Alþýðublaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 2
UR MRJórar: Gisll J. Astþórsson <áb.) og Benedikt GrOndal. — Fulltrúar rlt- 4[ áájðmar: Sigvaldl HJálmarsson og Indridi G. Þorstelnsson. — Fréttastjóri |B]örgvln GuSmund n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími B4 90C. — ASsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja AlþýSublaðsins Hverfis- ■stu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuSi. 1 lausasölu kr. 3,00 eint '•tgafand.: AlþýSuiiok. urinn. — FramkvsemdastJórl: Sverrlr Kjartansaon Við mótmælum! 3 1 1 * Fraanhald af 1, síðu. Fréttir útvarpsins segja ekki frá 1. maí hátíða höldum neins staðar utanlands, nema í liúss landi og Austur Berlín. Og Jiannig mætti lengi telja. Árum saman hafa embættismenn alþjóða sam taka, sem ísland er aðili að, getað komið hér ©g farið án göluuppþota og torgfunda. Nú þurfa fcommúnistar að finna tilefni til að ljúga upp fcviksögum um kafbátastöðvar, kjarnorkusprengj wr og njósnaflug frá íslandi. Þá vantar þessi árásarvopn í áróður isinn, — þau eru ekki til á íslandi — og því mála þeir fjandann á vegginn. Þessar ofstækisíhreyfingar, kommúnistar og tiazistar, sem eru fjarlægar íslenzkum hugsimar Jhiætti, eru í sambandi við sterka aðila erlendis. Nazistar lögðu í fyrradag inn á skrifstofur A1 þýðublaðsins áróðursblað, þar sem ráðizt er á Eichmann réttarhöldin í Israel. Það var prentað í Svíþjóð. Samböndin leyna sér eklti. Einu sinni mótmæltu kommúnistar við hvert tækifæri, að þeir tækju við fyrirskipunum frá Sovétríkjunum og fengju þaðan fé til starfsemi sinnar. Nú eru þeir hættir að draga dul á slíkt, hættir að nefna „Rússagaldur“ Alþýðublaðsins. Þeir birta síðustu stefnuyfirlýsingu hins alþjóð lega kommúnisma frá Moskvu í Þjóðviljanum og neita því ekki, að þeir séu bxmdnir af henni. Þeir eru stoltir af plagginu og hafa í hótunum við andstæðinga sína. Þegar Alþýðubiaðið heldur fram, að fyrirtæki kommúnista flytji rússneskt fé til þeirra og ráða menn flokksins smygli inn erlendum gjaldeyri til að selja hér á svörtum markaði, er þessu ekki einu sinni neitað í Þjóðviljanum. Þeir virð ast kæra sig kollótta um, þótt þjóðin fái að vita, liver stendur á bak við þá og veitir þeim fé. Þeir eru sýnilega stoltir af því. Oll þessi ofstækisþróun, sem lítið brot íslenzku þjóðarinnar stendur fyrir, er uggvænleg. En orr ustan er ekld töpuð. Mikill meirihluti þjóðarinn ar er andvígur þessum mönnum, flokkum þeirra, stefnum þeirra og starfsemi. Hér verða að koma til gagnráðstaíanir, ekki með vopniun þessara tnanna sjálfra, heldur voldugri rödd þjóðarinnar, sem verður að kveða öfgamennina niður. Þjóðarsómi krefst þess. Friður borgaranna, frelsi þeirra krefst þess. Því mótmælir Alþýðu blaðið í dag og heitir á alla hugsandi, réttsýna menn að láta til skarar skríða, hver í sínu um hverfi, saman í hópum, þúsunáir í nýrri vakn ingu. Látum eklíi ofstæki og einræðisöfl ná tök um á íslandi! 19. maí 1961 Alþýðublaðið Minning Jón Tómasson, verkamabur í DAG- er til moldar borinn Jón Tómasson, verkamaður. — Jón er fæddur að Berustöðum í Holtum 13. ágúst 1878. For- eldrar hans voru Vilborg Sveinsdóttir • og Tómas Gunn- arsson. Barn að aldri flyzt hann suður í Hafnir á Suður- nesjum og dvelst þar til 12 ára aldurs Þaðan fer hann til séra Brynjólfs Gunnarssonar á Stað í Grindavík og er þar í 13 ar. Það varð hlutskipti hans að byrja ungur að stunda sjósókn, enda fór svo að 18 ára var hann orðinn formaður og var bæði ötull og heppinn $ fang- brögðum við Ægi gamla, sín formennskuár. Árið 1903 flyzt Jón til Reykjavíkur og stund- aði þar bæði sjósókn og vinnu í landi. Árið 1907 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Hákonardóttur og fluttust þau þá til Hafnarfjarðar og bjuggu þau þar í 4 ár en flutt- ust þá aftur til Reykjavíkur og hafa búið hér síðan. Guðrún og Jón eignuðust 10 börn. Tvö þeirra eru látin Axei dó nokkurra vikna og Fanney árið 1940. Af þeim 8 systkin- um, sem á lífi eru, eru sjö gift, en eldri sonur þeirraTiefur ver ið hjá þeim alla tíð og stutt þau er halla tók undan fæti. Segja má að meirihluta ævi hafi Jón stundað sjómennsku. Hann var auk áraskipa á skútum, strand- ferðaskipum