Alþýðublaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 13
ÞAÐ er ekki algengt að sagn
fræðileg bók sé um leið fram-
íag í deilumálum líðandi stund-
ar. En þannig er bókin. sem
Bjarni M. Glslason rithöfundur
•hefur sen.t frá sér um sambúð
Ðanmerkur og íslands.
Bókin á erindi við okkur í
dag og hennar er mikil þörf
.vegna þess, að handritamálið,
sem aliir kannast við, virðist
nú vera að komast á siðasta stig
en lítilmótleg pólitísk sjónar-
mið reyna að þyrla upp ryki
pm það, í staö pess að æskileg-
ast hefði verið, að málið væri
rætt og það leitt til lykta á
sögulegum grunni fyrst og
fremst.
Bók Bjarna M. Gíslasonar
varpar þýðingarmiklu ljósi á
líf og starf beggja þjóðanna
meðan þær voru í ríkjasam-
bandi frá 1318 til 1944. AUir
kannast við það, að Banir
stjórnuðu íslandi í aldaraðir, —
og þá fyrst og fremst mcðan
þeir ráku þar verzlunareinok-
un, á þann veg, að munurinn er
lítill, ef hann er þá nokkur, og
á nýlendupnlit'k stór.þjóðanna.
Ög það verður að viðurkenna,
að um þetta vita Danir fremur
lítið. Það er ekki eytt milclu
rúmi í sögulegum kennslubók-
um danskra skóla, til þess að
segja frá þessu.
Aðalinntakið í bók Bjarna
M. Gíslasonar, er að sýna fram
á það, að aldrei hefur verið
samræmi í opinberri afstöðu
danskra stjórnarvalda til ís-
lands og íslendinga. — og af-
stöðu almennings í Danmörku,
til þjóðarinnar og landsins. Það
voru lýðháskólarnir dönsku,
sem lögðu grunninn að samúð
og skilningi Dana á þjóðernis-
kennd annarra þjóða. Og verka
lýðshreyfingin hefur og stutt
að þessu á margvíslegan hátt.
Hvorutveggja eru alþýðuhreyf-
ingar. En þess ber jafnframt að
að geta, að einnig meðal há-
skólaborgaranna hafa heyrzt
sterkar raddir sem hafa kraf-
ist fullrar virðingar til har.da
íslendingum sem þjóðar, sjálf-
stæðrar þióðar Hins vegar hef
ur þetta ekki sett svip sinn á
opinber stjórnarstörf, í starfi
• I
WWMWMWWWttWWWWWMWWWWWHWWWWMHM
FYRIR nokkru kom út í
Danmörku ný bók eftir
Bjarna M. Gíslason um
handritamálið. Hún er rit-
uð á dönsku og gefin út í
Danmörku, en nafn hennai
er,: „Danmark-Island. —
Historisk mellemværenda
og haandskríftsagen“. Aðal-
kenning höfundarins er sú,
að alltaf hafi ríkt í Dan-
mörku mis-
munur á oP-
inberri af-
stöðudanskra
stjórnarvalda
til fslands og
íslendinga —
og afstöðu
danskrar al-
þýðu til ís-
lenzku þjóð-
arinuar.. —
Danskur. al-
menningur
hefur alltaf
haft í hciðri
þjóðernistil-
finningar
skyldra þjóða
og vlður-
kennt í verki
þjóðerniskennd 'annarra.
Eins og kunnugt er, hefur
Bjarni M. Gíslason dvalip í
áratugi í Damnörku og
stundað ritstörf. Hann hefur
gefið út. skáldsögur og ljóða-
bækur og hlotið góða dóma.
En auk þess, og jafnvel
fyrst og fremst, hefnr hann
verið sívakandi málssvari
þjóðar sinnar — og rætt og
ritað um sameiginleg mál-
efni Dana og íslendinga og
viðskiptin milli þjóðanna.
