Alþýðublaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 4
UNDANFAEIÐ hafða stöð tigt borizt fregnir af átökum í Angola, stærstu nýlendu Portúgala í Afriku, og síðustu viku varð æ skemmra stórra högga í milli. 13 Evrópumenn voru drepnir af rauðmá'uðum svertingjum í þorpinu Ucua um 150 km fyrir norðan höfuðborg ina Luanda og skömmu síðar var gerð önnur árás á þorpið, þó að portiigalska fréttastofan hafi ekki þá getið um neitt manntjón, nema i liði sver ingja. Fregnir um slíkar árás ir hafa borizt víðsvegar að úr Angola undanfarið og benda til þess, að ar.dstæðingar Portú gala fari vaxandi, bæði að' á ræði og .getu. 3’íkar árásir hafa staðið yfir allt frá því, að Galvao höfuðs maður gerði tilraun sína t.il að stela hafskipinu Heiíagri Maríu Sú tilraun mun aðellega hafa verið gsrð til að vekja athygli á málstað anástæðinga Salaz* ars, hins aldna einræðisherra Portúgals, og það hefur sann arlega tekizt. Þó að ströng rit skoðun sé í Portúgal og r.ýlend unum, síast þó alltaf út nokkr ar fregnir og portúgalska frétta stofan Lusitania sendir nú orð ið fi''.gnir af átökunum ^ortúgalskar heimildir gefa í -skyn, að órói þessi sé að .kenna samtökum. er nefnast Samtök angólskrar þjcðar, og starfi þau samtök utan iandamæra Ang ola. Hefur portúgalska frétta stofan iðulega skýr.t frá því, að þeir aðilar, sem standi fvrir átökum í landinu komi yfir landamærin frá franska eða belgíska Kongó. Það er þó eng inn ef; á þvi, að átök þessi eru of víðtæk og verða á of stóru svæði til að þau geti eingöngu verið komin til fyrir verknað • manna u.tan Angola. F IL n allt um það er eðli þessara átaka nokkuð óljóst, og þá nátt úrulega fyrst og fremst vegna þess, að ritskoðunin kemur í veg íyrir. að rétt mynd fáist. Ekki er íil dæmis vitað, hvort árásirnar á Evr ’oumenn er.u skipulagðar eða hvort þær bein ast aðeins að þeim Evrópu mönnum, sem af tilviljun eru á þeim stað. serri árásin er gerð á. Spurriingin er sem sagt, hvort um sé að ræða eins kon ar Mau Mau' féla.gsskap éða ekki Þá er og óvitað, hvort þjóðerniss'nnar þessir lúti ein hverri póhtískri yfirstjórn .eða ekki. Enn eit.t er víst, og það er, að einangrún Angola er lokið. á ^ M'ökm í Angola hafa þegar leitt ti.l þess, að Salazar hefur gert all vlðtækar breytingar á stjórn. sinni. Hann hefur. skipt in utan heimalandsins og hann hefur sjálfur. tekizt á hendur landvarnaráðuneytið. Þá hefur hann og rekið herstjórann í Lissabon. í stað Lopes Alves aðmíráls. hefur Moreia, prófess or, verið skipaður ráðherra landssvæðanna utan heima iandsins. Minna þessar breyt ingar m. a. á það, að innan hersins hefur jafnvel verið nokkur óánægja með stefnuna sl. tvö ár. egna ritskoðunarinnar er erfitt að gera sér grein fyrir, hverjar eru tilfinningar manna í Portúgal, hvort sem er i inn anlandsm.álum eða í sambandi við nýlendur landsins. En það segja. erlendir blaðamenn, sem heimsótt hafa Portúgal,. að hinn almenni borgari sé helzt þeirrar skoöunar, að iþær ráð stafanir. sem gerðar hafa verið nýlega í. þá át.t að herða rit skoðun og styrkja varnir o. s. frv. séu líkastar að . byrgja brunninn, þegar barnið er dott ið ofan í. Á ndstæðingar . stjórnarinnar hafa upp á síðkastið fært sig allmikið upp á skaftið og fært Tomás, forseta, hverja bæna skrána af annarri, þar sem þéir heimta umbætur þegar í stað, þar á meðal málfrelsi, Og svo ■ að vik.ið sé aftur að hernum j miá minna á, að á sl. ári voru 23 | liðsforingjar og óbreyttir borg arar 1 kallaðir fyrir rétt fyrir samsaeri gegn ríkinu. Þeir hlutu væga dóma, sem þá var litið á sem tilraun til að: friða almennrng. að má vera, að þessi slðasta uppsto.kkun Salazars á ráðu neyti sínu sé síðasta tilraun hans til að halda áfram þeim völdum, sem hann