Alþýðublaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 2
tœtjbTnr: Glsll J. Aslþórsson (áb.) og Benedlkt errondai — Fulltrúar rlt- r WJóniar: Sigvaldl Hjálmarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl j ■Jftrgvin GutSmund n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. AuglýsingasímJ 14 908. — ASsetur: Alþýðuhúsið — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- ' *ötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. 3.00 eint > ^ttgefand.: Albýðuflok. urinp — FrarQkvœmdastjóri■ Sverrir tCjartansaop Blekkingar Tímans 1 TÍMINN segir í gær, að kaupgeta hafi minnk- að um 15—20% síðan í október 1958. Segir blað ið að núverandí ríkisstjórn stefni að „breyttu þjóðskipulagi, þ. e. skipulagi hinna fáu ríku og mörgu fátæku“. Þessi fullyrðing Tímans hefur við álíka mikil i rök að styðjast og fullyrðing sama blaðs og raun ! ar Þjóðviljans líka um það, að ríkisstjórn Emils | Jónssonar hefði með niðurfærslu silnni skert ■ kaupgetuna um 13%. Almenningur man enn hve lieiftarlegan áróður Tíminn og Þjóðviljinn ráku 1 gegn niðurfærslu ríkisstjórnar Alþýðuflokksins. ! Þá var söngurinn sá sami og nú á þá leið, að stór felldari árás á lífskjör almennings hefði aldrei ! verilð gerð. En hvað kom í Ijós. Athuganir hag- 1 fræðinga leiddu í Ijós, að kaupmáttur verka mannalauna varð meiri 1959 en 1958. í frum- 1 varpi, er Einar Olgeirsson lagði fram á alþingi i um áætlunarráð ríkisins, birtist yfirlit yfir kaup mátt verkamannalauna mörg undanfarín ár og þar kom það fram, að kaupmátturinn var hærri 1959 en 1958. Svo vel stóðust tölur Framsóknar manna og kommúnista um lífskjaraskerðingu rík isstjórnar Emils Jónssonar. \ Ekki liggja enn fyrir sambærilegar tölur um kaupmátt verkamannalauna fyrir sl. ár og það sem af er þessa árs en tölur Tímans um kjara- skerðinguna munu álíka fjarri lagi og áður. Þeg ar ríkisstjórnin gerði ráðstafanilr sínar í efnahags málum sl. ár, áætluðu sérfræðingar hennar, að kjaraskerðingin hjá vísitölufjölskyldunni yrði 3 —4%. Mun kjaraskerðing ekki hafa orðið mikið meiri og ríkisstjórniln hefur lýst því yfir, að hún muni leggja áherzlu á, að þessi áætlun standist. Tíminn segir, að ríkisstjórnin stefni að því að gera fáa ríka og marga fátæka Finnst Tímanum, að hin stórfellda aukning á bótum almannatrygg inganna bendi til þess, að sú sé stefna stjórnar- innar. Eða finnst Tímanum, að afnám tekju- ; Skatts af launatekjum stuðli að því að gera fáa * rí'ka og marga fátæka? Þegar Framsóknarflokkur ’ inn stóð að gengisbreytingunni 1950 fannst Tím anum ástæðulaust að gera nokkuð til þess að « draga úr kjaraskerðingúnni af völdum gengis- ; breytingarinnar, enda var þá ekki haft fyrir því að auka bætur trygginganna. Og þegar vinstri stjórnin gerði1 sínar ráðstafanir í efnahagsmálum máttu kommúnistar og framsóknarmenn ekki 1 heyra það nefnt, að nein aukning ætti sér stað ! á ahnannatryggingum. Þá þurfti ekki að draga úr kjaraskerðingunni. Áhugi Framsóknarmanna á því að standa vörð um lífskjör almennings kom ekki fyrr en eftir að flokkurinn valt út úr ríkis stjórn. En hver tekur mark á flokki, sem hringl ar þannig? 