Þá hefur handritamálið ver-
ið í fremstu röð og hefur
skáldið verxð óþreytandi í
því að túlka málstað íslend-
inga. Hefur hann ritað um
það í flest blöð Dannurkur.
og ferðast um landið þvert
og endilangt árum saman og
fíutt erindi og tekið þátt í
kappræðum um það. — Nú
síðast var hann frummæl-
Bjarni M. Gíslasön
andl á fundi danskra stúd-
enta um þetta mál og mætti
þar helsfca andstæðing okk-
ar í því. Ennfremur tók
hann þátt í útvarpskapp-
ræðum um málið fyrir fáum
dögum. — Menningarsjóður
gaf fyrir nokkra út bók
Bjarna um handritamálið,
en hún hafði áður komið úl
í Danmörku og vakið mikla
athygli, Þessi
nýja hók
Bjarna. sem
kemur ein-
mitt þegar
hennar er
mest þörf,
mun, eftir
því sem Al-
þýðublaðið
bezt vext, —
kom.i út hér
á landi innan
skamms. ís-
lenzka þjóðin
stendur í mik
illi þakklæt-
isskuld við
Bjarna M.
Gíslason. —
Honura ber
allra manna mest að þakka
þann mlkla stuðning sem
lýðháskólarnir dönsku hafa
veitt íslendingum í þessuvið
kvæma deilumáli. — Enn
einu sinni kemnr það fram
í sögu íslendinga, að Örugg-
asta vopnið í þjóðernisbar-
áttunni er smíðað af alþýðu-
mönnum. Bjarni hefur ekki
fast embættl í Daumörku.
Hann hefur alla tið harist í
bökkum, en starfað óþreyt-
andi. Gott ef satt væri um
fleiri, er höfðu þó betri að-
stöðu en þetta fátæka skáld,
fyrrverandi sjómaður - alla
tíð embættislaus. - Grein sú
um hina nýju bók Iíjarna,
sem hér. birtist, kom í
stærsta blaði á Jótlandi
„Demokraten“, blaði Al-
þýðuflokksins í Árósum, 9.
þ. m Höfundur hennar er
Svend Terkelsen magister.
WWWWMMWWWWWWWWWMWWWWWMWWWWW
opinberra nefnda o. s. frvr. Þar
hefur fyrst og fremst gætt, rík-
isréttarsjónarmiða, og þjóðern-
islegrar eigingirni. Bjarni M.
Gíslason álíiur, — og hann hef
ur rétt fyrr sér, jafnvel þó að
sumum kunni að finnast, að nið
urstaða hans sé mótsagna-
kennd, að meðal Dana sjálfra
hafi baráttan staðið um það, að
fá staðfest með stjórnmálaleg-
um aðgerðum hina raunveru-
legu afstöðu þjóðarinnar sjálfr
ar eða réttara sagt — sjónar-
mið almennings í málinu. Þetta
segir hann að hafi bæði komið
fram í sambandssmálinu og í
deilunum um handritin, Ann-
ars fjallar aðalkafli bókarinn-
ar um Árna Magnússon. Þessi
menntaSi íslendingur átti
heima í Kaupmannahöfn þar
til hann lézt árið 1730. Árni
er kunnatsur fyrir það starf
sitt, að safna saman á Islandi
gömlum skjölum og handrit-
um. Og nú er handritasafn
Árna Magnússonar miðdepill
alls rannsóknarstarfs um liðn-
ar aldir á íslandi. Þess vegna
er þetta safn dýrmætustu
minjarnar, sem íslenzka þjóðin
á um fortíð sína. Og íslending-
ar unna meir þessum mikil-
vægu fornminjum sínum held-
ur en við Danir lúðrum okkar
og gullhornum!
Það er mjög almenn skoðun,
að þjóðernistilfinning hafi alls
ekki verið tii á átjándu öld-
inni. Það er því skiljanlegt að
Árni Magnússon hafí ekki haft
til að bera aieinskonar föður-
landsást eins og við skiljum nú
það orð. Hins vegar fer ekki
hjá því, að þeir sem lesa bréf
hans verði varir við það að
hugur hans stefndi ætíð til ís-
lands, og réttlætiskennd hans
kom berlega fram í baráttu
hans fyrir þá, sem voru á hans
dögum, minnimáttar á sögu-
eynni.
Það, sem Bjarni M. Gíslason
segir um hina margumtöluðu
erfðaskrá Árna Magnússonar,
er mjög athyglisvert einmitt nú
þegar rætt er um afhendingu
handritanna. Ef menn vilja
vegast á í málinu með laga-
greinum, þá er ekki hægt að
ganga fram hjá því að afrit
þessarar svokölluðu erfðaskrár
er ólöglegt.
