Alþýðublaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 10
WWWWWMWWWWVW
Efnilegur
í LQ)I Fram ber mikicf
á ungum ogr efnilegum
mönnum og segja má, að
Fram ]>urfi ekki að kvíSa
framtíðinni. Þessi ungi pilt
ur, sem hefur knöttinn heit
ir Xómas Tómasson og
sýndi afburðagóðan ieik á
snnnudagskvöldið gegrt
Val. (Ljósm.: Syeinn Þorr
móðsson).
Bitstjóri: Örn E i ð s s o m
íslandsmótið /. deild
ÍSLANDSMÓTHE) í hand-
knatíleik héíí áfram um helg-
ina og var keppt bæði á laugar-
'og sunnudagskvöld. Tveir leik
jir fóru fram í I. deild meistara-
flokks karla á sunnudag, KR
vann Aftureldingu naumlega
23:21 og Fram vann Val með
töluverðum yfirburðum 24:13.
AFTURELDING VANN
FYRRI HÁLFLEIK
KR-ingar tóku forystu í leikn
um er nokkrar mínútur voru
af leik. Heinz Steinmann skor
ar og sltömmu síðar bætir Sig-
urður Óskarsson öðru marki
við. Helgr Jónsson ieikur
skemmtilega á vöm KRriwga
og skorar fyrsta mark Aftur-
eldingar, en Reynir gerir þriðja
mark KR úr vítakasti. Bern-
hard Linn sem er í framför sem
handknattleiksmaður skorar
fyrir Aftureldingu, en Pétur
gerir fallegt mark af Iínu, rétt
á eftir og aftur skorar Reyni úr
víti.
Leikurin gerist nú allfjörug
ur. Afturelding tegur ágæta
spretti og nær yfirhöndinní í
leiknum, en KR leikur mjög
lélega, slæmar sendingar og
óvenju opin vörn. Fjórum sinn
um í röð hafnar knötturinn í
marki KR, Helgi Jónsson tvö
og B. Linn tvö, 6:5 fyrrr Aftur-
eldingu. Karl Jóhannsson, lang
bezti maður KR jafnar með á-
gætu skoti.
Enn taka Aftureldingamenn
glæsilegan sprett, B. Linn tvö
úr víti og Tómas Lár. tvö mjög
falleg mörk. Og áfram heldur
skothríð Aftureldingar, Reynir
með hörkuskoti, B. Linn úr
viti og Ásbjörn úr fríkasti við
gífurleg fagnaðarlæti, staðan er
12:7 fyrir Aftureldingu!
KR-ingar herða sig nú og
eiga síðustu mínútur fyrri hálf
leiks, skora fjögur mörk, Karl
2 og Heinz og Pétur 1 hvor. —
Aftureldrngarmenn voru held-
ur ákafir að skjóta eftir hinn
mikla velgengniskafla og vöm-
in var heldur sein aftur, þegar
þeir misstu boltann. Fyrri hálf
Ieik lauk með 12:11 fyrir Aftur
eldingu.
★ VERÐSKULDAÐUR
SIGUR KR 23:21.
Lið KR var ákveðnara í síð
ari hálfleik og það gerði gæfi
muninn, þerr unnu verðskuld
aðan sigur 23:21. Annars er KI
í öldudal, liðið er illa samstill
og knattmeðferð og leikskipu-
lagr mjög ábótavant. Án Karls
Jóhannssonar er vafasamt, að
þetta ágæta lið hefði borið sig-
urorð a£ Aftureldingu. Beztu
menn í liði Aftureldingar eru
Helgr Jónsson, Tómas Lárusson
og Skúli Skarphéðinsson í
markinu. Bemhard Linn er í
mikilli framför eins og fyrr
segir. Hannes Þ. Sigurðsson
dæmdi leikinn vel.
*FRAM SIGRAÐI VAL
ÖRUGGLEGA 24:13.
Valsmenn léku allvel í fyrri
hálfleik gegn Fram eftir 15
mín. spil var jafnt 3:3. Þó vant
aði Val Sólmund í markrð. í
hans stað lék hinn gamalkunni
markmaður Vals Stefán Hall-
grímsson.
Síðari hluta fyrri hálfleiks
lék Fram skínandi vel á köfl-
um, fallegar sendingar á línu
og ágæt langskot, sérstaka
athygli vöktu óvænt og snögg 1
skot Guðjóns Jónssonar, sem
var bezti maður Fram liðsins.
Fyrri hálfleik lauk með sígri
Fram 11:6.
Síðari hálflerkur var svipað-
ur þeim fyrri, Fram jók stöðugt
bilið og þegar leik lauk hafði
Fram skorað 24 mörk gegn 13
mörkum Vals.
Lið Fram er grernilega næst-
bezta handknattleikslið lands-
ins í augnablikinu og eina lið-
:-ð, sem veitt getur FH ein-
hverja keppní. Það samanstend
ur af reyndum Ieikmönnum og
mjög efnilegum nýliðum, þeim
Tómasi Tómassyni og Sig. Ern
arssyni.
Val vantar tilfinnanlega
Framhald á 11. síðu.
Innanhúsmót í frjáls
íbróttum í V-Þýzkal.
Vestur-þýzka meistaramótrð
í frjálsíþróttuin innanhúss fór
fram í Stuttgart nýlega. —
Helztu úrslit urðu:
60 mó: Cullmann, 6,6, Schutt-
ler 6.7.
400 m.: Kinder, 48,0, Klappert,
49,2, Ulbricht 49,3.
800 m.: Schmidt, 1:50,4, Un-
seld, 1:50,7, Wemer, 1:51,6.
1500 m.: Blatt, 3:46,2, Eier-
kaufer, 3:49,2.
3000 m.: Böhme, 8:04,6, Miil-
Ier, 8:12,2, Bötling, 8:17,4.
60 m. grrnd: Neusske, 8,0,
Brocke, 8,0.
Langstökk: Klein, 7,58, Deyer-
ling, 7,34, Lothow 7,27,
Hástökk. Púll 1,99 m., Rieben-
sahn, 1,96 ni.
Þrístökk: Hajek, 15,25, Wisch-
meyer, 15,21 m., Strauss
15,01 m.
Stangarstökk: Möhring, 4,20
m., Mathias 4,20 m.
Kúluvarp: Lingnau, 1766, Ur-
bach, 17,43, Wegman, 16,99
metra.
Ársþing ÍBR
í kvöld
ARSÞING IBR verður haldið
áfram í kvöld í Tjarnarcafé, og
hefst kl. 20,00. Verða þá um-
ræður um íþróttamannvirkja-
gerð í Reykjavík, nefndir skila
áliti, tilnefndir fulltrúar í full-
trúaráð og á iþróttaþing ÍSÍ og
kosinn formiaður framkvæmda-
stjómar.
180
Á innanfélagsmóti ÍR í
IR-húsinu s.l. sunnudag
náði Valbjöm Þorláksson
ágætum árangri í há-
stökki, bæðr með og án at-
rennu. Hann sigraði í báð
um greinum, stökk 1,61 m
án atrennu og 1,80 m.
með atrennu, sem er
hans bezti árangur í grein
inni.
SVEINN ljósmyndarj tók þessa skemmtilegu mynd á sunnudags-
kvöldið. Hún sýnir að áhorfendur eru í góðu skapi að Háloga-
landi, en ekki vitum við hvað kætir þá svona mikið.
|0 21. marz 1961 — Alþýðublaðið