Alþýðublaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 4
Hafiff, eftir Unnstein Stef ánsson. Almenna bókafélag iff, Reykjavík, 1961. ÚTBREIÐSLA 'hinna ein stöku fisktegunda ákvarðast miklu frekar af sjávarhita en landfræðilegri legu, segir Unnsteinn Stefánsson í hinni nýju bók sinni um hafið. Sjó fræðilegar athuganir geta því að nokkru leyti skorið úr um það, hvort vænta megi góðs afla á hverjum stað. Þessi staðreynd er vafalaust ílestum íslendingum Ijós nú, en jjað gegnir furðu, hversu sein þessi menningarglaða fiski mannaþjóð hefur verið að taka liafí'ræðina í sína þjónustu — Þaö var ekki fyrr en 1937, að fariim var rannsóknarleiðang ur undir stjórn fslendings og íslemKar hafrannsóknir hefj ast ekki að gagni fyrr en eftir stríð. Jafnvel þá, í allsnægtum stríðsgróðans, var skilningur ínn ekki meiri en svo, að haf rannsóknarskip var ekki keypt, þótt yfir hundrað ný skip kæmu tii landsins. Þegar sauð fjársjúkdómar herjuðu, var . varið hundruðum millj. til að ráða niðurlögum þeirra Þegar > s'ldarleysi olli enn meira tjóni, var ekkert sambærilegt gert ■ til að finna síldina og skilja göng.ur hennar. Þessar umkvartanir er ekki að finna í bók Unnsteins, þótt Jþær kvikni við lestur hennar. Hann er vísindamaður og bygg ir verk sitt á fræðilegum stað reyndum. Við skulum líta á nokkrar, sem leikmönnum kann að þykja fróðlegar: T k Sjórinn ®ær yfir 70,8^ af yfirborði jarðar. Meira en helmingur yfirborðs jarðar er 3000—6000 metrum und ir sjávarmáli. ^ Hugsum okkur jarðlíkan, 33% sm í þvermál Heims höfin svöruðu þá til þess, að á líkaninu væri vökva lag tæplega 1/10 úr milli metra á þykkt. Eyjum skýtur upp úr hafi og þær sökkva í sæ vegna eldsumb’-ota. En ísland er ekki ‘í hættu: Slík jarð spilda flýtur tryggilega á þyngra undirlagi, og því að eins að mörg hundruð metra hraunhella breiddist yfir landið, mundi núver andi yfirborð þess síga und ir sjávarmál -^- Kjörhiti þorsksins er 3—5 gráður. karfans ekki undir 3 gráðum, en háfur er al gengur yfir 7 gráðum -^- Hafið er mesta steinefna forðabúr jarðar. Heildar magn þess af uppleystum steinefnum mundi nægja til að þekja allt þurrlendi jarð arinnar með næstum því 200 metra iþykku saltlagi. Þýzki efnafræðingurinn Haber æ'lað’’ að vinna gull úr hafinu. Mest gull fann hann í Austur Grænlands straum. 4 þúsundustu hluta úr milligrammi í tonni af sjó Með þessari Iágu prós entu eru þó 1400 milljónir tonna af gulli í sjónum! Efnasamsetning sjávarins svipar mjög ‘il þess, sem er í blóði og líkamsvökvum lægr: og æðri dýra á landi og í sjó Þetta kemur ekki á óvart, af því lífið er að lík indum upprunnið í sjónum Sjávarflöturinn er ekki lá réttur Við ísland hallar sjávarborðinu út frá strönd inni, í mesta lagi 1 sm. á km. DEMANTAR frá Suffur Afríku eru notaffir á bor um sem á aff komast í gegn um ja ffskorpuna undan strönd Mexikó, í tilraunum ”,’n;iaríkjamenn gera. A’.'t annaff efni lí borinn verffur frá Bandaríkjunum 'íí,'-u'n G'msteinar þessir eru lausir viff hvassar brún ' ---■' v meff þaff fyrir autum aff þeir þoli þann mikla þrýsting sem álitiff er, aff borinn verffi fyrir á miklu dýpi. Framan á born utn verffur hnúffur alsettur demöntum, alls um 2500 stykkjum. Hnúffurinn er ge ffur úr hörffustu efnum sem þola mikimr þrýsting og hita.Myndin sýnV hnúð 'nn sem verffur framan á bornum og sjást demantarn ir vel. hafið Norðmenn eru að festa Noregshaf við allan sjó frá Noregi til Græniands Unn steini þykir „ástæðulaust með öllu að viðurkenna nafnið Noregshaf um ís lenzk hafsvæði“. Hann vill endurvekja fornu nöfnin Dumbshaf og íslandshaf. Þannig mætti lengi telja fróð leikinn og er hér ekk; farið skipulega eftir köflum bókar innar. Hún skiptist i ivo hluta, almenna haffræði og hafið um hverfis ísland Bókin er alþýð leg að því leyti. að 'höfundur setur á skýran og einfaldan hátt fram efnið Hins vegar fnrnar hann ekki