Alþýðublaðið - 03.05.1961, Síða 11
ÍR íslandsmeistari
í körfuknattleik
ÍK VARÐ íslandsmerstari í
körfuknattleik, sigraði KFR
með töluverðum yfirburðum í
úrslitaleik s. 1. sunnudag, skor-
aði 67 stig geg 47. Leikurinn
var frekar daufur, þó átti ÍR
sæmilega sprettj af og til, en
lið KFR var óvenju dauft og
sýndi lítinn keþpnisvilja. ÍR-
ingar unnu nú hrnn glæsilega
verðlauabikar, sem Lockhead
félagið gaf, til fullrar ergnar.
★ TAUGAÓSTYRK LIÐ
Það leyndi sér ekki fyrstu
mínúturnar, að liðsmenn
Dómaranámskeiö í
frjálsíþróttum
LAGANEFND Frjálsíþrótta
sambands íslands hefur ákveðið
að efna til dómaranámskciðs í
frjálsíþróttum. Námskeið þetta
mun standa yfir í 2 vikur cg fer
fram í húsakynnum ÍSÍ að
Grundarsíg 2A. Námskeiðið
verður sett mánudaginn 8. maí,
en kennarar verða Benedikt Ják
obsson, Guðmundur Þórarir.sson
og Stefán Kristjánsson. Nánari
upplýsingar veitir Örn FJðsson,
formaður laganefndar.
Ifsladsmeistarar ÍR í !>
körfuknattleik 1961, talið' j|
frá vrnstri; Ragnar Jóns
soh, Þorsteinn Hallgríms- jj
son, Sigurður Gíslason, ||
Helgi Jóhannsson, Guð- !j
mundur Þorsteinsson, — j[
Hólmsteinn Sigurðsson, |!
Einar Ólafsson, Haukur !j
Hanesson og ÓIi Geirsson. j!
Ljósm.: Sv. Þormóðsson. l!
beggja liðanna voru taugaó-
styrkir, þeir sedu knöttinn í
tóma vitleysu, og allt leikskipu
lag var víðsfjarri. ÍR-ingar átta
sig fyrr og Þorsteinn skorar. —
Marinó Sveinsson skorar úr
vítakasti og Ingi Þorsteins rétt
á eftir úr ágæt-u upphlaupi KFR
manna, svo nú standa leikar
3—2 fyrir KFR. ÍR-ingar eru
ákveðnari og komast brátt yfir
í nýjan leik, en KFR minnkar
stöðugt bilið aftur og það sést
8—8 á tilkynningatöflunni og
um miðjan hálfleik hefur ÍR
eitt stig yfir 14—13.
Þegar líður á hálfleikinn
sækja ÍR-ingar sig mjög og bil
ið breikkar. í hálfleik var stað-
an 31—21.
★ ÁGÆTUR SPRETTUR
ír-inga
Síðari hálfleikur byrjar á
því, að Ingi Þorsteinsson skor-
ar fyrir KFR, en síðan tekur
ÍR algjörlega frumkvæðið í
leiknum og átti stórglæsilegan
Vormót ÍR i
frjálsíþróttum
FYRSTA frjálsíþróttamót sum
arsins, Vormót ÍR, fer fram
sunnudaginn 14. maí næskom-
andi. Keppt verður alls i 10
greinum, en þær eru: 100 m
hlaup, 3000 m hlaup, 200 m
grindahlaup, 4x100 m boðhlaup,
100 rn hlaup konur. 800 m. hlaup
unglinga, stangarstökk, hástökk.
spjótkast og kringlukast. Þátt-
tökutilkynningar sendist Guð-
mundi Þórarinssyni, Bergstaða-
stræti 50A, sími 17458, í síðasta
lagi 10. maí.
leik og eftir nokkrar mínútur
hefur ÍR skorað 45 stig, en KFR
26. Sérstaka athygli vakti frá-
bær leikur Helga Jóhannsson-
ar, sem skorar þrjár glæsilegar
körfur með svokölluðum
sveifluskotum (hook). Um miðj
an hálfleikinn virtust bæði lið-
in hafa misst áhugann, sigur ÍR
virtist óumílýjanlegur og á-
horfendur, sem voru allmarg
ir biðu aðeins eftir því að leikn
um lyki.
