna. Hún hefur unnið : að lausn málsins á þeim grundvelli, að afstaða al- þingis í þessu hvort tveggju hefur verið staðfest. Þá hefur stjórnin tryggt meiri landhelgi en var I 1959, aukningu sem nemur 5065 ferkílómetrum, og leyst málið með friði. Þetfa er farsæl lauen, : sem gefur tilefni til að lýaa trausti á stjórnina, en ; ekki vantrausti. BÆNDURNIR vilja ekki láta sitt eftir liggja. Þeir eiga það mikid stéttarstolt, aS þeir þola það ekki að standa að baki mal- arfólki í neinu, ekki lieldur í tiidri og snobbisma. — E£ iil vill er þetta ósanngjarnt, — og sleggjudómur kveðinn upp yfir saklausum stritbændum upp um sveitir. Ég er albúinn að taka þessi upphaísorð min aftur ef bændur krefjast þess, en ef þeir þegja, ef þeir taka ekki til máls þá stend ég við orð mín og tek þau ekki aftur. BÆNDUR BYGGJA höll í Reykjavík. Hún er risin af grunni og gnæfir hátt yfir há- skólahverfi og Neskirkju, jafn vel káffærir hvort tveggja þeg- ar maður horfir heim til hennar úr fjarlægð. Það er rétt, að það eru bændur, sem ráðast í þetta stórvirki, því að iþeir eiga að leggja fram féð. Þeim hefur, með lögum verið gert að greiða hálft prósent af verði 'búsafurða sinna til byggingarinnar — og skulu þeir gera það — fyrst um sinn, í fjögur ár> 1958, 1959, 1960 og 1961 — og allt toendir til þess, og þar á meðal reynslan af lífsseigju skatta og tolla, að kvöðin verði framlengd. TALIÐ er að upphæðin, sem þannig er tekin af búsafurðum bænda til hallarbyggingarinnar nemi 6—7 milljónum króna á ári. Samkvæmt því leggja bænd ur til hennar um 25 milljónir krcna í þessi fjögur ár, hvað sem síðar kann að revnast um við- bótarfjárframlög þeirra. — Mér] þykir vænt um að fá eina höll til viðbótar í Reykjavík — og ekki er vanþörf á að byggja gistihús þó að Aron Guðbrands- son haldi því fram, að ekki só eins mikill skortur á gistrúmum í Reykjavík og fullyrt hefur ver ið. Mér dettur því ekki í hug að finna að því þó að ráðist liafi verið í að reisa þetta mikla og glæsilega hús, — og ég vil held1 ur ekki gagnrýna það, þó að bændur geri það. EN í ÞESSU EFNI sem öðru sest tildrið og snobbið í söðuðl- inn og flengríður um nýgróið tún ið. Þegar hornsteinn er lagður að stórbyggingum, sem standa munu i margar aldir, er sjálfsagt Framhald á 11. síðu. _, "2 15. marz 1961 — Alþýðubla®ið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.