Alþýðublaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 4
TVEIR atburðir hafa nýlega gerzt í sambandi við verka- lýðs'hreyfinguna í Bandaríkj- .vnum, sem gefa filefni tii að .minnast á hana nokkrum orð- tim. í upphafi starfsemi sinn- ar átti bandaríska verkalýðs- hreyfingin að ýmsu lervti erfitt uppdráttar m a. vegna þess að engin lög voru til um það Jþar í landi, að menn skyidu vera í verkalýðsfélögum og at- vinnurekendur börðust mjög gegn stofnun slíkra féiaga Enn í dag er fjöldi fyrirtækja þar í landi, er ekki nota vinnukraft sern er í verkalýðsfélögunum, -Jþó að slíkum fyrirtækjum fari fækkandi. Má segja, að í skipu- lagningu verkalýðsfélaga ríki ,,einstaklingsframtakið“, eir.s og á öllum sviðum bandarísks Hþjóðlífo, því að iðulega hefur komið til árekstra milli hinna ■einstöku félaga eða sambanda •vm til hvaða félags verkamenn á ýmsum sviðum skuli teljast. *’ Bandarísku verkalýðshreyf- ingunni tók fyrst að vaxa veri; lega fiskur um hrygg eftir að „New Deal“ Roosevett hcf •göngu sína og hefur vegur henn ar farið stöðugt vaxandi síðan. Um tíma klofnaði hreyfingin vegna deilu um skipulagsat- riðí. Gamla verkalýðssamband- ið American Federation of La- *or vildi skipuleggja verka- "ínenii eftir starfsgreinum, en -eftir því sem iðnaðurinn óx töldu ýmsir, að hentugra væri að skipuleggja verkamenn eft- ir vinnustöðum. Varð þessi á- .greiningur til þess, að nýtt verkalýðssambamd, Congress of Tndustrial Qrganization var stofnað, og voru þessi tvó sam- 3bönd nánast í samkeppni um margra ára skeið. Fyrir rúm- lega fimm árum voru sambönd- jn svo sameinuð og nefnast nú AFL-CIO, eða nöfnum beggja gömlu sambandanna. Skömmu eftir að nýja sam- tsandið var stofnað komst upp ■um stórkostlegt misferli í Sam laandi flubningaverkarr.anna (Teamsters’ Union), sem varð til þess að þáverandi formanni t>ess, Dave öeek, var vikið frá og hefur hann staðið meira •og minna í málaferlum síðan. Ekki tók þó betra við í því sam frandi, því aS rnæsti formaður var kjöninn James Riddle Hoffa, maður, sem lalinn er standa í chæfilegu sambandi við giæpamenn og því alls ó- hæfur til starfsins frá sjónar- miði heiðarlegra verkamanna. Hefur það raunar oftar borið við í Bandaríkjunum, að glæpa menn hafa náð tökum á verka- lýðsfélögum með alls konar bellibrögðum og fært sér þau völd í nyt í glæpum sínum. — Stjórn AFL-CIO brá hart og fast við og rak flutningaverka- mannasambandið úr sarr.tckun um og bannaði aðildarféiögun- um allt samneyti við það. Nú gerðist það um síðustu helgi, að formenn tveggja verkalýðssambanda brutu þetta bann og samþykktu að gera samning um gagnkvæma að- stoð við Hoffa „í því augno- miði að koma á langvarandi ör- yggi og framförum í þeim hluta flutninga-iðnaðarins, sem snýr að sjónum“. Mennirnir, serr lýstu sig fúsa til að semja við Hoffa, eru Curran, formaður sjómannasambandsins, og Bradley, formaður hafnar- verkamannasambandsins. Það furðulega við þetta er, að sagt er, að Curran hafi beðið rni þennan fund, en hann er einn af vara-forsetum AFL-CIO og situr í nefnd þeirri, er sker úr um, hvað verkalýðsfélögum er heimilt að gera, eins konar hæstarétti samtakanna. Nokkra skýringu á þessu er ef til vill að finna í því, að samningur 40.000 meðiíma sambands Currans rennur út 5 júní n. ik„ og hefur hann sagt, að skilyrðislaust verði farið í verkfall, ef nýir samningar ná- ist ekki, Þeir Hoffa og Bradley gáfu á fundinum yfirlýsingu um „algjöran stuðning" við Sjómannasambandið í sam- bandi við þessa samninga. í»að er augljóst, að verkfall sjó- manna mundi vera miklu sterk ara, ef iþað getur reitt sig á stuðning flutningaverkamanna í landi, en það verður samt að teljast heldur vafasamt af með- limi „siðgæðisnefndar" AFL- CIO að gera slíkt samkomulog þvert ofan í fyrirmæli sam- bandsins. Þess ber að geta í sambandi við Curran, að hann var á sín- um tíma eini maðurinn, sem greiddi atkvæði -gegn brott- rekstri Flutningaverkamanna- sambandsins. Hann hefur líka áður átt viðræður við Hofta og þá um ráðstefnu um samstöðu þeirra verkalýðsfélaga, er starfa að hvers kyns flutninga- málum. Ekki varð míkio úr þeirri ráðstefnu, sem átti þó að fjalla um eitt af hjartans mál- um Hoffa. m. a. vegna þeifrar fæðar, sem Curran leggur á Harry Bridges, formann hafnar verkamanna á vestursi rönd- inni. Þess má geta, að Harry þessi Bridges er kommúnisti og hafa lengi staðið yfir máiaferli út af dvöl hans í Bandaríkjun- um, en hann er Ástralíumaður og talinn hafa vafasaman rótt til starfa í Bandaríkjunum. Eins