Alþýðublaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 2
i Mtstjórar: Gisll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt uróndal. — Fulllrúar rit- ] «tjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: BJörgvin GuSrr.imd son. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 1 14 906. — Aðsetur: AiþýðuhúsiS. — Prentsmiðja AlþýSublaðsins Hverfis- götu 8—10. — Askriftargjald; kr. 43,00 á mánuðl. í lausasölu kr. 3,00 eint Ptgefandi: Aiþýðuílok.. urinn. — Fraxakvæmdastjcri: Sverrir Kjartansaon. Loðin stefna [ AFSTAÐA Framsóknarflokksins til utanríkis- ! má'la verður óljósari og dularfyllri með hverjum ! degi, sem líður. Samþykktir, ræður og gerðir I iflokksleiðtoga og flokksblaðs stangast gersamlega á, en enginn græðir á hringavitleysunni, nema ! .kommúnistar. Sömu daga, sem Framsóknarflokkurinn lýsir ! vilja sínum til samstarfs við vestræn lýðræðis- ! :ríki, tekur flokkurinn á Alþingi upp baráttu fyr ! ir áframhaldandi deilum við þessi sömu ríki, þeg j ar sættir með sóma standa til boða. Sömu daga 1 taka háttsettir Framsóknarmenn þátt í fundar- ihöídum kommúnista gegn vestrænum varnarsam - fökum og styðja þá í sundrungarbaráttu silnni. | Tíminn eyðir miklu rúmi í að sanna, að her í j landi sé óháður þátttöku í Atlantshafsbanda’lag j inu. Við getum rekið herinn, en verið í banda : laginu. Hins vegar gleymir Tíminn að nefna hitt, 1 að sú hreyfing, sem blaðið og flokkurinn tekur virkan þátt í og kallar sifg samtök hernámsand stæðinga, berst opinskátt fyrir hlutleysi íslands, • en það þýðir að slíta öllu samstarfi við lýðræðis : ríkin. Framsóknarmenn geta ekki haldið áfram á þessari braut. Flokkur þeirra verður, ef hann ætlar sér ábyrgt hlutverk í íslenzkum stjórnmál um, að marka skýra stefnu í þessum málum. Það : er ekki hægt að vera öllum allt. Öryggi trillubáta f TRILLUÚTGERÐ hefur farið vaxandi hér á : landi síðari ár, og er það ánægjulegt, því sá at : vifnnurekstur er vafalaust einn hinn hagkvæmn- asti, sem hér er stundaður við sjóinn. Oft hafa trillumenn lent í háska á hafinu, og er tími til ' kominn að hugsa meir um öryggi þeirra er gert . hefur verið. ; Forustumaður úr samtökum sjómanna hefur ; foent Alþýðublaðinu á, hvort ekki sé hægt að fá í trillurnar litlar talstöðvar, svo að þær gætu ■ jafnan haft samband við land eða aðra báta. Nú í hafa jafnvel leigubílar sínar smástöðvar, og ætti málið ekki að vera tæknilega erfitt. Blaðið vill i koma þessari hugmynd á framfæri við hlutaðeig : andi yfirvöld, en vonast tíl, að öryggi trillusjó manna verði meiri gaumur gefinn en hingað til. Auglýsingasími blaðsins er 14906 _____'LEGT ÚWAl LJEQÐ C//Ð /ULPA Mf/ Hannes h o r n i n u -jíf Stöðugt lögreglueftir lit nauðsynlegt á Hafnarfjarðarvegi. ýV Viðstöðulaus umferða brot. ýý Heimsóknir í kirkju garð. > Minnispeningur um Jón Sigurðsson. UMFERÐAREFTIRLIT á Hafnarfjarðarvegi er allt of lit- ið og' lélegt. Far verður maður varla var við eftirlit. Hér er um allra fjölförnustu leið að ræða í nágrenni Reykjavíkur, og má segja, að bifreiðastraumurinn sé alveg látlaus. Ég fullyrði ;að á hverjum klukkutíma séu framin mörg umferðabrot og sum mjög hættuleg. Ég tók eftir því einn daginn þegar ég fór þennan veg, að yfirgefnar bifreiðir stóðu á tveimur stöðum mjög illa á veg- inum og á öðrum tveimur stöð- um höfðu vörubifreiðarstjórar stöðvað bifreiðir sínar hlM við hlið, á vegnum og voru þeir að tala saman. HVORT TVEGGJA þetta er stórhættulegt og getur hæglega valdið slysum, enda lentu aðrir bifreiðastjórar í vandræðum vegna þessa. Ennfremur haga ýmsir sér mjög gálauslega í um- ferðinni, fara fram úr á hæðum, skjótast fram úr án þess að gefa neitt hljóðmerki, og er þetta sér staklega hættulegt vegna þess að vegurinn er alltaf holóttur og menn sveigja stundum allt í einu inn á brautina fyrir holurn ar — og þá er hætta á árekstri og slysi. HÉR DUGAR ekkert annað ezn lögregluþjónar á mótorhjólum, sem far.a viðstöðulaust eftir brautinni, annar komi frá Hafn- arfirðj og hinn frá Reykjavík og að gott samband sé á milli þeirra á hjólunum, helst talstöð, senu þeir geta talað saman í. — Um- ferðin um Hafnarfjarðarveg fer stöðugt vaxandi og þar hafa orð- ið mörg slys. Allt bendir til þess, að ef ekki vérður ráð £ tíma tekið, þá getum við átt von á vaxandi slysum og skemmdum á leiðinni. t J. J. SKRIFAR: ,.Fyrir ári sí@ an var minnst á það í blöðum, að það væri slæmt að Skerja- fjarðarvagn væri ekki látinn nema staðar við Kirkjugarðirm Þá var því, eftir því sem ég man bezt, lofað, að þessu skyldi kippt í lag: En ekkert heíur verið gert. Þúsundir Reykvíkinga eiga leio í gamla kirkjugarðinn, sérstak- lega um helgar. Það er erfitt fyr ir þá að þurfa að ganga lauga ieið til þess að fara í garðinn á Framh. á 12. gíðu. 2 21. marz 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.