Alþýðublaðið - 25.04.1961, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 25.04.1961, Qupperneq 11
f sigraði alls í sex flokkum SÍÐUSTU leilk,Vr íslands- mótsins í handknattleik voru háðir sl. sunnudagskvöld, þá léku Ármann og KR í meistara flokki kvenna og FH og Fram í meistaraílokki karla, I. deild. Fyrri leikurinn hafði engin áhrif á endanleg úrslit, því að FH hafði þegar tryggt sér sigurinn. Síðari leikurinn var aftur á móti hreinn úrslita leikur. •fc Ármannsstúlkurnar sigruðu. Kvennaleikurinn var ekki vel leikinn, en lið Ármanns sýndi þá góð tilþrif og vann verðskuldað 8:5 (3:2). Þær léku nú báðar með Sigríður Lúthers og Rut í markinu og það hafði mikil áhrif á liðið í heild. Rut varði ágætlega og Sigríður gerði flest mörkin, enda skytta mikil. Kristín átti og ágætan leik. KR-stúlkurnar voru með slappasta móti, það var eins og þær vantaði allan baráttuvilja, en einnig virtist bæði sóknar og varnarspil í molum. Dómari var Daníel Benjamínsson. Fram vann fyrri hálf- leik. Nú var komið að aðalleik kvöldsins, úrslitaleik I. deildar meistaraflokks karla milli FH og Fram.Flestir spáðu sigri FH fyrirfram, en ýmsir héldu því fram, að lið Fram, sem sýnt 'hefur ágæta leiki síðustu vik- urnar, gæti komið á óvart, sem og varð. Leikurinn hófst með miklum hraða og mörgum mörkum. Kristján Stefánsson skorar fyrsta mark leiksins fyrir FH með miklum glæsibrag, en Sigurður Einarsson iafnar eft- ir ágæta sendingu Hilmars á línu. FH nær enn forystu með góðu skoti Birgis, en Ágúst svarar fyrir Fram, fallegt mark óverjandi fyrir Hjalta. Á 5. mín. kemst FH enn yfir, Örn af línu, en Sigurður jafnar og Guðjón skorar strax á eftir glæsilegt mark og leikar standa 4:3 fyrir Fram. Birgir fyrirliði FH jafnar fljótlega og Kristján bætir öðru við með frábæru skoti. Guðjón jafnar fyrir Fram. — 'Varnir beggja liðanna voru oft ótrúlega opnar, það sýnir markafjöldinn er 9 mín. voru af leik, 5:5. I ★ FH kemst í 9:6. FH nær þriggja marka for- skoti á næstu 12 mín. 9:6, en fengu a. m. k. tvö ódýr mörk I vegna klaufaskapar Fram- [ ara. Leikmenn Fram herða sig | mjög síðustu 10 mín. fyrri hálf j leiks. Guðjón skorar 7. og 8. | markið. Hilmar jafnar og Karl j Ben. skorar 10 mark Fram, 1 svo nú standa leikar 10:9 fyrir Fram. Það sem eftir er af fyrri ) hálfleik skorar Einar fyrir FH j og Hilmar fyrir Fram, svo að hálfleikurinn endar 11—10 fyrir Fram. Péfur Anton'ss-an skorar fy:5r FH.. ISLANDSMEISTARAR FII í hanclknattleik 1961, fremr'i röð frá vinstri: Berg þór Jónsson, Birgir Björns son, Hjalti Einarsson, Örn Hallsteinsson. Aftari röð frá v'instri: Kristján Stef ánsson, Pétur Antonsson, Einar Sigurðsson, Ragnar Jónsson og Hallsteinn Hin rik.sson, þjálfari, Ljósm. Sv Þorm. FH byrjar seinnr hálf- leik vel. FH byrjaði seinni hálfleik mjög vel og eftir 7 mín. hafa þeir skorað 4 mörk en Fram ekkert, 13—11 fyrir FH. Einari Sigurðssyni er nú vikið af leik velli í 2 mín. og á meðan skor ar Tómas