Alþýðublaðið - 25.04.1961, Page 16
ÍMMItO)
42. árg. — Þriðjudagur 25. april 1961 — 92. tbl,
VERKFALLI
í KEFLAVSK
ÓLÖGM
FÉLAGSDÓMUR kvað síðdeg
is í gær upp dóm í máli varðandi
verkfall Verkakvennafélags
Keflavíkur og Njarðvíkur. Gekk
öómur á þá lund ,að verkfall'ið
væri ólögmætt gagnvart Vinnu
veitendafélagi Suðurnesja vegna
þess, að ekkj vær.i tal'ið sann
að gegn mótmælum Vinnuveit
endafélagsins, að þeim samningi
sem ki-afizt var breytinga á,
fcefði á sínum tíma verið sagt
Úpp að því er Vinnuveitendafé
lag Suðurnesja varðaði.
Verkfall verkakvennancna var
því af Félagsdómi metið ólög
vtwwwwwwwwww
Sprúttsali
gómaður í
I Keflavík
Keflavík, 24. apríl.
LÖGREGLAN í Kefla-
vík gónvaði leynivínsala
í dag. Hafði hún fengið
vísbendingu um, að á-
fengi yrði selt á ákveðn-
um stað og á ákveðnum
tíma. Fór lögreglan á
vettvang og kom leigu-
J bílstjóri á staðrnn með
£ eina flösku af áfcngi.
? Húsleit var gerð heima
^ ^ijá .biistjóranum og
fundust þar 11 tómir
kassar undan vínflösk-
um. Viðurkenndi liann,
að hafa selt upp úr þerm
en samtals rúma kassarn
ir á 2. hundrað flöskur.
Leigubílstjóri þessi mun
lengi hafa legið undir
grun um leynivínsölu.
H. G.
■MnMMMMMHMHWMMIWW
mætt, þar sem ckki er heimilt,
samkvæmt gildandi vi-nnulög
gjöf, að gera verkfall til að
knýja fram breytingar á gild
andi kaup og kjarasamningi.
í málinu voru ekki hafðar
skaðabótakröfur gegn Verká
kveninafélaginu, en Vinnuveit
endafélag Suðurnesja áskildi sér
rétt til að krefjast skaðabóta, ef
dómur gengi á þá lund, er að
framan greinir.
í Félagsdómi eiga sæti: Hákon
Guðmundsson, hæstaréttarritari,
forseti dómsins, Gunnlaugur
Briem, ráðuneytissjóri, Einar B.
Guðmundsson, hæstaréttarlög
maður, Ragnar Ólafsson, hæsta
réttarlögmaður og ísleifur Árna
son, fulltrúi. Benedikt Sigur
jónsson, hæstaréttarlögmaður,
sat í dómnum í gær í forföllum
ísleifs_
Ragnar Ólafsson skilað; sér
atkvæði, þar sem hann taidi
samningum hafa verið sagt upp
og verkfallið loglegt. Verka
kvennafélagí Keflavíkur og
Njarðvíkur var gert að greiða kr.
800 í málskostnað.
Björgvin Sigurðsson flutti mál
ið fyrir Vinnuveitendasamband
íslands, er rak málð fyrir Félags
dómi f h. Vinnuveitendafélags
Suðurnesja. Egill Sigurgeirsson
fór með málið af hálfu Alþýðu
sambands íslands, sem rak mál
ið f. h. Verkakvennafélags
Kefiavíkur og Njarðvíkur.
Rabat, 24. apríl (NTB—
Reuter). — MAROKKÖNSK
stjór.narvöld hafa komið upp
sterkum öryggisráðstöfunum
vegna uppreisnarinnar í Alsír.,
sterkur vörður á flugvöllum.
Hópgöngur eru bannaðar,
og liðsauki er sendur að
landamærum Alsír. Hassan
konungur átti í dag fund með
ráðgjöfum sínum um frekari
öryggisráðstafanir og er sagt
að' ríkrsstjórnin fylgist ná-
kvæmlega með gangi mála í
i Alsír.