Sagt er frá því á kápu bók-
arinnar, að hún muni innan
skamms koma út á íslandi í
allt að tólf þúsund eintökum.
Þetta stóra upplag af bók í
landi, sem ekki hefur fleiri
íbúa en Árósar einir sýnir og
sannar hvað lesfúsir íslending-
ar eru. Þetta byggist á fornbók-
menntum þjóðarinnar, en þær
eru um leið menningararfur
okkar allra. Sá er aðeins mun-
urinn, að enn í dag eru sögurn
ar lifandi bókmenntir á íslandi
og að enn í dag á hann sína arf-
taka í starfandi rithöfundum
og skáldum. Af þessum ástæð-
um hlýtur það að vera augljóst,
að það er ekki nema eðlilegt,
að þjóðin, sem ritaði sögurnar
vilji endurheimta handrit
þeirra. Og það er einmitt skiln-
ingurinn á þessu, sem hefur orð
ið þess valdandi að æ fleiri
Danir hafa fallist á sjónarmið
íslendinga.
Enn væri hægt að nefna fjöl-
mörg dæmi þess hvernig Bjarni
M. Gíslason dregur fram atriði,
sem í raun og veru gera það ó-
hjákvæmilegt að breyta um og
auka mjög það sem sagt er og
kennt er í sögunni um sambúð
Danmerkur og íslands Og það
verður að undirstrika, að sjón-
armið þau, sem Bjarni M. Gísla
son túlkar, eru ekki aðeins ís-
lenzk heldur eru þau einmitt í
fullu samræmi við skilning
danskrar alþýðu á samskiptum
Norðurlandaþjóðanna sír. á
milli, Við eigum að bera virð-
ingu fyrir þjóðernislegum til-
finningum hvers annars. Þetta
er ný bók um umdeilt efni ein-
mitt nú En hún er um leið
— og fyrst og fremst, mjög þýð-
ingarmikil viðbót við þær
sagnfræðilegu bækur, sem við
eigum nú. Svend Terkelsen-
NÝ RANNSÓKN á flug-
slysum hefur leitt margt ó-
vænt í Ijós,
Þar kemur í ljós að marg-
ar þær hugmyndir. sem al-
menningur hefur gert sér
um flugslys eru alrangar,
eins og t. d. að fáir Iifi þau
af, að eldur brjótist út i flug
vélunum í flestum tilfell-
um við slys eða nauðlend-
ingar, að langtum hættu-
legra sé að fljúga að vetri
til en á öðrum árstimum,
að gamlar vélar hendi frem-
ur óhöpp en nýjar og að
fleiri slys verði við lending-
ar en á flugi.
Rannsókn þessi fór fram
á vegum háskólans í Flor-
ida..
Þar sést að:
— í þeim 219 slysum, sem
athuguð voru, alls með
5346 farþegum og áhöfn.
lifðu meira en 60% slysin
af.
— í 41% slysanna brauzt
enginn eldur út og' er það
mun lægri hlutfallstala en
búizt var við.
— 50 slys urðu á flug-
Vélum sem voru eins til
þriggja ára gamlar, 28 hjá
vélum sem voru 3—6 ára
gamlar og 20 hjá vélum sem
voru 7—10 ára. Það sýnir
að nærri helmingur vélzi
sem fyrir óhöppum urðu
voru yngri en lð ára og
nærri fjórðungur þeirra
yngrt en 3 ára.
— að flest sly<? áttu sér
stað að vetri til (28,3%)
sumurin vorunæst (27.9%).
Vorin voru hins vegar örugg
ust með 19,6%.
— 43,3% óhappa skeði
við lendingu eða á leið til
lendingar, 37,8% á venju-
legu flugi, en aðeins 18,9%
við flugtak. Þetta gerir að
engu þá skoðun að flugtök
séu hættulegasti hbiti flugs-
ins.
Rannsóknin sýndi að
62,5% allra alvarlegra flug-
slysa stöfuðu af mistökum
flugmanna og var það því
algengasta orsökin. Næst í
röðinni voru bilanir
(27,4%). Það kom einnig í
Ijós að veðurlag átti hér
hlut að máli í 60% slysanna,
m. a. í mörgum þeim sem
flugmönnum var um kennt.
Það er hins vegar mjög
Framhald á 12. síðu.
Alþýðublaðið — 19. maí 1961