Alþýðublaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 5
Hannes Pétursson tekur við verðlaununum. en gaf þær í GÆR voru Hannesi Pét- urssyni, skáldi, veitt 50 ])ús. kr. bókmenntaverðlaun, sem stofn- að var til órið 1959 af Ragnari Jónssyni, eiganda Helgafells- útgáfunnar, á afmæli Gunnars Gunarssonar skálds. Var ])á ákveðið, að verðlaunin skyldu Veitt árlega — ef tilefni þætti til — en í ár var fyrsta verð- launaúthlutun. Verðlaunahaf- inn, Hannes Pétursson, ákvað, að verja verðlaunafénu til út gáfu á ritgerðasafni um bók Gunnars Gunnarssonar — FJALLKIRKJAN. Verðlaunin voru veitt Hann- esi Péíurssyni „fyrir mikilsvert framlag til íslenzkrar lj óðlist- ar“. — Hannes Pétursson þakk aði þann heiður, sem honum hefði verið sýndur — en til- kynnti, að hann myndi verja fénu til útgáfu ritgerðasafns tim skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar, Fjallkirkjan. Mundi hann fá til þá menn, sem fær- astir fengjust til að skrifa rit- gerðir um bókina, en yfirum- sjón með útgáfunni mundi hann sjálfur hafa svo og ann- ast val þeirra manna, sem í hana skrifuðu, en Fjallkirkj- una sagði Hannes vera að sínu áliti eitt af öndvegisritum ís- lenzkra bókmennta. Bókaútgáfan Helgafell mun annast útgáfu hinnar nýju bók- ar, en í haust mun von nýrrar bókar frá útgáfunni eftir Hann- es Pétursson. Ber sú bók heitið: Sögur að norðan. Dómnefnd verðlaunasjóðsiúk skipa þessir menn: Jóhannes Norðdal, Kristján Karlsson, — Ragnar Jónsson og Tómas Guð- mundsson. Gunnar Gunnarsson, skáld, var viðstaddur afhending verð launanna. Hann kvaðst mjög á- nægður með, að Hannes Péturs son hefði hlotið verðlaunin — en ákvörðun Hannesar, að verja fénu til útgáfu á ritgerða safni um Fjallkirkjuna, kvað hann „vel hugsaða, — en van- hugsaða“, en þakkaði heiður- inn. FISKIMIÐSTÖÐIN h.f. hef ur Iátið gtra teikningar að fi'skmóttökústöð. á lóð sem fyrirtækinu hefur verið út- hlutað í Örfirisey. Áætlað er að húsið verðr tvær hæð- ir, alls 3161 fermeter. Fyrst á að byggja neðri hæðina, og mun hún kosta ásamt tækjum tæpar 6 milljónir króna. Bæj.arráið sendi út^erðar- ráði beíðni fyrirtækisins um bæjaráibyrgð til umsagnar. Út gerfiarrjáið lagðst gegn henni og bar því við að hæpið væri að nægjanlegú traustur grund völlur væri fyrir siíkt fyrir- tæki í borginni. Alþýðubílaðið hefur leitað sér upplýsinga, hvers konar Æyrirtæki Fiskmiðstöðin er og hver tilgangur þess er með byggingu fiskmóttökustöðVar innar. Fiskmiðstöðin b.f. var stofnuð í árslok 1956 af 19 starfandi fisksölum í Reykja vík, með samtals 25 fis'kbúð ir. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisin’s var að skapa betri aðstöðu ítB öfl’unar meiri og betri 1. flo'kks fiskj' ár fyrir Reykj avíkurmarkað- inn en möguleilkar höfðu ver ið á og annast dreifingu á honurn. Á þessum tíma var oft erífitt tfyrir fislksallana að fá fisk fýrir markiaðinn og urðu heimilin í Réykjavík iðulega að vera án hans í lengri og skemmri tíma. Fyrirtæikið óx hröðum skrefúm og árið 1960 var selt í fiskbúðir í Reykjavík 1730 tonn af slægðum bolfisiki, þorski cg ýsu, og um 400 tonn af öðru fiskmeti. Fyrir tækið er nú langstærsta ' fiskdreifingarstöðin í bæn- um, sem skipt.ir við 33 fisk búðir að staðaldri í Reykja- vík, Kópavogi og Haínar- firði. Aðstaðla tfyrirtætkilsins er nú orðin alls ófulllnægjandi vegna síaukinnar eftirspurnar og starfa neytiandans. Árið 1959 var háfinn undir- ÍMoskvu, 18. maí. (NTB—RUTER) «! Tass-fréttastofan skýrir I; frá því að borgin Arkang- JI elsk hafi staðið hálf undir !