ÍSLENZKIR nýnazl-star
héldu upp á afmælisdag
Ilitlers á sumardaginn
fyrsta ! Þeir gengu nokkr
ir saman í hóp suður í
Fossvogskirkjuglarð og
lögðu þar blómsveig frá
sér á lerði þýzkra her-
manna.
Fyrir hópnum fór pilt-
ur með hinn gamla fána
Þjóðernissinnaflokks ís-
lands, sem þeir hafa
komizt yf>r. Foringi ung-
nazistanna, bankastarfs-
maður, flutti ræðu til
hyllingar Hitlers og
glæpaverkum hans.
Myndhi sýnir fánaber-
ann, Pétur Maack, sem er
öryggismálaistjóiri Þjóð-
ernissinnaflokksins (kall-
HEIL!
aður „Hinn íslenzki
H>mmler“). : Hann stóð
við leiði þýzku hermann-
anna á meðan Haarde
flutti, :dýrðarót\nn til
Hitlers.
ALÞYÐUBLAÐIÐ átti í gær
símtal við Þórarin Olge'irsson,
ræðismann í Grimsby. Ilann
sagði að togarinn Júpíter hefð’i
landað um miðnætti 3484 kittum
laf ýsu, kola og þorski, sem seld
ust fyrir hvorki meira né minna
en 18.951 sterlingspund. Mörg
ár eru síðan íslenzkur togari hef
ur selt, svo vel í Br.etlandi. Nep
túnus átti metið, 5700 kitt fyrir
19 þúsund sterl'ingspund.
I Þórarinn sagði, að öflugur lög
] regluvörður hefði verið við
,,dokkirnar“ þegar Júpíter and
! aði og allt farið fram með kyrrð
og spekt. Fiskurinn úr Júpíter
var úrvalsgóður, en ekki var
hægt að landa öllum þorskinum,
þar sem kvótinn var búinn.
1 Hallveig Fróðadóttir landaði í
! Hull 0g seldi fyrir 10 701 pund.
j Pétur Halldórsson kom til Grims
I by í gærmorgun og átti að landa
sl. nótt og Marz í Hull. Þar með
er löndunarkvótinn fylltur fyrir
aprilmánuð Landanir geta aftur
hafizt 1. maí.
] Þórarinn sagði, að nokkrum
I dögum áður en togararnir komu,
I hafi löndunarkarlarnir komið til
sín og beðið um að togararnir
yrðu sendir annað. Þessu harð
neitaði Þórarinn og sagði körl
unum að samningur væri samn
ngur og við hann yrði staðið.
Oku fullir
UM HELGINA voru tveir bíl
stjórar tekn'ir fyrir ölvun við
akstur í Keflavík.. Voru þeir báð
ir úr Reykjavík á ferð þar syðra,
þegar lögregla kaupstaðarins
hafði liendur í hári þeirra.
Iíann vitnaði í hina góðu vináttu1
og samstarf vð þá. Málinu lykt
aði þannig að karlarnir lönduðu
og unnu vel.
Þórarinn sagði, að nú væru
144 togarar bundnir í Grimsby
og sá siðasti kæmi væntanlega
á miðvikudag. Hamn sagði að enn
væri engan bilbug að finna á yf
irmönnum í verkfallnu og háset
arnir héldu sínu einnig áfram.
Þórarinn sagði ,að brezka stjórn
in hefði neitað að miðla málum
í deilunni, a. m. k. á meðan yf
irrnenn gerðu landanir íslend'
inga að atriði í henni.
Að lokum sagði Þórarinn, að
íslenzku sjómennirnir hefðu
ekki orðið fyrir neinu aðkasti,
enda framkoma þeirra sjálfra
verið til fyrirmyndar. Ennfrem
ur, að Grimsbyverkfallið mætti
meiri og meiri andúð almenn
! ings. — bjó.