hefur haft síðan 1932 En hversu sem það kann að vera, þá hefur aðstaða hans i Afriku stórversnað. Hann hefur haldið þvi fram, að hið eina, sem þörf væri á í þeim heimshluta, væri að standa fast fyrir. Árásirnar á Evrópumenn í Angoia vdrðast benda tll, að einhvers meira sé þörf en að standa fast fyrir, og hætt er við, að afrisku ná grannaríkin séu ekki á þvi að láta slfkt nægja. EKKI alls íyrir löngu gerð ist það, að ég stóð frammi fyr Ir þeim andans skörungi, sem þjóð vor átti mestan fyrr á tím um, og trúarleiðtoga, sem al þýða manna mat .svo mikils, að hún kjöri.sér hann átrúnaðar dýrling í margar aldir, og geym ir minningu hans í örnefnum enn í dag. Eins og að líkum lætur var maður sá svipmikill, enda fann ég þegar að hann n”mdi ég lengi muna. Þetta var C'iðmundur góði biskup að Hólum, og bar fundum okkar saman í vinnustofu Gunnfríðar Jýnsdcttur myndhöggvara hér í Reykjavík. Ég er enginn listfræðingur, en engu að síður veit ég, að þeir hafa aflað sér þeirrar þekk ingar, sem er nauðsynlegur grundvöll.ur réttlátu mati á því sem einna vandmetnast er — árangri þeim, sem listamaður nær í verkum sínum Þótti mér þvi nokkurs virði að vita, að einn af lærðustu og þekktustu listfræðingum Finna, sem nú er skömmu látir.n, liefði á sín um tíma lokið miklu lofsorði á þessa líkneskju af Guðmundi góoa, er hann stóð frammi fyr ir honum, eins og ég nú, og bað loks leyfis er hann kvaddi, að fá að Lta hann einu sinni enn, — ,,til þess að geta tekið svip hans með sér". Einnig sá ég mynd af líkn eskjunni, sem einn af frægustu myndlistarmönnum Norður landa, Altonen, hafði ritað á tvímælalaps viðurkenningar orð, sem sýna að hann taldi hér um mikið listaverk að ræða. Eiginlega má það teljust furðu gégna, að þetta listaverk skuli ekki fyrir löngu vera orð ið almenningseign, að Guð mundur góði skuli enn vera lokaður inni í þröngri vinnu stofu yið Freyjugötuna, en ekki standa á stalla norður á Hólum og horfa þaðan yfir Hjaltadal og Skagafjörð. En hann átti oft langa og tafsama leið heim.að Hólum í sinni biskupstíð, og varð að sætta sig við að vera vaumetinn af þeim höfðingj um, sem þá réðu Jögum og lof um í skjóli sjálftekinna valda — en því meiri varð vegur har.s siðar. Karinski þetta fylgi honum enn. Stundum heyrist þess getið, að fundist háfi áður óþekkt listaverk eftir menn sem voru iitils metnir af samtíð sinni, en seinni kynslóðir leiddu til öndvegis með snillingum; þykja slíkir listaverkafundir að vonum hinir merkilegustu og vekja alþjóðaafchygli. Kannski á líkneskjan af Guðmundi um ráðherra ' fyrir landssvæð góða eftir að finnast að nokkr um áratugum liðnum — hver veit! E.n hitt mega allir vita, að þau listaverk, sem listamaður inn hafði aldrei aðstöðu til að skapa sökum erfiðleika og van mats, finnast hvergi að honum látnum, að seinni kynslóðir geta ef til vill goidið honum skuld samtíðarinnar að .nokkru — en aldrei bætt sér það tjón, sem samtíðin vann þar éftirkomendum sínum. Guðmundur góði stendur þarná í þröngri vinnustofunni, stórbrotinn og svipmikill. Það ,ér heiðríkja yfir enni hans, en drættirnir við munninn lýsa ó bifaniegri festu, þolgæði og þrá kelni þessa óbilgjarna andlega leiðtoga islenzkrar alþýðu í eina tíð, sem kunní eklci að lúta öðrum höfðingjum en þeirn æðsta, og hlýddi engu valdboði öðru en köllun sinni. Ef til vilj verða manni þó minnisstæðast ar hendur hans — þessar hend ur, sem veittu sjúkum bót, vígðu björg og brunna. Þarna stendur hann og bíður, og er enn hvergi að neinu getið, og ósjálfrátt vaknar hjá manni grunur um að bið hans kunni að . verða svo löng, að þolin mæði hans og þrákelkni verði fullreynd áður en lýkur. — L. ^ 22. apríi 1961 Aiþvöublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.