Enginn vafi er á því, að ÍR-
liðið er bezt íslenzkra liða i
augnablikinu en beztu menn
liðsins eru Þorsteinn Hall-
grímsson, Hólmsteinn Sigurðs-
son og Guðmundur Þorsteins
son. Þjálfari iiðsins, Helgi Jó
hannsson hefur lítið eða ekk-
ert æft, en sýndi þó mjög góð-
an leik á sunnudag. Haukur
Hannesson hefur sjaldan ver-
ið betri. Það eru góðir einstak-
lingar í liði KFR, en liðið fell
ur ekki vel saman og baráttu
vilja vantaði a. m. k. á sunnu-
daginn.
Dómarar voru Viðar Hjálmars
son og Ingi Gunnars og dæmdu
ágætlega.
^rKFR VANN AKUREYRI
í I. FLOKKI
Áður én leikur ÍR og KFR
hófst léku Akureyri og KFR í
I. flokki. Leikurinn var geysi
spennandi frá fyrstu til síðustu
mínútu, en KFR van verðskuld
aðan sigur 39-37. í liði Akureyr
inga eru ágætir einstaklingar,
en liðið vantar greinilega
keppnisreynslu og það komi
bezt í ljós síðustu mínúturnar,
þegar munaði 1 og 2 stigum á
1 liðunum. Akureyringar léku
við stúdenta á laugardaginn og
sýndu þá mun betri leik og
unnu með nokkrum mun.
\ Á M
R sigra
HIÐ árlega Steinþórsmót (sex
manna sveitakeppni í svigi),
sem halldið er í minningu um
Steinþór heitinn Ságurðsson
fyrsta formann Skíðaráðs
Reykjavíkur, var haldið við Kol-
viðarhól laugardaginn 30. apríl,
og hófst keppnin kl. 4. Skíða-
deild ÍR sá urn mótið. Steinþór
Jakobsson sá um brautarlagn-
ingu Þátttakendur voru sveitir
frá Ármanni, KR og ÍR og enn-
fremur voru þátttakendur á mót
inu íslandsmeistarinn Kristinn
Benediktsson frá ísafirði, Stein-
þór Jakobsson frá ísafirði og Ás-
grímur Ingólfsson frá Siglufirði.
Meðal áhorfenda var frú Auð-
ur Jónasdóttir ekkja Steinþórs
heitins Sigurðssonar.
Brautin var 45 hlið. lengdin
250 m. Eftir fyrri umferð var
KR með 253,7, ÍR 252,2 og Ár-
mann með 297,6. Úrslit urðu
þessi: KR vann með 519,7 sek.,
ÍR 524,4. Armannssveitin var
dæmd úr leik. Keppendur í
sveit KR voru: Ólafur Nílsson,
Leifur Gíslason, Ásgeir Úlfars-
son, Marteinn Guðjónsson, Hin-
rik Hermannsson og Þorkell Þor
kelsson.
Bezta brautartimann hafði
Kristinn Benediktsson 84,2 og
Steinþór Jakobsson 70,8. Að
kepppi lokinni var drukkið
kaffi í ÍR-skálanum og fJutti
varaformaður skíðadeildar ÍR,
Jakob Albertsson ræðu. Þakk-
aði hann keppendum komuna oí
sér í lagi frú Auði Jónasdóttur,
sem hafði gert skíðamönnnm þá
ánægju að vera viðstödd mót
þetta.
Pétur R.
sigrar
fþróttasíðunnj hafa bor-
izt góðar fréttir frá Pétri
Rögnvaldssyni, en hann
hefur dvalið við nám í Mi-
ami við sjónvarps og kvik
myndatækni í vetur. Pétur
tók þátt í skólamóti í Mi-
ami sl. laugardag og keppti
fyrir Miami liáskólann —
gegn Stetson College. —
Hann> sigraði í 120 yds
grindahlaupi á 14,6 sek. og
varð annar í 220 yds grind
(bein braut) á 23,9 sek. —
Pétur hefur þrívegrr tekið
þátt í 120 yds grinda-
hlaupi í vor og fengið tím-
ana 14,8, 14,9 og 14,7 sek.
Einu sinni áður keppti
hann í 220 yds grind og
fékk þá tímann 24,5 sek.
Pétur ætlar að keppa á
þrem mótum í Florid^ í
maímánuði.
Hólmsteinn Sigurðsson nr. 14 var stigahæstur einstaklinga í
úrslitaleik ÍR og KFR, skoraði alls 22 stig.
Alþýðublaðið — 3. maí 1961