Alþýðublaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 2
0Ut]órnr: Gisll J. Astþórsson (áb.) og Benedlki cironaai — Fulltruar rit- •tjómar: Sigvaldi Hjélmarsson og IndriSi G. Þorsteinsson — Fréttastjóri BJOrgvin Guömund n — Símar: 14 900 — 14 902 - 14 903 Augiýsingasítni 14 906. — Atisetur: AlþýBuhúsið. — PrentsmiSja AlþýBublaðsins Hverfis- götu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuðl 1 lausasölu kr. 3.00 ein» fltaefand-: Alþýðuflok urinn — Framkvœmoastlóri Sverrir Kiartansson Úrelt háfíðarhald PÁSKAHELGIN er gengm í garð. Fjórir minn ingardagar kristinnar kirkju koma með hálfum I vinnudegi skotið inn á milli. Mikili hluti atvinnu \ vega þjóðarinnar stöðvast, flest þjónusta við al- , menning fellur niður, skemmtanalíf fær langa hvíld, Nokkur þúsund lukkunnar pamfílar spóka sig á skíðum eða út í náttúrunni (ef veður er í gott), en 150—160 þúsund íslendingar sitja heima j og láta sér leiðas't. \ Svona er sannleikurinn um þessa helgi. Og við spyrjum: er ekki slikt helgihald orðið löngu úr- j elt? Við þoldum þetta í gamla daga, þegar at- i vinnuvegir voru einthæfir og almenningsþjónusta : nær engin, að ekki sé talað um tómstundalíf eða j skemmtan. En hæfir þetta nútíma þjóðfélagi? j Höfum við ráð á því framleiðslutapi, sem hátíð- j in veldur, og getum við látið efnaminnstu borg- ; ara okkar, verkamennina, taka þetta á sig kaup- laust, meðan aðrar stéttir hafa full laun fyrir að láta sér leiðast? Það er ekki niðrandi, þótt talað sé um leiðindi í fólki, sem ekki getur eytt páskunum á skíðum. Menn geta fundið sér sitthvað til hollrar heima iðju og notið hvíldar með fjölskyldum sínum. En leiðindi leggjast á vegna iðjuleysis og vegna drungans, sem okkur venjulega tekst að setja á Mtíðina. Hátíðahaldið er úrelt og hæfir engan veginn nútíma þjóðfélagi. Hins vegar er hinn kristni boð skapur páskanna og upprisunnar sannarlega ekki úreltur. Hann er jafn ferskur og áður, jafn stór- brotin hamingjulind, sem gefur öllu Mfi einfald- an og fagran tilgang, Það ætti að vera áhugamál kirkjunnar að halda ekki í úrelt foimsatriði, heldur gefa boð- skap sínum nýja túikun viið aðstæður hverrar * kynslóðar. Þess vegna ætti skírdagur ekki að vera helgidagur framvegis. Síðan ætti að stöðva vinnu, óþarfa þjónustu og alla skemmtan á föstu I daginn langa og minnast krossfestingarinnar. Laugardagur getur verið laugardagur áfram, en Jpálskadagur ætti að vera dagur upprisunnar og ! «g gleðinnar, en annar páskadagur að falla niður með öllu sem helgidagur. ’ Með sMkri skipan mundu allir aðilar betur á I veginStaddir, •jw^a3Úrtt«úin>4- kkkjan,- átvinnuvegirn- I ii', þjóðarheildin, einstakHngarnir. — Og svo ættu verkamenn að fá fast vikukaup, svo að þeir geti skaðlaust eins og aðrir veitt sér ! GLEÐILEGA PÁSKA 2 .30. marz 1961 — Alþvöublaðið - ... r u . . . - . .... f ’ Pf Úr ræðu Sigurðar Ingimundar- sonar í útvarpsumræðunum í fyrrn kvöld bentí Sigurður Ingimund arson ræðumaður