2 2S. apríl 1961 — All>ýðUbladiíS Hannes á h o r n i n u um þorsksins með fyrrneíndri aðferð Bjarna heitins. í öðru lagi„ ef svo er, því þá ekki að leggja hinum mörgu netjabát um þessa skyldu á herðar. Og í þriðja lagi hvort sólarljósið verki mikið á fyrstu stundir þær er frjóvgun þorskhrognanna fer fram. j svo í sjóinn_ Sólskin var þenn an dag og gott veður. SAGAN var. ekki lengri en eitthvað hefur Bjarni meint með þessu, Vísindaleg tilraun, sem ekki var hægt að sjá árangur af. Ég vildi -nú spyrja fiskifræðinga okkar, því vonandi rekast þeir á þessar línur, hvort mannshönd in gæti aukið möguleikana á auk inni hrygningu, sem notagildi hefði í raun og veru. ÉG LAS það einhvers staðar eftir Bjarna heitinn að fróvgun hrognanna væri alltaf öruggust þær vertíðir, þegar sóiskin væri mikið, Ég vildi því beina þeirri fyrirspurn til fiskifræðinganna, hvort mögulegt væri að auka ör uggi hrygningarinnar á gotstöðv ÉG SKAL taka það fram, að ég spyr hina lærðu af því ég þekki ekki hvemig hrygning og frjóvgun hrognanna fer fram. —. En sé hægt að hjálpa náttúrunni á einhvern hátt að viðhalda þorskstofninum eða jafnvel auka hann, þá eigum við að reyna all ar hugsanlegar leiðir í því efni. ,Við eigum þar stóra skuld a@ gjalda. Það er talið að í ei-nní jþorskgotu séu 2—3 milljónir J hrogna og má af því marka hve I óendanlega lítið magn þar af jþyríti að komast til lífsins til að jviðhalda stofninum. Og meðal ; annarra orða, er ekki kominn tími til að athuga sérstakar klak stöðvar fyrir þorskinn, alger lega einangraðar, undir vísin'da legu efirliti?“ Landanir og sölur BÚR-togara í apríl ÁT Sögulegir dagar. 'fo Sigur ríkisstjórnar og þjóðar. Fiskveiðaréttindi og handritaheimt. Um aflaleysið — og vísindin. HANDRITIN HEIM. Telja má víst, að sigur hafi unnist í þessu gamla deilumáli. Ég cfast um að nokkur önnur, þjóð en Danir hefðu leyst það eins höfðinglega og raun er á. Svo góð eru úr slitin, að fræðimenn okkar allir — sem látið hafa í ijós skoðun sína eru ánægðir, og jafnvel stjórnarandstaðan segir já og amen. Enn er eftir að heyra álit hins gamla og þrautséiga bar áttumanns, Bjarna M. Gíslason ar, sem áratugum saman hefur skrifað og talað í Banmörku, fyrir málinu. ÍSLENDINGAR hsfa unnið mikla sigra. Þeir hafa fengið 12 ■mílna landhelgina viðurkennda. Það mál er leyst með friði, samn ingum og samkomulagi, og á mjög heppilegan hátt. Þetta er réttarmál og efnahagsmál. Hand ritamálið er siðferðilegt og menn ingarlegt, Það er mikill heiður fyrir þá, sem hafa átt hlutdeild í því, að leysa þess mál bæði, og söguríkt að halda um stjórn völinn á slíkum sigurtímum fyr ir þjóðina. — Það er nóg að segja þetta í dag. ÁHORFANDI skrifar: „Það er allt útlit fyrir að vertíð sú, sem nú er bráðum á enda