Alþýðublaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 11
„Tækni, framleiðrti og efnahagsþróun" NÝLEGA er komið' út ritið „Taekni, framleiðni og efnahags þróun“, þar sem birt er efni það, er kom fram á ráðstefnu ís lenzkra verkfræð'inga á síðast liðnu hausti, ásamt skýrslum um margs konar atvinnurekstur, sem safnað var vegna ráðstefn unnar. Steingrímur Jónsson ritar á varpsorð, Sveinn Björnsson um vélvæðingu og vinnuhagræð ingu, dr. Gunnar Böðvarsson um fjárfestingu og þróun, Lars Mjös um rasjonalisering (hag ræðingu), dr. Benjamín Eiríks son um fjárfestingu og fram leiðni, Niels Ivar Bech um mod erne teknisk videnskapelig ud dannelse, dr. Gunnar Böðvars son um menntun íslenzkra verk fræðinga og Magnús Magnússon um tæknimenntun á íslandi Þá eru raktar í ritinu umræður um þessi efni og birtar fjölmargar skýrslur, sem samdar voru vegna ráðstefnunnar Eftirmála ritar Hinrik Guðmundsson. — Ritið er 80 bls. í stóru broti, en | sett átnáu letri og rúmar þvi mik I inn fróðleik Það er til sölu í skrifstofu Verkfræðingafélags ís lands, Brautarholti 20, og kostar 300 kr eintakið. Bæjarstjórn ísa- fjarðar vill leyfa dragnótaveiðar ísafirði, 20 apríl. SAMICVÆMT ákvæðum laga um takmarkaðar dragnótaveið ar, á Fiskifélag íslands að le'ita umsagnar ýmissa aðila, svo sem sveitastjórna, verkalýðsfélaga, um það, hvort veiðarnar skul'i leyfðar, eða ekki, Fiskifélágið hefur óskað eftir áliti fyrr greindra aðila á Vestfjörðum um það, hvort leyfa skuli veið arnar á þessu ári, þ e. 1. júlí til 31. október, á svæðinu Látra bjarg — Horn eða takmarkaðra svæði# Svars er. óskað fyrir 22. Þ. m. Á fundi bæjarstjórnnr ísafjarð ar 1 gærdag var málið til af greiðslu og var eÞiríarandi sam þykkt gerð með samhljóða atkv.: „Bæjarstjórn ísafjarðar sam þykkir að mæla með því, að dragnólaveiðar verði leyfðar fyr ir Vestfjörðum á tímabilinu 1. júlí til 31. október. Bæjarstjórnin tekur fravn. að hún telur óeðlilegt, að veiði svæðin fyrir Vestfjórðum tak markist af Látrabjarg; að Horni, þar sem stór hluti Vestfjarða kjálkans er þá fráskilmn svæð ( inu. Leggur því hæjarstjórnin ! til, að takmörk svæðisins verði i Skor að sunnan og Kaldbaksvík urhorn að norðan. Varðandi það, að veiðarnar skuli bannaðar innan lína, er dregnar séu fyrir mynni íjarð anna, tekur bæjarstjórnin frarn, að hún telur ekki gagn að opn uninni, ef sú tillaga verður fram kvæmd þannig, að línurnar RVÐHRONSUN & MÁLMHÚÐUN sl. GELGJUTANGA - S/M/ 35-400 ' verði dregnar milli yztu annesja og öllum víkum lokað, því vitað er, að þar fyrir utan eru afar takmörkuð svæði til dragnótaveiða, og þvi J.ýsir bæj arstjórnin sig samþykka áliti Útvegsmannafélags ísi'irðinga um nánari takmörkun á einstök um fjörðum, víkum og flóum Jafnframt tekur bæjarstjórn ísafjarðar það fram, að hún treystir því og leggur á það ríka áherzlu, að Landhelglsgæzlan hafi strangt eftirlit með því, að þeir, sem dragnótaveið'arr.ar stunda, fylgi samvizkusamlega þeim ákvæðum og fyrirmælum, sem í gildi eru varðandi veiðarn ar“. Álit Útvegsmannaféiags ís firðinga, sem vitnað er til í sam þykkt bæjarstjórnarinr.ar var samþ. á fundi í félaginu nú á