| vatni frá því á miðviku- ; | dagskvöld, vegna hlaups í 11 Dvina. ísbrjótur o g 11 sprengjuflugvélar hafa j J unnið að því að sprengja l| ísstíflur, er myndazt hafa | j og eins hafa hermenn, er j! MMMMtHMMMMMMMMMM búningur að byggingu húsnæð is fyrir framtíðarstarfsemi tfyrirtækisins. í nýja húsinu er ætluð aðstaða ti'l að geyrna kalaan ferskan fisk, sem fer beint á bæjarmarkaðinn, fyrir flöfcun og frystingu á fiski í sama tilgangi ennfrem ur fyrir fasgerð, reykingu, söltun og þurrfcun á saltfisfci. Sérstakar geymsllur eru ætlað ar fyrir lyktsterkann fisk, t. d. skötu, sem ekki er æski- legt að hatfa innan um aðr ar fisfctegundir. Áður hafði fyrirtækið Iteit að ytfir láð fyrir starfsemina og var því endanlega úthlutað lóð nú í vor í Örfirisey. Teikningar voru samþykktar 'fjn-ir skömmu í bygginga- netfnd. Áður var 'leitað um- sagnar og leiðbeiningar borg arlæknis um allan hreinlæt isfrágang sem hann og skipu lagði að þessum undirbúningi. Jafnframt var Teitað tiT lána stcfnana, þar á meðal Fram- kvæmdabanikans, Atvinnuleys istryggingasjóðs og Fiskveiði sjóðs. Þá var enfremur sótt um bæjiar- og rí'kisábyrgð. All ir þessir aðiiar brugðust vel við málaleitan stöðvarinnar. Samþykkt útgerðarráðs hef ur synzt erfiðasti hjallinn við fyrirhugaða byggingu fis'kmót tökustöðvarinnar. Hins viegar er það skoðun og von for- svfersmanna stöðvari.nnar að útgerðarráð endurskoði af- stöðu sína þegar þeim hefur verið gerð frekari grein fyr ir þróun þessarar 'máiía og þeim síauiknu kröfum, sfiiri gerðar eru tij meðferðar 4 ferskum fiski, í þáu hins al- menna neytanda. Forráða- menn Fiskmiðstövarinnar h. f. vona, og hafa óstæðu til aíl ætía að bæjarróð sjái nauð- synina á þfessum. fnamkvæmdl um. Neytandinn hlýtur hina vegúr að styðja sérhverja ti3| raun til að hann fái meiri og fjölbreyttari fisfc á markaíl inn, þar sem fyUstia hreinláeh iseftirlit er. Það er þunga- miðjan í móTinu. , PÍÁNÓTÓNLEIKAR PÓLSKI píanóleikarinn Pad- eusz Zmudzinski hefur nú leikið tvisvar fyrir Tónlistarfélagið i Austurbæjarbíói. Á efnisskrá voru verk eftir Brahms, Szym- anoAvsky, Chopin og Prokoff- íeff | Tækni þessa ágæta píanóleik- ara ér mikil og krafturinn geysi- legur, stundum fullmikill fannst mér. Beztur fannst mér leikurt hans á Chopin. Þá lék hann og verk landa síns Szymanowsky mjög vel. Sónata Prókoffieffa nr. 7 er athyglisverð og var prýðilega leikin_ — GG. Geimf loft í CANAVERAL-IIÖFÐA, 18. 5. (NTB-Reuter). — Þaff var upp- lýst í tilraunastöffinni á Cana- veral-höfffa í dag aff bandarískir vísindamenn vonuðust til að geía sent annan geimfara út í himin- geiminn 20. júní næstkomandi. Verffur hér um frekar, stutta ferð aff ræffa, sv'ipaffa þeirri er Alan Shepard fór nýlega,. Nálægt 12. júní næstkomandi verffur svo gerff tilraun tíi aff senda ómann- aff Mercury-geimfar á braut um jörffu. Geimfarx sá, er væntanlega leggur upp 20. júní, verffur ann- aff hvort John Glenn effa Virgil Grissom. Hafa þeir báffír fengiff 'ari á juni? sömu þjálfun og Shepard fékk. f þessari tilraim á einnig aff nota eldflaug af gerffinni Redstone og geimfarínn mun sjálfur annast stjórn hennar hluta ferffarinnar. Auk þess mim hann gera ýmis- legt sem Shepard gerffi ekki. !i í sambandi viff tilraunina 12. júní er rétt aff taka fram, a<5 fyr.sta tiíraun Bandaríkjamanma t'il aff senda ómannao geimfar kring um jörffu vav gerff 25. apríl. Hún mistókst. því aff Atlas flaugin, sem geimfariff var í, iór áttavillt og var eyffilagt frá jörðú. Geimfariff seig hins veg- ar, til jarffar í fallhlíf. f Alþýðublaðið — 19. maí 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.