og menn muna vnr Rc- bert Kennedy, bróðir Banda- ríkjaforseta og núverandi dóms málaráðherra, lögfræðiiegur ráðunautur þeirrar þingnefnd- ar, sem á sínum tíma rannsak- aði mál Flutningaverkamanna sambandsins og Hoffa, og gekk hann fram í starfi sínu af slíkri elju, að Hoffa lagði fullkomið hatur á hann og alla hans ætt fyrir Hafa menn nú beðið spenntir eftir því undunfatið hvað Robert Kennedy mur.di gera sem dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir starfsemi glæpamanna í verkalýðshreyf- ingunni, Má búast við, að ekki líði á löngu, áður en hann láii til skarar skríða, ekki sízt, ef einhevr brögð verða að því, að verkalýðsfélög gangi til sam- starfs við Hoffa. Áhugi stjórnar demókrata á verkalýðshreyfingunni beinist ekki eingöngu að því að upp- ræta spillingu heldur virðist hún hafa mikinn áhuga á góðu samstarfi við hana á breiðum grundvelli ekki sízt erlendis. Nú í vikunni tók til starfa í Washingon sérstakur aðstoðar- maður Rusks, utanríkisráð- herra, í alþjóða verkalýðsmál- um. Sá heitir Gordon W. Chap- man og hefur víðtæka neynslu í verkalýðsmálum, bæði inn- an Bandaríkjanna og u+an. — Hann hefur síðan 1937 verið gjaldkeri Bandalags starfs- manna ríkis og bæja vestur þar. NORSKUR STYRKUR NORSK stjórnarvöld hafa á. kveðið að véita íslenzkum stúd- ent námsstyrk, að fjárhæð 4800 norskar krónur, til átta mánaða háskólanáms í Noregi skálaárið 1961—1962. msmpm- ^ "i Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 30 ára og haía stundað nám að minnsta kosti tvö ár við Háskóla íslands eða annan há- skóla utan Noregs. Enn fremur ganga þeir fyrir styrkveitingu, sem ætla að leggja stund á náms- greinar, sem einkum varða Nor- eg, svo sem norska tungu, bók- menntir, réttarfar, sögu Noregs, norska þjóðmenningar- og þjóð- •minjafræði, dýra-, grasa og jarð fræði Noregs,' kynna sér norskt atvinnulíf o. s. frv Þeir, sem kynnu að hafa hug á (að hljóta styrk þennan, sendi um sóknir til menntamálaráðuneytis ins fyrir 15 júní n. k., ásamt af- riti af prófskírteinum og rneð- mælum, ef til eru. Umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu og hjá sendiráði íslands erlendis. (Menntamálaráðuneytið, 17. maí 1961). MWbWMWMMMWWMWWWMMMWWWWMM SPURNI ERTU í SAGT er, að algengasta spurning, sem maður legg- ur fyrir mann á götunni þessa dagana sé þessi: „Ertu I duftinu?“ Er þar að sjáif- sögðu átt við hið alkunna megrunarJTaft, sem lyfjahúð irnar eru nú uppfullar af annað veifið, — þ. e, a. s. þegar það ekki er uppselt og beðið er eftir nýrri sendingu — en megrunaríyfið rennur út eíns og heitar lummur. Kona nokkur kom að máli við blaðið á dögunum og sagðist vilja koma þeirri hug mynd á framfæri, að feitt fólk stofnaði samtök sm á milli, — þar sem hver hjálp- aði öðrum til að losna við offituna með fortölum og góðu fordæmi. „Sjálf er ég akfeit“, sagði hún, „en vil gjarnan léttast. En það er nú svo, ég hvorki reyki né drekk og hef aldrei tekið töflur, — en mér er slík nautn að borða, — a'ð það er ástríða á mér, sem erfitt er að losna við“. — Hún sagði enn, að þessi matarástríða væri að því er hún byggist við, sízt auðveldari viðfangs en éiturlyfjanotkun, reyk- ingar eða brennivínsnautn, — því að þegar eitthvað á bjátaði hyrfi hún til matar- ins líkt og nautnamenn til fyrrgreindra lasta, og væri hún þá búin úr konfektköss unum áður en hún sjálf vissi af. — Þótt hún svo vildi ná því aftur upp með því að stinga puttanum ofan í kok, — tjóaði það lítt — en sam- vizkukvalirnar yvu í réttu h’.utfalli við kílóin, sem við bættust. Konan hugsaði sér. það, að meðlimir þessa nýja félags- skapar mættust vikulega, þar sem rædd vær.’i vanda- mál megrunarinnar, — en síðar meir mætti lcom á fót megrunarstofnun, þar sem fólk dveldist í kúr. „En það er einmitt uppörvun og að- hald annarra, sem líkt er. á- statt fyrir, sem vantar, sagði frú'in. Enn sagðist hún sjálf per- sónulega hafa reynt hið nýja lyf með mjög góðum árangri — en það færi samt svo, að þegar gesti bæri að garði væri óvTðkunnanlegt a'ð fá sér ekki kaffisopa me'ð þeim og smakka á tertunni, — en duftið væri ekki talið sæmilegt að bera á borð. Hún sagðist vita, að marg ir væru þó „komnir í duft- ‘ið“, — og einn þjóðktulnur maður hefði þegar létzt um 7 kíló á fáeinum dögum,. Frúin var ekki heldur ráðalaus með nafnið á hin- um nýju samtökum. MJÓA BANDIÐ skal það heita. — og hér með er tillögunni komið á framfæri. WWWWWWWWVmMWWWWMWWWWMWWWWWWWWWWWMWmWWW 4 19. maí 1961 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.