Alþýðublaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 3
Kosningar í bankaráð o. fl. SÍÐASTA verk alþingis, áður en þinglausnir fóru fram í gær, var að kjósa í bankaráð fjögurra banka, endurskoðend- ur fyrir svo þeirra, stjórn Sem- ; entsveksmiðjunnar og úthlut- ■ unarnefnd listamannalauna. — Listar komu fram með jafn- mörgum nöfnum og kjósa átti, þannig að allt varð sjálfkjörið. Hér fer á eftir yfirlit yfir þess ar kosningar: Bankaráð Seðlabankan Is- lands: Af A-lista Birgir Kjaran,! Jónas G. Rafnar og Jón Axel Pétursson. Af B-lista: Ólafur | Jóhannesson, Af C-lista: Ingi .R \ Helgason. — Varamenn: Af A- ! lista: Ólafur Björnsson, Þor- varður J. Júlíusson og Emil Jónsson. Af B-lista: Jón Skafta- son. Af C-íista: Alfreð Gísla- son. Bankaráð Landsbanka Is- lands: Af A-lista: Ólafur Thors, Gunnar Thoroddsen og Baldvin Jónsson. Af B-lista: Steingrím- ur Steinþórsson. Af C-lista: Ein- ar Olgeirsson. — Varamenn: Af A-lista: Matthías Á. Mathi- essen, Sverrir Júlíusson og Guðmundur R. Oddsson. Af B- lista Skúli Guðmundsson. Af C- lista: Ragnar Óla.fsson. Sigga Vigga i nýrn útgáfu ÚT ER komin hátíðaútgáfa af Lilju, bróður Eysteins Ás-1 grímssonar, sem talin er feg- ursta helgikvæði, sem ort hef- ur verið á íslenza tungu, og af ýmsum erlendum fræðhnönn- um jafnvcl talsð eitt fegursta helgikvæði, sem íil er frá öllum miðöldum. Það er Prentsmiðja Jóns Ilelgasonar, sem gefur bókina út. Bókin er gefin út í tileíni af 600 árt'ð s'káldsins á langaföstu 1961, Hún er vönduð og falleg í sniðum, og vel til útgáfunnar vandað. Hún er bundin í flau- elsband mcð gilltu bókarheiti á forspjaldi. í formála sem Jóhannes Gunnarsson, Hólabiskup, rit- ar, segir m. a.: „Það eru ávallt gleðitíðindi, þegar ný útgáfa af Lilju kemur fyrir almenn- ingssjónir. Sú staðreynd, að að fyrri útpáfur hafa ætíð gengið til Vurrðar áður en langt leið, sýnir ’ljóslega, að enn þann dag í dag meta ís- lendingar Ldlju sem einn hinn fegursta óð. er 'kveðinn hefur verið á íslenzka tungu, dýran gimstein greyptan í um gerð þ"ót+nú1-:1íar rímsnilld- ar.“ Endurskoðendur reikninga Landsbanka íslands: Af A-lista: Jón Kjartansson. Af B-lista: Guðbrandur Magnússon. Bankaráð Útvegsbanka ís- lands: Af A-lista: Björn Ólafs- son, Guðl. Gíslason og Guðm. í. Guðmundsson. Af B-lista: Gísli Guðmundsson. Af C-lista: Lúðvík Jósefsson. — Vara- menn: Af A-lista: Gísli Gísla- son, Ólafur E. Sigurðsson og Hálfdán Sveinsson. Af B-lista: Björgvin Jónsson. Af C-lista: Halldór Jakobsson. Endurskoðendur reikninga Útvegsbanka íslands: Af A- lista: Björn Steffensen. Af B- lista: Karl Kristjánsson. Bankaráð Framkvæmda- banka íslands: Af A-lista Jó- hann Hafstein, Davíð Ólafsson og Gylfi Þ. Gíslason. Af B-lista Eysteinn Jónsson. Af C-lista Karl Guðjónsson. — Varamenn: Af A-lista: Gunnlaugur Péturs- son, Gunnar Gíslason og Egg- ert G. Þorsteinsson. Af B-lista: Halldór E. Sigurðsson. Af C- lista: Kristinn E. Andrésson. Stjórn Sementsverksmiðju ríkisius: Af A-lista: Ásgeir Pét- ursson, Pétur Ottesen og Guð- mundu Sveinbjörnsson. Af B- lista: Helgi Þorsteinsson. Af C- hsta: Ingi R. Helgason. Úthlutunarnefnd listamanna- laum: Af A-lista: Bjartmar Guðmundsson, Sigurður Bjarna son og Helgi Sæmundsson. Af B-lista Halldór Kristjánsson. Af C-lista: Sigurður Guðmunds son. Bankaráðin eru kosin til árs- loka 1964, samkvæmt nýaf- greiddum lögum frá alþingi, endurskoðendurnir til tveggja ára frá gildistöku viðkomandi laga, stiórn Sementsverksmiðj- unnar frá 6. febrúar 1961 til jafnlengdar 1965, en úthlutunar nefndin aðeins fyrir þetta ár. Bandaríkjastjórn fær fullt umboð Bangkok, Thailandi, 29. marz. UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkjanna í Suðausturasíu-banda