Alþýðu- flokksins á það, að í árslok 1958 hefði Hannibal Valdi- marsson ritað í Vinnuna um, að áframhaldandi verðbólgu- þróun mundi- leiða til glötunar. Sú leið lægi fram á hengiflug. En nú virtist svo sem stjómar- andstæðan vildi fara þessa lerð og helzt fram af hengibrún- inni. Sigurður ræddi meðal ann- ars um stjórnarandstöðuna. — Kvað hann Framsókn- armenn og kommúnista ólíkt hafast að nú og verið hefði í tiið vinstri stjómarinnar. Minnti Sigurður á, að voríð 1958 hefði vinstri stjómin sett lögin um Útflutningssjóð, sem þýtt hefði 23—35% gengisfell- ingu í innflutningsverzluninni og 35—45% gengisfellingu í útflutningsverzluninni. Að þessum ráðstöfunum stóðu Framsóknarmenn og 'komm- únistar, sagði Sigurður, en nú berjast þeir gegn 20% gengis- lækkun í útflutningi og 34 gengislækkun í innfiutningi. Sex mánuðum eftir að lögin um Útflutningssjóð voru sett var yfirvofandi, að árangur þeirra rynni út í sandinn vegna stórfelldra hækkana kaupgjaldsvísitölunnar. Hanni bal Valdimarsson, sem þá var ábyrgur ráðherra skrifaði þá greiji í Vinnuna, tímarit ASÍ og skoraði á bændur að falla frá afurðaverðshækkun og verkamenn að falla frá nokkr- um vísitölustigum. Hannibal gerði sér þá vel ljóst, hvert stefndi, ef verðbólgunni yrði sleppt lausri þar eð hann skrif aði í 'Vinnuna um verðbólgu- þróunina á þessa leið: -Nú er fiestuin ljóst, að þetta er leið- in til glöíunar. Hana rná ekki ganga til enda, þar eð hún liggur fram á hengiflug. Her- mann Jónasson forsætisráð- í ióíll 15.. - - ‘ »■< herra gekk fyrir Alþýðusam- bandsþing og skoraði á þingið að veita vinstri stjóminni frest. Þingið synjaði beiðni hans og nokkru síðar sagði Hermann áf sér og sagði: Ný verðbólgualda er skollin yfir. Engin samstaða er £ stjóminni um aðgerðir: Og hann sagði jafnframt, að ef ekkert yrði aðgea-t gæti verðbólguþróunin orðið óviðráðanleg, Sigurður Ingimundarsorí sagði, að ríkisstjóm Emilð Jónssonar hefði komið í veg fyrir að verðbólgualdan yrði ó- viðráðanleg með aðgerðuna sínum í efnahagsmálunum. Stjórn Emils gerði því það, er Hermann vildi gert hafa en gat ekki. Sagði Sigurður að vissulega hefðu Framsóknar- menn og kommúnistar gert sér 'ljósan vanda efnahagsmál- anna 1958, enda þótt þeir vildu ekkert viðurkenna nú. Sigurður vék að skýrslu norsfca hagfræðingsins Per Draglans, sem hingað kom á vegum samstarfsnefndar laun þegasamtalranna. en Dragland er hagfræðingur norsku laun- þegasamtakanna. Sagði Sig- urður í því sambandi, að norsk ir launþegar hefðu bætt kjör sín um 40% sl. ár á sama tíma og kjör ísl. launþega hefðtl versnað. Sigurður sagði, að Dragland hefði komizt að þeirri niðurstöðu. hér, að nauð synlegt hefði verið að hreinsa Framhald á 11. síðu. Húsgögn Lisiiðnaðarsýiiing ] Félags húsgagnaarkitekta að Laugavegi 26 er opin virka daga kl. 2—10 og kl. 10—10 á helgidögum. Félag húsgagnaarkitekía ; FERMINGARSKEYTASIMI RITSIMANS ? \ REYKJAVÍK ER 2-20-20 !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.