Alþýðublaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 7
ÞAÐ er ekkert eins
dæmr að knapar slasist í
veðreiðum utaníands. Ny-
lega lá við stórslysi fyrir
knapa á skeiðvelli í Sví-
þjóð. Vanrækt hafði ver-
ið að setja styrktarhlíf á
hægri framfót hestsins
svo sem venja er með
þeim afleiðingum að hann
missteig sig og steyptist
og lenti knapinn þá und-
ir honum. Erlendir veð-
hlaupahestar eru mun
stærri og þyngrr en ís-
lenzku hestamir og lífs-
hættulegt að lenda undir
þeim. Knapinn hér á mynd
inni þótti sleppa vel með
tvö brotin rif, eina tönn
og slæmar skrámur á and-
litinu. Ilesturinn skadd-
aðist auðvitað tkkert.
■mmm
- ••
] S t Ö k k h ó 1 m i .
6. marz 1961.
Það er gert mikið af
því að fárast um spillingu
ungdómsins, ærsl og til-
tektir. Aldrei eru ungu
stúlkurnar sagðar hafa mál
að sig herfilegar en nú og
var þá önnur öldin, þegar
langamma stakk andlitinu
ofan í kartöflumjölspok-
ann og neri varirnar með
rótarbréfi, áður en hún
þeysti á þorrablót.
Litlu Brigittu Bardott-
urnar, Soffíu Lórenumar,
Audrey Hepburnurnar eru
taldar plága á hverju heim
ili, — þar sem þær er ann
að hvort að finna fyrir
framan spegilinn eða í
símanum.
Hér í Svíþjóð hefur mál
ið nú verið tékið nokkuð
öðrum tökum. Skólayfir-
völd og foreldrar hafa lát-
íð sér skiljast, að fár qg
mas hefur ekkert að segja,
ungar stúlkur vilja halda
sér til, þær beita til þess
öllum ráðum sem þær
kunna — og því er betra
að kenna þeim að halda
sér til á réttan hátt — en
að banna það, sem viðgeng
izt hefur frá alda öðli, —
hyort sem fyrirmyndin
hefur heitið Brigitte Bard-
ot, Mary Pickford eða He-
lena hin fagra.
Á stundatöflu sænskra
skólastúlkna stendur —
,.snyrting“ — ein klst. á
vetri. Á dögunum gafst
mér tækifæri til að vera
viðstödd slíkan tíma í
Shantungskólanum, — en
Shantungskólinn sem er
snyrtidömuskóli og ,,snyrti
stofa“ hefur gengist fyrir
þessum námskeiðum fyrir
skólastúlkur, — ennfremur
kvöldnámskeiðum fyrir
húsmæður, flugfreyjur,
sýningarstúlkur og ýmsa
starfshópa kvenna.
Fyrirlestrarsalurínn var
troðfullur af ungum Ev-
um, áhugi skein út úr
hverju andliti og heyra
hefði mátt saumnál detta,
slíkt steinhljóð var í saln-
um, ef þögnin hefði ekki
verið rofin af kennaranum,
sem hóf mál sitt með að
minna stúlkurnar á að
gæta hreinlætis, lifa heil-
brigðu lífi, sofa nóg, borða
heilnæman mat og anda að
sér fersku lofti. Síðan var
skýrt frá undirstöðuregl-
um í snyrtingu, gefin ráð,
minnt á, o. s. frv. og loks
voru tvær ungar stúlkur
kallaðar upp og snyrtar
eftir öllum kúnstarinnar
reglum eins og vera ber af
ungri stúlku, sem vill vera
fín. Aheyrendur fylgdust
með öllu þessu af sí-
vaxandi áhuga og loks
máttu allir bera fram
spurníngar, spyrja ráða og
loks gaf Shantungskólinn
öllum varalit í veganesti.
Eini gallinn á þessu var
sá, að Shantungskólinn er
einkafyrirtæki, sem að
sjálfsögðu leggur kapp á í
leiðinni að auglýsa sín eig-
ín fegrunarlyf. En þessi
galla sem öllum er augljós,
dregur e-kki úr aðsókn skól
anna, — jafnvel ströngustu
skólar hafa beðið um tíma
þar eð eftir þriggja ára
starf hefur Shantungskól-
inn sannað að þessi kennsla
er dýrmæt og vel þegin.
■----o----
Eva Ahanström er 16
ára, hún lýkur skólanum
í vor.
■
— Hvernig fannst þér
tíminn?
— Mér fannst ægilega
gaman.
— Heldurðu nú að þú
fylgir öllum þeim reglum,
sem settar voru fram?
—- Eg veit það ekki, en
ég man vonandi eitthvað
af þeim.
— Notar þú svört strik í
kringum augun, hvítan
varalit og ljóst hiár.
— Hárð er frekar Ijóst
frá náttúrunnar hendi, en
svörtu strikin læt ég Vera.
Eg er hrædd um að ég geti
ekki gert þau nógu vel.
Hreinsarðu andlitið með
kremi morgna og kvöld,
geyspar fyrir opnum
glugga og drekkur safann
úr sítrónu á morgnana?
— Stundum — ég, ætla
alltaf að gera það, alltaf.
— Veiztu nokkuð um
ísland?
— Jú.
— Hvað?
— Þar eru víst ægilega
falleg norðurljós .....?
----o----
Birgitta Jonsson er 13
ára.
— Ertu farin að nota
snyrtivörur?
— Svolítið.
— Augnskugga?
Framhald á 12. síðu.
■ ý ■■
Aljþýðublaðið — 21. marz 1961
'* ’ 'V '