verði með eindæmum léleg. Hver or sökin er, má sjálfsagt um deila. Fyrst og fremst verkíallstrufl anir fyrstu tvo mánuðina, þar næst óveðurskafli í nærfellt fjór ar vikur og loks minni fiskur á miðunum en áður og mishittnari en inokkru sinni fyrr, sem eflaust stafar af minna fiskmagni nú en undanfarin ár. MARGIR TELJA að tími skefjalausra netjaveiði um aðal hryggningarlíma okkar aðal nytjafisks, þorsksins, sé fisk stofninum hættuleg og er ég einn í þeirra hópi. Ég set hér fram þá spumingu: Er ekki hægt að hjálpa náttúrunni með sérstökum aðgerðum til að við halda og jafnvel auka stofninn? Skipverji, sem var á b. v. gamla Skallagrími, hefur sagt mér, að einu sinni hafi hann séð Bjarna heitinn Sæmundsson fiskifræð ing, sem oft fór rannsóknarferð ir á því skipi, taka fötu með sjó í, taka hrogn úr spillifandi fiski á dekkinu og láta saman við sjó inn. Saman við þetta blandaði hann svíli úr karlfiski, hellti SÍÐAN sölur íslenzkra togara í Bretlandi hófust aftur hafa f jór Ir togarar Bæjarútgerðar Reykja víkur selt afla sinn: 6 apríl b/v Ingólfur Arnar son í Hull, 187,8 tonn fyrir £14,053. Meðalverð á kg. kr. 7,98. 11, apríl b/v Þorkell Máni í Grimsby, 191,0 tonn fyrir £13, 867, Meðalverð á kg. kr. 7,74. 24 apríl b/v Hallveig Fróða dóttir í Hull, 105,9 tonn fyrir £10,701 Meðalverð á kg. kr. 10,78. 25. apríl b/v Pétur Ilalldórs son í Grimsby, 128,3 tonn fyrir £11,984 Meðalverð á kg. kr. 9,96. Samtals seldu þessir fjórir tog arar 613,03 tonn fyrir £50,605, eða íslenzkar kr. 5 396,541,19. Var meðalverð hvers kg skv. því kr 8,80. Á sama tíma hafa landanir tog ara Bæjarútgerðar Reykjavíkur í Reykjavík verið sem hér segir: 5. apríl b/v Haliveig Fróða dóttir 201,5 tonn. Afiaverðmæti kr. 555,790,80, eða kr. 2,76 pr. kg. 6. —7. apríl b/v Skúli Magnús son 283,0 tonn. Afiaverðmæti kr. 632.515.50, eða kr. 2,24 pr. kg. 8 apríl b/v Þorsteinn Ingólfs son 301,9 tonn Aflaverðmæti kr. 723.363,00, eða kr. 2,40 pr. kg. 10.—-11. apríl b/v Pétur Hall dórsson 205,1 tonn. Aflaverð mæti kr. 543.702,00, eða kr. 2,65 pr. kg. 17. apríl b/v Þormóður Goði 343,0 tonn. Aflaverðmæti kr. 788.242.50, eða kr. 2,30 pr. kg. 19. apríl b/v Pétur Haildóra son 20,5 tonn. Aflaverðmæti kr_ 55,323,00, eða kr. 2,70 pr. kg. 19.—20 apríl b/v IngólfuF Arnarson 181,0 tonn Aflaverð mæti kr. 490.040.70, eða kr. 2,71 pr. kg. Samtals lönduðu þessir togar ar í Reykjavík 1.536,0 tonnum af fiski, og var verðmæti hans kr. 3,788,977,50, eða meðalverð á kg. kr. 2,47. Eldri kona fótbrotnar UMFERÐARSLYS var klukk- anan 20.20 í fyrrakvöld á Borg- artúni, rétt sunnan ViÖ gatnamót in við Höföatún. Þar v-arð eidri kona, Borg- hildur Einarsson, Höföatún; 4, fyrir bifreið. Hún brotnaði á hægra fæti og var flutt á Slysa- varðstofuna. 1 KL08BU53INN 5 I * S Opið í hádeginu. — £ b Kalt borð — einnig úr- g ■ val fjölda sérrétta. 5 KLÚBBURINN | S Lækjarteig 2 - Símj 353555 ! a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.