dög unum í einu hljóði, og er þess efnis, að veiðarnar vevði leyfðar umrætt tímabil á svæðinu Skor Látrabjarg, og utan línu, sem dregin sé sem hér segir: í Patreksfjarðarflóa: Úr Ölafs vita í Arnarstapa í Tálkr.afirði. í Arnarfirði: Úr Selárdal í Hrafnabjörg. , í Dýrafirði: Ketildal í Arnar nes. í Önundarfirði: Úr Mosdai '• Kálfeyri. í Súgandafirði: Úr Kernvík í Staðardal í Galtarbæ. í ísafjarðardjúpi: Úr Óshólum í Bjarnarnúp. í Jökulfjörðum: Úr Maríu horni í 'Lás. Allar víkur frá Rit að Oeir ólfsgnúpi verði opnar fyrir drag nótaveiðii. Sjómannafélag ísfirðinga hef ur einnig samþ með miklum meirihluta atkvæða að n æla með leyf til dragnótaveiða. Björgvin. Ný gerð 5 - föld samhyggb frésmíðavél „UHM" Vélin samanstendur af afréttara, þykktar- hefli, fræsara, hjólsög og borvél. Nokkur atriði um þessa nýju vél, sem vakti mikla athygli á iðnsýnrngunni í Leipzig. Þykktarhefill og afréttari: Hefilbreidd 400 mm. Heíilhæð 180 mm — Lengd afréttarborðs ca. 1800 mm — þvermál hefilhnífáss 125 mm — Hefilhnífar tveir — Snúningshraði 5400 sn./mín. — Framdrifs- hraðar: 8 og 16 mtr. á mín. — Fræsari: Snúnings- hraði fræsarasþindils ca. 4500 sn./mín. þvermál spmdils 25 mm — Hjólsög: Mesta þvermál saga-r-i blaðs 350 mm — Mesta sögunarhæð ca: 100 mm — Snúningshraði ca. 2600 sn./mín. — Borvél: B«r dýpt 120 mm — Borlengd: 180 mm — Hæðarstill- ing 120 mm — Aflvélar: 2 innbyggðir mótorar: Fyr- ir fræsara 1.5 KW og fyrir hjólsög, hefil og borvél 4 KW. — Innbyggðir rofar — þyngd: nettó 1500 kg. brúttó 1720 kg. Framleiðandi; VEB ELLEFELDER Masehinenbau. Ellefeld, Vogtl. Útflytjandi: WMW-EXPORT. Berlin W 8, Mohrenstr. 60 61, D. D. R. Einkaumbcð á Islandi sem veitir allar upplýsingar: HAUKUR BJÖRNSSON, HEILDVERZLUN REYKJAVÍK — Póst. 13. Pósth. 504, Símar 10509 — 24397, Símn. 'Valbjörn. PRÓFESSOR OG STÚDENTAR PRÓFESSOR Öivind Nissen,' yfirmaður jurtakynbótaderldar Landbúnaðarháskólans að Ási í Noregi kom til Islands 12. apríl á l'eið fi'á Bandaríkjun- um og hafði hér þriggja daga viðdvöl. | Prófessor Nissen er mjög þekktur maður á sviði jurta- kynbóta og tilraunafræði. Hef- ur hann gefið út fjölda vísinda rita um þessi efni auk þess sem hann hefur kennt kynbótafræði og statistik við háskólann í Ási og víðar. Á hann hér á íslandi marga nemendur, t. d. þá Jón- as Jónsson, kennara á Hvann- eyri, dr. Björn Sigurbjörnsson, magister Ingva Þorsteinsson og Stefán Aðalsteinsson, sem allir eru sérfræðingar við Atvinnu- deild Háskólans, Gunnar Ólafs- son búfræðikandidat og Hauk Ragnarsson, skógfræðing. Erindi prófessor Nissen var að kynnast íslenzkum landbúnaði og þá einkanlega tilraunastarf semi í landbúnaði hér á landi 1 og ræða um hugsanlega sam- vinnu um stofnrækt á fræi mil'li deildar sinnar og Atvinnu deildar Háskólans. Ferðaðist hann um Suður- land og skoðaði tilraunabúið að Laugardælum og aðalstöðvar Sandgræðslunnar að Gunnars- . holti, en hélt fyrirlestur um j tilraunafræði í fundarherbergi j Atvinnudeildarinnar. .4 INNANFÉLAGSMÓTI ÍR, á morgun kl. 2,30, verður keppt í spjótkasti.. Stjórnin. Alþýðublaðið — 28. aprál 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.