Alþýðublaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 1
42. árg. — Fimmtudagur 30. marz 1961 — 75. tbl. Japanir á islandsmið? ÚTHAFSÚTGERÐAR. FÉLÖG í Japan hafa nií mikinn áhuga á veiðum í Norður-Atlantshafi, við Is land, Grænland og Ný- fundnaland. Er talið, að þeir muni hef ja veiðar við ísland og á þessum slóð- um í náinni framtíð. Japanir hafa þegar byrj að togveiðar á Atlants- hafi. Sl. ár stunduðu fjór ir togarar veiðar við vest urströnd Norður-Afríku. Tekur hver ferð hjá þeilm 4 mánuði og mun fjár hagsútkoman af veiðum þessum góð, hagnaður er sagður nokkur. Munu nú fleiri fyrútæki í Japan einnig hafa í hyggju að hefja togveiðar við Norð ur-Afríku. Eitt fyrirtæk ið ætlar að áenda móður skip (sem getur fryst afl ann um borð) og togara til S-Afríku. ÞINGLAUSNIR íóru fram í gær. Friðjón Skarphéðinsson, forseti Samernaðs alþingis setti fund kl. 3,30 um leið og forseti íslands, Ásgeir Ásgeirs- son, gekk í fundarsalinn. Þrng ið hefur verið óvenju stutt en athafnasamt. Alþingi stóð í 145 daga og hélt samtals 236 fundi. 69 lög voru samþykkt og 31 þingsályktun gerð. Alls komu fram 231 mál og tala prentaðra þrngskjala varð 712. Þegar þingforseti hafði les- ið yfirlit yfir störf alþingis, kvað hann æði mörg mál hafa verið til umræðu, sum mikil- væg. og vandasöm, sem ekki væri ný saga. Eg óska þess, að löggjafir og ákvarðanir, sem alþingi hefur ákveðið, megi verða þjóðinni til heilla, eins og til er ætlazt, sagði forseti. Síðan óskaði hann alþingi allra heilla í framtíðinni, þakkaði ríkisstjórn og þing- mönnum gott samstarf og 69 LÖG - OG 31 ÁLYKTUN þingforseti þingmönnum góðr- ar heimferðar, gleðilegrar páska hátíðar og sumars og kvaðst vona, að menn mættu hittast heilir að hausti. Karl Kristjánsson, formað- ur þingflokks Framsóknar- flokksins, þakkaði forseta hlý og góð orð til samþingsmanna sinna, þakkaði honum alúðlega rækt störf og óskaði góðrar heimferðar og heimkomu. ‘Bað i færði varaforsetum. skrifurum | Rarl alþingismenn að taka und | og starfsfólki alþingis þakkir | ir orð sin með því að rísa úr fyrir vel unnin störf. Óskaði Framhald á 3. síðu. Blaðið hefur hlerað: Að veizlan við vígslu bænda- hallarinnar hafi „aðcins“ kostáð á þriðja hundrað þúsund krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.