Alþýðublaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 11
Jón Þ. Olafsson
stökk 1.95m.
REYKJAVÍKURFÉLÖGIN
héldu inanfélagsmót í frjáls-
íþróttum bæði á föstuda? og
laugardag fyrir hvítasunnu. —
Náðíst allgóður árangur í ein-
stökum greinum, en langbezt var
afrek Jóns Þ. Óiafssonar í há-
stökki, en hann setti nj'tt ungl-
ingamet stökk 1,95 m. Gamla
metið, 1,94, átti hann sjálfur,
sett í sömu viku.
Á föstudag kepptu KR ingar
I 3000 m, hindrunarhlaupi. Krist
leifur Guðbjörnsson sigraði á
9:35,9 mín., en annar varð Agn-
ar Leví, KR, 10:13,8 mín, Veð-
ur var kalt og óhagstætt til að
keppa í langhlaupum.
Á laugardag gengust bæði ÍR
og KR fyrir innanfélagsmótum.
Á því fyrrnefnda náðisc eftirtal-
inn árangur:
Hástökk:
Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 1,95
(Unglingamet).
Helgi Björnsson, ÍR, 1,65
Stangarstökk:
Valbjörn Þorláksson, ÍR, 3,92
Brynjar Jensson, HSH, 3,80
Valgarður Sigurðsson, ÍR, 3.44
Kringlukast:
Friðrik Guðmundsson, KR, 43,61
Brynjar Jensson, HSH, 40,34
Bogi Sigurðsson, Á, 36,80
Jón Þ Ólafsson, ÍR, 36,04
KR-mótið fór fram um svipað
leyti og þar náðist eftirtalinn
árangur:
Kúluvarp:
Guðm. Hermannsson, KR, 15,18
Friðrik Guðmundsson, KR, 14,18
Ágúst Ásgrímsson, HSH, 14,03
Brynjar Jensson, HSH, 13,28
Sleggjukast:
Þórður B. Sigurðsson, KR, 49,31
Friðrik Guðmundsson, KR, 47,70
Frjálsíþróttamót
í Hafnarfirði
Á ANNAN í hvííasunnu fór
fram frjálsíþróttamót í Hafnar-
firði með þátttöku nokkurra
frjálsíþróttamanna úr Reykja-
vík.. Allgóður árangur náðist í
mótinu, sérstaklega þegar tekið
er tillit til þess, að aðstaða er
ekki sem bezt til frjálsíþróíta-
keppni í Hafnarfirði.
Helztu úrslit urðu:
Stangarstökk:
Valgarður Sigurðsson, ÍR, 3,63
Brynjar Jensson, HSH, 3,63
Páll Eiríksson, FH, 3,50
Kúluvarp:
Brynjar Jensson, HSH, 13,20
Jóhannes Sæmundss., KR, 12 15
Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 12,05
Kringlukast:
Brynjar Jensson, HSH, 41,49
Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 39,54
Jóhannes Sæmundss., KR; 39,50
Sandgerði vann
Breiðablik
Á annan í hvítasunnu fór
fram í Sandgerði knattspyrnu-
kappleikur milli Reynis, Sand
gerði og Breiðablik, Kópavogi,
en bæði þessi lið leika í II. d.
Sigruðu Sandgerðingar í þess-
um leik með yfirburðum og
skoruðu 8 mörk gegn 3. í hálf
leik var staðan 5:2 fyrir Sand-
gerði.
BUTSOG
RD „PSS“
Þessi vél þykir einkar hentug fyrir bútsögun, þver-
skurði og igeirungsskurði.
Hæðarstilling méð handhjóli. — Mjög nákvæm stýr-
ing er tryggð.
Sögunarhæð allt að ....... 140 mm
Sögunarbreidd allt að .. 700 mm
Mesta þvermál sagarblaðs .. • • 500 mm
Snúningshaði sagarblaðs • • • • 3000 snún/mín.
Innbyggður mótor 220/380 volt 4 KW
Þyngd nettó 400 kg. — brúttó 610 kg.
Stuttur afgreiðslutími.
Nokkrar slíkar vélar eru þegar í notkun hérlendils og
hafa gefizt mjög vel.
Framleiðandi
HAUKUR BJÖRNSSON, Heildverzlun, Póst. 13.
Reykjavík. Símar: 1 05 09 og 2 43 97.
V E B - ÉV! I H © IV1 A
HGLZBEARBEITUNGSMASCHENEN,
L E I P Z I G
Einkaumboðsmenn á Íslandi fyrir þessa vél svo og
allar aðrar gerðir af trésmíðavélum frá þýzka
Alþýðulýðveldinu:
Alþýðublaðið — 24. maí 1961 JJJ