vísindunum til að bókin renni niður eins og rjómakaka. Hún e~ lull af töl um og formúlum sem eru hag nýfar og nauðsynlegav upplýs •ngar fyrir þjóð sem verður að taka hafið eins alvarlega og ís lendingar. Bók’n barf að lesast með íhugun. os er þess marg .faldlega virði Oft finnst lesanda sem Unn steinn hætti kafla rei-t þegar binn hefði á*t að d~aga saman niðurstöður efnisins Þegar líður á lesturinn kem ur þó fram stórbrotin heildar mynd af hafinu og orsakasam hengi hinna ýmsu þátta þess. Unnsteinn hefur ekki fallið í bá gildru að ofmeta fræði sín °ða bjóða þjóð simni neinar undralækningar til að ná skjót um árangri í baráttunni við haf ið Hann lætur ’esandanum eft ír að draga ályktan:r af hinum vísindalegu staðre’nndum — Lengst gengur hann sjálfur í ■'okaorðum békarinnar: „Eins og vænta má‘ti °r oúnáið sam 'ræmi milli súr°fnismagnsins og plöntuframleiðslunnar (í Framh á 12 síðu MENN í FRÉTTUM Stikker í NATO NATOÞJÓÐIRNAR hafa ein róma samþykkt að bjóða dr. D.rk Stikker framkvæmda stjórastöðuna hjá NATO. Stikk er hefur lifað mjög tilbreyting arsömu lífi Hann fæddist 5. febrúar 1897 í Winschoten í Hollandi, þar sem fað ir hans var banka stjóri. Hann gekk í há skólann í Groningen og tók þar doktorspróf í lögum 1922. Vegna sérlegra hæfileika hans til að sætta mis munandi sjónarmið í félagslífi stúdenta þar, og vafalaust vegna félagslyndis sjálfs sín, var hann kjörinn for maður stúdentaráðs háskólans. Hann hóf störf sem aðstoðar gjaldkeri í Groningen Bank í Groningen — lítið starf í litl um banka — en á næstu 13 ár um hlaut hann óvenjulega mik inn og skjótan frama í banka máluni Árið 1935 var hann orð inn yfirmaður vestursvæðis stærstu bankasa.msteypu Hol lands, Twentsche Bank, og þekking hans á alþjóðlegum fjármálum og skipulagningar hæfileikar hans urðu til þess, að hann var gerður að fram kvæmdastjcra eins stærsta öl framleiðslufyrirtækis Hollands Heineken. Næsu árin starfaði hann að allega að því að skipuleggja, undir yfirstjórn Heineken, sam einingu belgískra, svissneskra, franskra og hollenzkra bjórfyr irtækja. Sem framkvæmda stjóri þeirrar samsteypu ferð aðist hann um alla Evrópu, Austur og Vestur Indtur, Aust urlönd nær og Bandaríkin. Á sama tíma var hann einn ig o ðinn forseti sambands vinnuveitenda Þetta hafði mik il áhrif á störf hans síðar. Þeg ar Þjóðverjar réðust inn í Hol land, voru verkalýðsfélögin, sem Stikker hafði haft mikið saman við að sælda, leyst upp, og vinnuveitendasambandið leysti sjálft sig upp. Stikker hóf nú mikla leynifundi með forustumönnum verkalýðs hreyfingarinnar og hjálpaði til að sjá neðanjarðarhreyfing unni fyrir fé Þetta leiddi til stofnunar Verkalýðs- stofnunarinnar, sam- taka verkamanna og vinnuveitenda, sem höfðu uppbygginguna eftir stríðið að starfs- sviði, og var Stikker formaður þeirra sam- taka. — Eftir stríð ið stofnaði dr. Dirk Stikker sinn eig- in stjórnmálaflokk, sem var milliflokkur og nefndist Þjóðarflokkur frelsis og lýðræðis. Hann var kjörinn fulltrúi á ráðstefnuna um fram tíð Indónesíu. Hann varð utan rikisráðherra 1948 og þurfti þá að fást við hin margvíslegustu og erfiðustu mál, svo sem við horfið til Indónesíu, byrjun Marshallhjálparinnar og fram tlð Evrópu Tveim árum síðar, á meðan hann var enn utanrík Isráðherra, varð hann „pólit ískur sáttasemjari“ Efnahags samvinnustofnunar Evrópu. Ár in 1952 til 1958 var hann sendi herra Hollands í London. Á sl. ári varð dr. Stikker veikur og töldu vinir hans þá, að hann mundi tæplega fær um það framar að takast á hendur svo erfitt embætt; sem fram kvæmdastjórastaða NATO er. En fyrir svo alvanan sátta semjara sem dr. Stikker, er þessi staða einmitt sú, sem á bezt við hann, og enginn vafi getur talizt á því, að hann muni standa sig vel þar. áuglýsið í álþýðublaðinu áuglýsingasíminn 14906 28. apríj 1561 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.