og togurum, m. a. með Þórarni Olgeirssyni á enskum togara Hin síðari ár ævinnar vann hamn verka- mannavinnu við höfnina, mest hjá Eimskipafélagi íslands, þar til árið 1955 að hann gekk und ir uppskurð, sem olli því aS hann hætti vinnu, enda starfs- dagar orðnir æði margir og þrek dvinandi. Jón lézt 13. þ, m. eftir stutta legu, tæpra 83 ara, þrotinn af kröftum. Þeg- ar góður samferðamaður hverf ur úr þessum heimi, þá verður margt, sem rifjast upp í huga ættingja og vina. Þá líða um hugann minningar um gleði og sorgarstundir, minningar uml þrotlausa baráttu til að brauð- fæða barnahópinn sinn af lítiljl vinnu og litlum launum. ÞS fyrst sér maður fórnina, sem færðar voru, þó þær dyldust áður. Á kveðjustund þakka ég vjn áttu þína og hjálpsemi til mín þegar ég þurfti á að halda. Eft- irlifandi konu og börnum, tengdabörnum og barnaböra- um bið ég blessunar um alla; framtíð. Vlnur. Hannes Dýrir skór og sólarnir reyndust úr pappa! & Svikin vara seld dýr um dómum. •fc Stöðumælafargan er að komast í öfgar. •fc Barónsstígur þarf að verða aðalbraut. FREYJA skrifar mér á þessa leið: „Ég sé að þú minnist á margvísleg mál. í*ú sinnir ekki aðéins stórmálunum heldur tek- ur þú tii umræðu mál, sem að vísu sýnast ekki stór eð.i þýð- ingarmikil, en eru þó dagleg við- fangsefni almennings. Þetta er gott og mér hefur alltaf fundist að svona eigi blaðamennska aó vera. (Takk fyrir). — Nú lang- ar mig að minnast á eitt af þess- um smámálum. Fyrir nokkrum dögum fór ég í verzlun inn á Eaugavegi og keypti þar mjög fallega skó. En mér brá í brún fyrsta rigningardaginn þegar ég fór í skóna, að sólarnir tættust undan þeim.. Þeir voru úr pappa. GAMAN þætti mér að vita hvaðan þessir skór eru. Þeir eru ekki frá Iðunni, ekki íslenzkir skór, heldur eru þeir útiendir. Er hér um að ræða skó, sem við erum neydd tl að kaupa vegna austurviðskipta? Ég gæti trúað h o r n i n u því, því að þau viðskipti eru öll með sama merkinu brennd. En svo dýrt er nú skótau, að það nær ekki nokkurri átt að svíkja almenning á þenoan hátt“. BÍLSTJÓRI skrifar: „Hvernig stendur áþví að bæjaryfirvöldin eru að rembast við að setja upp svokallaða ,,stöðumæla“ við fjölda gatna meðal annars fyrir framan Fiskhöllina, svo þar varð ég að 'borga eina krónu, þegar ég skaust þar inn og keypli ýsu- kóð fyrir þrjár? Það er nú meira framtakið, sem bæjaryfirvöldin hafa með þessu sýnt, en til lítilla þæginda, því fæstir geta notað \ þessi stöðumælabíiastæði, nema eiga á hættu að fá 20 kr. sekt, sem þeir þá einnig verða að ó- maka sig með á lögreglustöðina. ÉG HEFI spurt ferðalang, sem nýlega hefur verið á ferð um Bandaríkin og ýmis iönd Norð- urálfu hvernig þessum máltim sé hagað þar. Hann segir að talsvert hafi borið á þessu „stöðumæla- æði“ víða um lönd fyrir nokkr- um árum, en nú sé víðasthvar horfið frá því, en í þess stað sett ar á stofn bílageymslur þar sem fólk keti fengið bíla sína geymda um lengri eða skemmri tíma, eftir vild. Taka umsjómarmenn við bílunum við innkeyrslu og afhenda þá aftur við útkeyrslu. Á ÞENNAN hátt notast bíla- geymslurnar betur heldur en þegar bílaeigendur aka sjáifir bílum sínum á stæðin". Hér hef- ur verið tekið við bilum til geymslu á hótel íslandslóðinn! og færri .getað notað en óskaij hafa vegna þess hvað hún ei! lítil, enda illa notuð. i ÞAÐ ER margt í umferðar- málum bæjarins, sem við bíl- stjórar erum óánægðir með. Má þar meðal annars nefna hið eín- kennilega val á aðaigötum. Ég ek oft um Barónsstíg. Við þá götu eru tvö sjúkrahús, margir skólar og Sundhöllin. Þessi gata ætti tvímælalaust að vera aðal- braut og sennilega einnig ein- stefnuakstur, þó erfitt kunni að vera að koma því við. Mikil um- ferðabót var að því að gera Þing holtsstræti og Ingólfsstræti að einstefnugötum. En því þá ekk! I að gera Bergstaðastræt.i og Lauf- ásveg að aðalbrautum og ein- stefnubrautum?" AF TILEFNI ummæla hús- móður í pistli mínum fyrií Framhald á 12. síðn, ■■nnBHlIEBDBBnNM í KLÚBBURiNN j Opið í hádeginu. — ■ j J Kalt borð — einnig úr- val fjölda sérrétta. ■ 5 KLÖBBURINN jLækjartcig 2 - Sími 35355 !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■&■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.