fvrir Fram og á 11 mínútu jafnar Ágúst 13—13! Varnir beggja liðanna eru mun betri en í fyrri hálfleik, en jafnframt fæi’ist nokkur harka í leikinn. Pétur Antonsson skorar fyrir FH á 13. mín. og Sigurð ur jafnar mínútu síðar. — Nú kemur nokkuð langur kafli án þess að liðunum takizt að skora, en á 21. mín. er dæmt vítakast á Fram, sem Birgir f korar úr. Spennan í leiknum nær nú hámarki, en á 25. og 28. mínútu skorar Pétur síðara Framhald á 13. síðu. FH kvöld oð Hálogalandi /r1 uríOO í Haynes Italskj klúbfcurinn M I L A N hefur boðið Fulham 100,000 pund fyrir landsliðs’innherjann og fyrirliða landsl'iðsins Johnny a y n e s, Án efa var leikkvöldið á laug ardaginn það langskemmti- legasta í þessu Handknattleiks- móti íslands, sem nú er lokið. Fram fóru 5 úrslitaleikir í yngri flokkunum, allir hörku- spennandi og jafnir frá byrjun til enda. FH vann Fram í 2. fl. kvenna. Leikur stúlknanna, bar öll merki taugaóstyrksins, sem alltaf hlýtur að fylgja úrslita- leik í móti. Stúlkurnar sendu boltanum allt of oft í vitleysu og fálmið var áberandi. Liðin skiptust á um að skora og FH hafði öllu betur í hálf- leik. 4—3. Síðari hálfleikurinn var mjög svipaður, en Jóhönnu tókst að jafna fyrir Fram rétt fyrir leikslok, enda þótt henn- ar hafi verið gætt til hins ítr- asta allan leikinn. Ekki tókst Fram þó að vinna Ieikinn. Að vísu komust Framstúlkurnar yfir í 7—6 með vítakasti (Jó- hanna), en FH skoraði tvö síð- ustu mörkin og vann 8—7. Sig urmarkið var skorað er um 7 sekúndur voru til leiksloka. ■— Markvörður FH var greinilega allra kvenna taugaóstyrkust og mörg skot Fram hefðu með réttu alls ekki átt að bæta við markatöluna, en sem sagt þannig getur farið „á beztu bæjum“. Sigur FH í flokknum er sanngjarn. í' i • ' i i : I Ármann vann 3. fl. B. Leikur Ármanns og Fram í 3. fl. B var æsispennandi og mjög ve) leikinn af B-liðum að vera. Langmesta athyglina að öðrum ólöstuðum vakti hinn efnilegi leikmaður Ármanns, Árni Þor- valdsson. sem skaut Framvörn- inni skelk í bringu í hverfc sinn, sem hann snerti boltann, enda skoraði hann a.m.k. 7-3 af 13 mörkum liðsins. f hálfléik var staðan 6—5 fvrir Ármann. Síðari hálfleikinn skiptust lið- in á um að skora og hafa ýfir- höndina, en í leikslok jafnar Fram á 10—10 eftir geysi taugaspenning. Framlenging- una tókst Ármann þó að vinna, með ósköpum þó, 13—12, ea ekki varður annað sagt, en að Fram hafi varið með betra ljð í þessum flokki styrkur Ármenninga liggur 0f mikið á einum manni. Línuspil fyrir- fannst heldur ekki hjá Ái- menningum, þar sem Fram l^k oft laglega inn á línuna. Framhald á 13. síðu. i Urslit deiíd - i / f ENDANLEG úrsl'it í I. deild meisíaraflokks karla urðu sem hér segir: L U J T mörk st. FH 5 5 0 0 164:79 10 Fram 5 4 0 1 130:85 8 KR 5 3 0 2 108:111 6 Valur, 5 2 0 3 92:117 4 ÍR 5 1 0 4 113:139 2 Afture. 5 0 0 5 92:168 0 »u; xt vs tí' w • t. . Alþýðublaðið — 25. apríl 1961

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.