laginu (SEATO) birtu í dag yf- irlýsingar að lokinni ráðstefnu bandalagsins. Dean Rusk, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna Sýning Jóhannesar Þ" * er skemmtilegt að koma í Listamannaskálann þessa dag ana, þar heldur Jóhannes Jó- hannccson listmálari sýningu á 28 olíumyndum. Frá því að Jóhannes hélt sína fyrstu sýningu fyrir tæp- um 15 árum síðan, hefur hann verið í stöðugri sókn á lista- brautinni. í fyrstu virtist litaskynjun Jóhannesar all einstrengings- leg eða einhliða og allhrjúf á köflum, hins vegar hefur Jó- hannes jafnan haft næmt auga fyrir formi og byggingu verka. Á síðustu árum hefur Jó- hann°si vaxið ásmegin í með- ferð lita, svo að nú hallast ekki á í því efni. Gaman væri að fjalla nánar ' um verk listamannsins á sýn- ingunni, en þar eru að mínum dómi athyglisverðust nr. 21 og 22; þá er „landslag“ einnig skemmtileg mynd og sama má segja um mynd nr. 23, „í minn- I ingu Snorra Arinbjarnar“, þar ' sem lagt er út af listaskóla þess ágæta listamanns, og er mynd- in verðug nafni sínu. Sýningin er mjög vel upp- hengd og það er upplífgandi að staldra við í Listamannaskál- ; anum þessa dagana. ' G. Þ. sagði, að ráðstefnan hefði verið einhuga um valdbeitingu í Laos ef með þyrfti. Kvaðst hann á- líta, að ályktun ráðstefnunnar væri nægilega skornorð til að koma í veg fyrir styrjöld. — Ilome, utanríkisráðherra Breta sagði, að ályktun ráðstefnunn- ar væri ágæt. Couve de Mur- ville, utanríkisráðherra Frakk- lands, sagði að annar fundur bandalagsins væri nuðisynleg- ur ef ákveða ætti hernaðarað- gerðir. Höfðu frönsku fulltrú- arnr áður lýst yfir því, að milli þeirra og hinna væri aðeins um að ræða ágreining um leiðir en ekki markmið. SKÁK SJÖTTA cinvígisskák Bot- vinniks og Tals var tefld á mánudaginn. Skákin varð jafn- tefli í 25. leik. Hefur Botvinnik þá 3% vinning, en Tal 2J/4. — Sjötta skákin fer hér á eftir: Hvítt: Tal. Svart: Botvinnik. 1. e4 c6 2. d4 05 3. e5 c5 4. dxc5 e6 5. Dg4 Rd7 6. Rf3 Re7 7. Bg5 h6 8. Bxe7 Dxe7 9. Rc3 Dxc5 10. 0-0-0 a6 11. Kbl Rb6 12. Rd4 Bd7 13. h4 0-0-0 14. Hh3 Kb8 15. f4 Hc8 16. h5 Hg8 17. Rb3 Dc7 18. Bd3 Rc4 19. Bxc4 Dxc4 20. Rd4 Be7 21. H3d3 Dc7 22. De2 Db6 23. Dg4 Dc7 24. De2 Db6 25. Dg4 Dc7 (Jafntefli), Rusk og Nehru talast við Washington, 29, marz. DEAN RUSK, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, sem nú er á fundi Suðausturasíubanda lagsins í Bangkok, mun fljúga til Nýju Delhi á fimmtudag, en. þar hyggst hann ræða við Neh- ru forsætisráðherra Indlands. Aðstoðarráðherra utanríkisáð- herrans sagði í Bangkok, að þeir Rusk og Nehru myndu ræða vandamál er upp hafa komið vegna árása og ofbeldis kommúnista í Laos og Viet- Nam. Þess er vænzt að Rusk ut anríkisráðherra muni koma heim 31. marz. Stjórnmálafréttaritarar segja að ráðstefnan hafi gefið banda- lginu, eða öllu heldur Banda- ríkjunum fyrir þess hönd, fullt uniboð til að koma í veg fyrir að Laos verði kommúnisman- um að bráð. Margir telja, að ’Laos-málið eigi að verða próf- steinn af Rúsca hálfu á þol, kjark og festu Kennedy for- seta. Reynist hann linur gegn hörku þeirra muni þeir áfram beita henni. Alþingi Framh. af 1. síðu. sætum. Friðjón Skarphéðins- son þakkaði vinsamlegar óskir í sinn garð. Loks gekk forseti íslands í ræðustól, las forsetabréf, þar sem ákveðið er, að þinglausnir fari fram miðvikudaginn 29. marz 1961. Lýsti forseti síðan yfir, að alþingi væri slitið, — óskaði þingheimi velfarnaðar og þjóðinni allra heilla. Ólafur Thors, forsætisráð- herra, mælti að síðustu: Heill forseta vorum og fósturjörð. ísland lifi! Tóku alþingismenn undir það með ferföldu húrra- hrópi. Alþýðublaðið — 30. marz 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.